Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 27

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 27
Jón Þór Hjaltason, eigandi J&K eignarhaldsfélags, Jón Helgi Guðmundsson íByko, ogAxel Gíslason, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga. kjölfar undirritunar kaupanna þótt greiðsla og afhending bréf- anna verði í tvennu lagi. S-hópurinn greiðir 27,48% við undir- skrift og 18,32% eigi síðar en 20. desember á næsta ári. Eignar- hlutur ríkisins í bankanum eftir söluna verður 9%. Draga verður í efa að ríkið geri kröfu um bankaráðsmann fram til 20. desem- ber á næsta ári þegar það fær seinni skammtinn greiddan. IH Hverjir fara í bankaráð Búnaðarbankans? ví hefur verið haldið fram að í bankaráðið setjist þeir Þórólfur Gíslason, fyrir hönd VIS, Hannes Þór Smárason, fyrir hönd Kers, og einhver erlendur fulltrúi franska bankans. Jón Helgi Guðmundsson situr þegar í bankaráði Búnaðarbankans en þar var hann kjörinn eftir að Gilding sameinaðist Búnaðarbank- anum í lok síðasta árs. Jón Helgi var einn af helstu foringjum Gildingar ásamt þeim Þórði Magnússyni og Þorsteini Vilhelms- syni, skipstjóra og íjárfesti í Ránarborg ehf. Fjárfestarnir í Gild- ingu voru á meðal fimm aðila sem lýstu yfir áhuga sl. sumar á að kaupa hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Þeim var hafnað. I ljósi þess að Jón Helgi er kominn í S-hópinn má segja að hann og Gildingarmenn séu núna að koma bakdyramegin að kaup- unum. Gilding á um 10% eignarhlut í Búnaðarbankanum en hægt er að eyrnamerkja yfir 20% eignarhlut þeim sem stóðu að Gildingu. Þetta styrkir auðvitað völd Jóns Helga enn frekar innan bankans og gerir hann líklegastan sem næsta banka- ráðsformann. Finnur oo Ólafur Ýmsir hafa haft á orði að fulltrúar S-hóps- ins í Búnaðarbankanum geti allt eins orðið þeir Finnur Ing- ólfsson, fyrir hönd VÍS, (en hann landaði samningnum við einkavæðingarnefnd), Ólafur Ólafsson, fyrir hönd Kers, og síðan erlendur fulltrúi franska bankans. Nema þá auðvitað að Ólafur verði fulltrúi franska bankans og Hannes Þór Smára- son komi inn sem fulltrúi Kers. Telja menn sig þar geta lesið Kremlarlógíu út úr myndinni, sem birtist á baksíðu Morgun- blaðsins eftir undirritun samkomulagsins hinn 16. nóvember sl., þar sem þeir Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson héldu af fundi einkavæðingarnefndar saman í bíl, glaðbeittir að sjá. Flestir eru þó á því að Þórólfur Gíslason komi inn í banka- ráðið sem fulltrúi VÍS, Hannes Þór frá Keri og fulltrúi franska bankans verði útlendingur. Gangi þessi kenning upp verða þeir tengdafeðgar Jón Helgi og Hannes báðir í bankaráði Búnaðarbankans eftir kaupin. Þá hafa menn velt því mjög fyrir sér hvort Þórður Magnússon, fyrrverandi stjórnarfor- maður Gildingar, sé ekki sömuleiðis kandídat í bankaráðið. Þórður og Jón Helgi eru nánir vinir og situr Þórður m.a. í stjórn Norvikur. Þórður var í nær tuttugu ár framkvæmda- stjóri ijármálasviðs hjá Eimskip og sat fyrir hönd félagsins í stjórnum ýmissa félaga, m.a. Fjárfestingafélagi Islands. Ef Þórður kemur inn í bankaráðið sem Gildingarmaður er lang- líklegast að Jón Helgi verði þá fulltrúi Kers í bankaráðinu. Allir eru á því að Jón Helgi og Gildingarmenn séu að tryggja sér tvo fulltrúa af fimm í bankaráðinu. Œ] VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Eignarhaldsfélag Samvi n nutrygginga verða með þriðjung. Ker verður með þriðjung og franski bankinn Société Genérale (þýska útibú hans) verður með þriðjung. 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.