Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 18
Sveinn ogÁgúst Valfells við stjörnukíkinn sem þeirgáfu Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness til minningar um systursína, dr. Sigriði Valfells mál-
fræðing. Ktkinum er ætlað að efla áhuga ungs fólks á stjörnuskoðun og stjörnufræði og er hann í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi.
launum. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til svo að ég
ákvað að hætta og auglýsti eftir nýjum forstjóra. Við réðum
ágætan mann sem heitir Sigurður Sigurðarson og er fv. fram-
kvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær Colas. Þegar
það spurðist út þá fóru menn að spyijast íyrir um það hvort við
vildum selja. Þar sem við sáum fram á það að ekkert okkar
barna myndi taka við fýrirtækinu tókum við þessa ákvörðun.
Kaupendur eru hópur verktaka, gamlir viðskiptavinir Steypu-
stöðvarinnar. Sumir þeirra hafa verið viðskiptavinir íýrirtækisins
í tvær kynslóðir, feður þeirra voru líka viðskiptavinir hér. Þessir
menn komu til okkar ásamt ijármálastjóranum, Jóni Ólafssyni,
sem hefur verið í iýrirtækinu frá 1971, og við gátum ekki hugs-
að okkur fyrirtækið í betri höndum en þeirra,“ segir Sveinn Val-
fells, fráfarandi framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar.
Valfells-nafnið er vel þekkt í íslensku athafnalífi. Sveinn B.
Valfells, faðir Sveins og Agústar, byggði upp margvíslegan
iðnað á árum áður og má segja að bræðurnir hafi haldið starfi
hans áfram. Sveinn eldri hafði frumkvæði að því að stofna
Steypustöðina 14. janúar 1947 ásamt Reykjavíkurborg, H. Ben.,
byggingaverktökum og Halldóri H. Jónssyni arkitekt. Fyrir-
myndin kom frá Bandaríkjunum þar sem fýrsta steypustöðin
hafði verið stofnuð þegar Golden Gate brúin var byggð árið
1933. Þá voru vörubílarnir orðnir það stórir að hægt var að
setja hrærivél upp á pallinn og hræra steypuna á leiðinni frá
efnisnámunni að brúnni. Þetta íýrirkomulag breiddist svo út
um Bandaríkin. Steypustöðin í Reykjavík er ein elsta steypu-
stöðin í Evrópu. Hún var stofnuð 14 árum eftir að iýrsta steypu-
stöðin var stofnuð í Kaliforníu, og keypti stöðin tæki og bíla af
Bandaríkjaher. Steypustöðin var strax frá upphafi staðsett þar
sem nú er Malarhöfði í Reykjavík enda var efnisnámið þar
fyrstu árin. Þegar það þraut var fýrst leigt og svo keypt efnis-
nám á Esjubergi á Kjalarnesi. Það efni hefur reynst afar vel og
steypan úr því efni verið laus við alkalískemmdir.
ÍVÖ fyrirtæki SterlUISt Tvö fýrirtæki eru sterkust á steypu-
markaðnum á höfuðborgarsvæðinu í dag, Steypustöðin og
BM Vallá, en þetta eru jafnframt ein elstu fýrirtækin á þessu
sviði. Þriðja stöðin hefur skotið upp kollinum í uppsveiflu, alls
níu sinnum, en aldrei náð að festa sig í sessi. Almenna þró-
unin hefur verið í átt til samþjöppunar íýrirtækja í byggingar-
Valfells-bræður eiga Skeifuna 15 sf. þar sem Hagkaupsverslunin hefur verið til húsa í
áratugi, Vesturgarð hf. sem á og rekur fasteignina Kjörgarð, Faxafen 8 þar sem ýmis
fyrirtæki eru til húsa, og svo rúm 12 prósent í Smáralindinni. Valfells-fjölskyldurnar hafa
stundað verðbréfaviðskipti töluvert á síðustu árum og komið að ýmsum fyrirtækjum.
18