Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 44
Ráðgjafarnir Þröstur Sigurðsson, Sueinn Trygguason og Bjarni Jónsson bera saman bækur sínar.
-j'JrrJíJJrJBJOir KT@rd'd/1
Nýlega keypti IBM ráðgjafarsuið PriceuuaterhouseCoopers, PuuC
Consulting, og sameinaði það rágjafarstarfsemi sinni í nýrri ein-
ingu undir heitinu IBM Business Consulting Seruices.
Hér á landi varð PwC Consulting að IBM Business Consulting
Services á íslandi og tók fyrirtækið til starfa 1. október sl. „Með sam-
einingu ráðgjafarhluta IBM og PwCC hefur orðið til langöflugasta ráð-
gjafarfyrirtæki heims," segir Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri
IBM Business Consulting Services á íslandi. „Innan þess starfa rúm-
lega 60.000 sérfræðingar á ýmsum sviðum í I60 löndum. Hér á landi
byggist ráðgjafarstarfsemin á 30 ára reynslu Hagvangs og PwC
Consulting."
Þegar IBM ber á góma dettur flestum í hug tölvur og tölvubúnaður
enda er fyrirtækið gríðarlega sterkt á því sviði. Þjónusta fyrirtækisins
spannar þó talsvert stærra svið og má segja að innan hennar rúmist
allt sem að viðskiptum snýr.
Dyr opnast fyrir íslenska viðskiptavini
Reynir leggur áherslu á að með komu IBM BCS til landsins opnist tæki-
færi fyrir íslensk fyrirtæki að fá beinan aðgang að þekkingu og reynslu
IBM um allan heim.
„Þeim eru nú allar dyr opnar og þau geta nýtt sér þekkingu og þjón-
ustu þessa risafyrirtækis sem hefur yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu
að ráða. Það er hreint ekki sjálfgefið að stærstu fyrirtæki í heimi sækist
eftir að hafa eigin starfsemi á íslandi og við erum því mjög stolt af
þessu," segir Reynir. „Markmið IBM með kaupunum á PwCC er að geta
aðstoðað viðskiptavini við að ná enn betri árangri í þróun, innleiðingu og
rekstri mikilvægustu þátta starfseminnar með því að nýta viðskipta- og
tækniþekkingu og víðtæka verkefnareynslu ráðgjafa IBM. Stöðugt er
unnið að framþróun innan IBM og rekur fyrirtækið átta rannsóknarmið-
stöðvar dreifðar um allan heim með 3.000 manna starfsliði við þróun
viðskipta- og tæknilausna."
Ráðgjafarnir Kristinn Hjálmarsson, Oskar Jósefsson og Frans Páll Sigurðsson.
Þjónusta IBM spannar alla
þætti viðskiptaráðgjafar og
tæknilausna og fjármögnun
þeirra. IBM býr auk þess yfir
uiðamikilli þekkingu á atvinnu-
greinum sem auðveldar starfs-
mönnum að sækja upplýsingar
um þróun atuinnugreina og
markaða uið uinnslu uerkefna
fyrir viðskiptavini.
44
KYNNING