Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 34
Þórólfur ásamt samstarfsmönnum sínum. Frá vinstri: Sigurjón R. Rafnsson, aðstodarkauþfélagsstjóri, Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK, Þórólfur og Olafur Sigmarsson, forstöðumaður verslunarreksturs KS. Æska Þórólfur átti skemmtilega æsku við dæmigerðar að- stæður í íslensku sjávarþorpi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. A þessum árum var mikið líf á Austfjörðum, sérstaklega á sumrin þegar síldveiði var mikil og ijölbreytt atvinnulíf. Faðir hans rak útgerð og síldarsöltun, heimilið var virkt og umsvifin mikil. Hann fór ungur að vinna í síld, aðeins 10-11 ára, og vakti þá í síldartörnum eins og fullorðna fólkið. Hann lék sér mikið úti við og ærslaðist með krökkunum en sýndi snemma áhuga á athafnalífinu. Faðir hans veiktist alvarlega þegar Þórólfur var 12 ára og átti við veikindi að stríða upp frá því. Þessi veikindi settu sitt mark á æsku- og unglingsár Þórólfs því að hann varð mjög virkur í fyrirtæki föður síns og var i rauninni sá sem stýrði því þó að auðvitað væri það gert í samráði og samvinnu við hin systkinin. Móðir Þórólfs hafði hinsvegar minni áhuga á fyrirtækinu. Hún stundaði útivist, las bækur, skrifaði sögur og orti ljóð. Mikill gestagangur var á heimilinu. Menntun Þórólfur gekk í barna- og unglingaskóla á Reyðar- firði, sem var undir stjórn Helga Seljan, síðar þingmanns. Hann lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík 1969, lagði stund á nám í ensku í Englandi sumarið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst í skólastjóratíð séra Guðmundar Sveinssonar árið 1976. Skólahaldið á Bifröst var menningarlegt og Jjölbreytt á þessum árum og bæði uppbyggilegt og þrosk- andi á allan hátt. Ferill Þórólfur byrjaði ungur að vinna, stundaði síldarsöltun á sumrin frá 12 ára aldri á síldarplani föður síns, og gekk í öll störf sem þurfti. A námsárum sínum vann hann við almenna fisk- vinnslu, byggingavinnu og starfaði í tvö sumur sem mælinga- maður hjá Vegagerð ríkisins. Þórólfur varð kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn sumarið 1976. Hann hefur stýrt Kaupfélagi Skagfirðinga frá 1988. Félagsstörf Þórólfur tók þátt í leikriti og lék fótbolta með ung- mennafélaginu Val á Reyðarfirði á unglingsárum en tók að öðru leyti ekki mikinn þátt í félagsstörfum. Hann er alinn upp á póli- tísku heimili. Faðir hans var sjálfstæðismaður og móðir alþýðu- bandalagskona. Sjálfur var hann ákveðinn sjáifstæðismaður fram eftir aldri en hann er flokksbundinn framsóknarmaður í dag. Fé- lagar hans eru sammála um að hin pólitísku trúskipti hafi orðið meðan hann var í Samvinnuskólanum og hefur Fijáls verslun heimildir fyrir því að hann hafi gengið í Framsóknarflokkinn skömmu eftír samvinnuskólapróf, sennilega þegar hann bjó á Þórshölh. Þórólfur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokldnn á landsvísu, m.a. setið í miðstjórn og kjör- dæmisstjórn flokksins, en ekki skipt sér neitt af pólitikinni heima í héraði og hefur þá fyrst og fremst hagsmuni fyrirtækisins í huga. Hann hefur einnig setið í stjórn ýmissa fyrirtækja og sam- taka, t.d. í stjórn Osta- og smjörsölunnar, í bankaráði Búnaðar- banka Islands, stjórn Samtaka verslunar og þjónustu, fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins og stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði. Hann hefur einnig leitt nefnd á vegum landbúnaðarráð- herra um framtíð Hólaskóla, svo að dæmi séu nefnd. Þórólfur er stjórnarformaður Vátryggingafélags Islands. Persóna Þórólfur er dagfarsprúður, hægur og rólegur maður sem litið fer fyrir í daglegri umgengni, yfirvegaður, jafnlyndur og skapgóður. Hann er afskaplega hlédrægur, hleypir ekki öllum að sér og er afar varfærinn gagnvart fólki. Hann er ekki mjög ræð- inn við fyrstu kynni og ræðir aldrei einkamál sín, bara viðskipti, þjóðmál og stjórnmál. Honum er lýst sem alvörugefnum manni, sem taki sjálfan sig og starf sitt mjög hátíðlega og er vandur að virðingu sinni. Hann er sagður hafa verið mikill húmoristi og ær- ingi á yngri árum en sífellt bólar minna á húmornum með árun- um. „Það er eins og hann hafi misst húmorinn frá sér. Það er ekki fyrr en við hittum einn nágranna minn sem Þórólfur fer í sama gírinn og í gamla daga. Hann vitnar stundum í þetta og ég gæti best trúað því að hann sakni þessa tíma,“ segir Sigurður Baldursson, mágur hans og vinur. Þórólfúr þykir góður drengur og traustur vinur, maður sem stendur við orð sín. Hann lifir fyrir vinnuna og er sífellt með starfið í undirmeðvitundinni. Hann er maður leikfléttunnar, klókur, hefur góða yfirsýn og ákveðnar skoðanir og segir skoðun sína skýrt. Hann veit hvað hann vill og hvernig það verður að veruleika. Hann hugsar viðskipti og póli- tík eins og skák, leggur leikfléttuna niður fyrir sig og hugsar hlutina út í ystu æsar. Hann hefur lengi stefnt að því að ná völd- um í íslenskum viðskiptum. Hann hefur tengiliði inn í marga stjórnmálaflokka og vill hafa ítök í mönnum. Þórólfur beitir aldrei hroka heldur er mjúkur og þægilegur og frekar meyr en þegar hann er beittur þrýstingi eða þarf að veija sig þá verður hann harður og erfiður viðureignar. Guðni segir að hann geti breyst þegar hann keyrir mál í höfn, þessi hlédrægi maður verði þá harður og ákveðinn. Að sögn Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, fer Þórólfur sínar eigin 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.