Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 51
Magazine Market Company, MMC,
sem Margrét og Magnús eiga hlut í,
var stofnað 1988. Margrét sér um
útflutning. Hlutdeild útflutnings-
deildarinnar í veltunni er 20 prósent,
en velta MMC er rúmlega 60 milljónir
punda, eða um 8,2 milljarðar króna.
„Við erum með 200 titla í tímaritum,
ýmist viku- eða mánaðarrit eða tíma-
rit, sem koma út aðra hverja viku.“
„Við leiðbeinum um hönnun
forsíðunnar. Við ráðleggjum um stærð
á upplagi, finnum besta prenttilboðið,
tölum við heildsalana og verslana-
keðjurnar um að taka tímaritið í sölu
og sjáum um að koma því bæði á inn-
lendan og erlendan markað.
MMC í Bretlandi
Magazine Market Company, MMC, sem Margrét og Magnús
eiga hlut í, var stofnað 1988. Margrét sér um útflutning. Hlutdeild
útflutningsdeildarinnar í veltunni er 20 prósent, en velta MMC er
rúmlega 60 milljónir punda, eða um 8,2 milljarðar króna. Orðið
„blaðadreifingarfyrirtæki“ hljómar eins og fyrirtækið sjái bara
um að sækja blöð og senda, en verksviðið er sannarlega flóknara
en svo og snýst ekki síður um markaðssetningu en sjálfa dreif-
inguna. Magnús hefur stundað hótelrekstur og er nú á haus við
að koma upp nýju hóteli í Austurstræti, Plaza Reykjavik, ásamt
þeim Ólafi Sigtryggssyni, Stefáni Þórissyni og Val Magnússyni.
Saman eru Ijórmenningarnir með Ijögur hótel í takinu á Islandi.
Blaðadreifing snýst um markaðssetningu „Við vorum öll yfir-
menn hjá öðru dreifingarfyrirtæki og sáum þá gap í mark-
aðnum, sem var að koma upp óháðu dreifingarfyrirtæki í stað
þess að öll stærstu dreifingarfyrirtækin eru í eigu blaðaútgef-
enda,“ segir Margrét þegar talið berst að tildrögum þess að hún
og fimm félagar hennar stofnuðu MMC, sem nú er ljórða
stærsta fyrirtækið sinnar tegundar í Englandi. Hin fyrirtækin
eru öll í eigu blaðaútgefenda.
„Fyrirtækið er sjálfstætt að því leyti að það er ekki í eigu
blaðaútgefenda og þess vegna fengurn við mjög marga titla í
dreifingu. Margir útgefendur vilja einmitt ekki vera í dreifingu
51