Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 90
Hallór Jón Kristjánsson, bankastjóri Lands-
bankans, var Jimdarstjóri.
Þorlákur Karlsson, framkvœmdastjóri hjá
IMG: Aðeins 3% telja sig vita mikið um
hvernig lífeyrissjóðir ávaxta sjóði sína.
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Landsbréfa,
sþáir því að úrvalsvísitalan fari hœkkandi á
næsta ári.
Urvalsvísitalan
„Upp á næsta ári“
/
A ráðstefnu Landsbankans varpvíspáö að úrvals-
vísitalan færi hœkkandi á næsta ári. Fram kom að
einstaklingar eiga aðeins 10% hlut í íslenskum
almenningshlutafélögum ogsamkvæmt könnun
Gallup eru Össur og Eimskip „óskabörn pjóðar-
innar“, en Bakkavör ogPharmaco hjá fjárfestum.
Eftir Ísak Örn Sigurðsson Myndir: Geir Ólafcson
Landsbankinn og Landsbréf héldu ráðstefnu á Hótel Sögu
þann 14. nóvember síðastliðinn þar sem umræðuefnið var:
„Hver er framtíð hlutabréfamarkaðarins?“ Áhugi var mikill
og var Sunnusalur Hótel Sögu troðfullur á ráðstefnunni. Hall-
dór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands-
banka Islands, annaðist fundarstjórn.
Fyrirlesarar voru fimm.
Þorlákur Karlsson, framkvæmda-
stjóri hjá IMG, var fyrstur á mælenda-
skránni var. Fyrirlestur hans, „Hver er
trú Islendinga á hlutabréfamarkaðnum?“
var kynning á niðurstöðum markaðs-
rannsókna á vegum Landsbankans-
Landsbréfa um viðhorf einstaklinga og
fagijárfesta til fjármálamarkaðarins.
Urtakið var 600 manns hjá almenningi
og rúmlega 100 fjárfestar. Niðurstöður
úr könnuninni hafa vakið mikla athygli
og fengið umijöllun í ijölmiðlum.
Þar kom meðal annars fram að mikill
munur er á skoðunum almennings og
90
fagfjárfesta á vænlegum hlutabréfamörkuðum. Einnig að ein-
ungis 3% telja sig vita mikið um hvernig lífeyrissjóðir ávaxta
sjóði sína. Þá greindi Þorlákur frá því að meirihluti fagijárfesta
vill að lífeyrissjóðir sameinist.
í samantekt greindi Þorlákur frá því að Össur og Eimskip
væru „óskabörn þjóðarinnar", en Bakkavör og Pharmaco hjá
fjárfestum. I könnun IMG var meðal annars spurt: „Ef þú ættir
milljón, í hvaða íslenskt fyrirlæki myndir þú kaupa hlut?“
Munurinn á svörum almennings og ijárfesta var mikill. 9,3%
almennings eru tilbúin að kaupa hlutabréf í deCode, en enginn
ijárfesta var tilbúinn tíl þess. Svipaða sögu máttí segja af Flug-
leiðum. 3,9% almennings hafði áhuga á kaupum í því fyrirtæki
en enginn fiárfestir. Fjárfestar höfðu mestan áhuga á kaupum
hlutabréfa í Bakkavör og Pharmaco. 25,8% flárfesta vildu festa
fé í hlutabréfum Bakkavarar, en aðeins 2,1% almennings.
Þorlákur greindi einnig frá því að aðeins ríflega helmingur
almennings fylgist með lifeyrissparnaði
sínum og sama hlutfall er ánægt með
ávöxtun sjóðs síns. í könnuninni var
spurt: „ Hve sáttur ertu við ávöxtun líf-
eyrissjóðs þín undanfarin 2 ár?“ 53,9%
almennings voru sátt en aðeins 17,6%
fagljárfesta. 32,2% almennings voru ósátt
en 58,8% fagfjárfesta. Þorlákur minntíst
einnig á að yfirgnæfandi meirihlutí fjár-
festa væri hlynntur því að lífeyrissjóðir
sameinuðust.
Horfur á íslenska hlutabréfamarkaðnum
Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Lands-
bréfa, rakti þróun hlutabréfaverðs á
íslandi frá 1992. Verðið hafi farið hækk-
andi í heildina frá 1992 þrátt fyrir dýfur
I samantekt greindi Þorlákur
frá því að ðssur og Eimskip
væru „óskabörn þjóðar-
innar“, en Bakkavör og
Pharmaco hjá fjárfestum.
9,3% almennings eru tilbúin
að kaupa hlutabréf í deCode,
en enginn fjárfestir er
tilbúinn til þess.