Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 52
ATHflFNAFÓLK í LONDON
MMC dreifir blöðum á 80 heildsala, sem í
sameiningu eru með 55 þúsund blaðsölu-
staði. „Við dreifum ekki öjlum blöðunum í
allar búðir því mörg hobbíblöð eru til
dæmis bara seld í stærstu bókabúðunum
en ekki í sjoppunni á horninu."
lofti eða með flutningabílum, eftir því hver áfangastaðurinn er.
Það er einnig hlutverk fyrirtækisins að sjá til þess að heild-
salarnir séu tilbúnir að taka á móti blöðunum, koma þeim í
búðirnar og sjá til þess að búðirnar séu tilbúnar að taka á móti
blöðunum og að strikakóðinn sé skannaður inn.
Auk almennrar dreifingar sér MMC einnig um einstakar
söluherferðir og þá er margt, sem þarf að samhæfa. Til dæmis
er eitt af blöðunum, sem MMC dreifir, tímarit um Porchebíla og
nýlega var það blað kynnt í 635 Barnes & Nobles bókabúðum í
Bandaríkjunum. Það er að mörgu að huga í slíku tilfelli, bæði að
búðirnar fái blöðin samtímis, að kynningarefnið skili sér og að
búðirnar séu tilbúnar með allt á réttum tíma.
Ein nýjung, sem MMC hefur bryddað upp á, er að láta þýða
blöð og gefa út á fleiri tungumálum. Þetta hefur til dæmis verið
gert með enskt hárgreiðslublað, sem hefúr verið þýtt á þýsku,
hollensku og sænsku. „Viðtökurnar voru mjög góðar,“ segir
Margrét. „Það var engu líkara en að markaðurinn hefði verið að
bíða eftir þessu.“ Kosturinn við að vera til staðar í mörgum lönd-
um getur einmitt verið sá að þá er hægt að koma auga á ónýtta
möguleika.
Auk enska fyrirtækisins hefur Margrét verið viðriðin sams
konar rekstur á íslandi, þar sem hún átti hlut í fyrirtækinu Blaða-
dreifingu með vini sínum Guðmundi Sigmundssyni. Þetta fyrir-
tæki seldu þau fyrir rúmu ári til Pennans, en Penninn hafði áður
keypt hlut í fyrirtæki þeirra. Líkt og MMC sá íslenska fyrirtæk-
ið um að dreifa tímaritum í búðir og að allt kæmi heim og sam-
an í dreifingunni, en íslenska fyrirtækið dreifði eingöngu erlend-
um blöðum. „Öll blaðadreifingafyrirtæki starfa svipað," segir
Margrét, „en stærð markaðins hefur auðvitað sitt að segja.
hjá fyrirtæki í eigu keppinautanna. Við erum með 200 titla í tíma-
ritum, ýmist viku- eða mánaðarrit eða tímarit, sem koma út aðra
hveija viku.“ Af eigendunum eru flórir, sem vinna fulla vinnu í
fyrirtækinu, einn er í hálfri vinnu og einn er kominn á eftirlaun.
Verkefiiunum skipta þau á milli sín og Margrét er býsna ánægð
að vera með útflutningsdeildina.
Hlutur fyrirtækis eins og MMC í tilurð og markaðssetningu
tímarita er býsna viðamikill. Sá sem fær hugmynd að tímariti
getur komið til MMC og fengið ^dirgripsmikla ráðgjöf um allar
hliðar útgáfunnar, nema sjálft efnið, sem væntanlegur útgefandi
hefur vísast þegar hugmyndir um sjálfur. „Sá sem kemur til
okkar með hugmynd að tímariti verður að sanna fyrir okkur að
það sé markaður fyrir blaðið og takist honum að telja okkur á að
það sé vit í útgáfunni komum við með okkar ráð,“ segir Margrét.
„Við leiðbeinum um hönnun forsíðunnar, sem er aðal sölu-
tólið. Við ráðleggjum um stærð á upplagi, hjálpum til að finna
besta prenttilboðið, tölum við heildsalana og verslanakeðjurnar
um að taka tímaritið í sölu og sjáum um að koma tímaritinu bæði
á innlendan og erlendan markað. Við erum með átta svokaflaða
„account managers", sem sjá um sambandið við útgefendm- og
söludeild okkar og búðakeðjurnar, sem selja blöðin. Við sjáum
um að allt gangi vel hjá útgefendum og bendum þeim á hvað
virkar og hvað ekki.“
Það krefst slípaðs skipulags að sjá til þess að koma blaði í
búðirnar. Allir þurfa að fá blaðið á sama tíma. Sjálf dreifingin á
ekki að taka meira en þijá daga. Blöðunum er dreift á sjó eða
Hörð samkeppni MMC dreifir blöðum til 80 heildsala, sem í
sameiningu eru með 55 þúsund blaðsölustaði. „Við dreifum ekki
öllum blöðunum í allar búðir því mörg hobbíblöð eru til dæmis
bara seld í stærstu bókabúðunum en ekki í sjoppunni á horn-
inu,“ segir Margrét. Heildsalarnir eru nauðsynlegur milliliður
sökum stærðar markaðarins. Á Norðurlöndum eru engir slikir
milliliðir. Ef blaðið kostar eitt pund í lausasölu fá útgefendur
venjulega 50-55 pens og heildsalinn 40 pens. Afgangurinn skipt-
ist á milli dreifingarfyrirtækisins og annarra. Það eru þvi fá pens
þar, sem dreifast á marga. Þegar upphæðirnar eru svo lágar er
eins gott að magnið bæti það upp.
„Þetta er dæmi, sem aðeins gengur upp á stórum markaði,“
bendir Margrét á og segir að samkeppnin sé sannarlega hörð.
Margir nýir útgefendur, sem vilja komast á markaðinn, tala oft
við heildsala bókakeðjunnar W H Smith, sem lætur viðkom-
andi hafa lista yfir dreifingaraðila. „Fyrirtækin eru ekki fleiri
en svo að venjulega er talað við öll fyrirtækin og þá er spurn-
ingin hvert okkar hreppir verkefnið. En það er líka oft að við
kærum okkur ekki um verkefnið ef okkur sýnist að við höfum
ekki lágmark upp úr dreifingunni. Það er jafnmikil eða meiri
vinna við að dreifa fimm þúsund blöðum en 100 þúsund. Við
erum öll að keppa um þetta litla pláss sem er í tímaritahillun-
um í búðunum."
Flest blöðin eru Jjármögnuð með auglýsingum og til að hefja
blaðaútgáfu þarf annaðhvort íjársterkan bakhjarl eða að hafa
tryggt sér nóg af auglýsingum. Auglýsingarnar skipta afkomuna
„Við vorum öll yfirmenn hjá öðru dreifingarfyrirtæki og sáum þá autt rými á markaðnum, sem var að
koma upp óháðu dreifingarfyrirtæki en að öll stærstu dreifingarfyrirtækin eru í eigu blaðaútgefenda “
52