Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 60
Guðmundur Jónsson ásamt samstarfsfólki sínu. Þau eru arkitektarnir
Þórður Bryngeirsson, Ingar Svinerud ogAne Forfang.
Guðmundur Jónsson, arkitekt í Osló.
Guðmundur lýsir rekstri arkitektastofu sem lífsstíl.
Eigandinn er í vinnunni allan sólarhringinn - alltaf á þönum við að redda hlutunum.
Guðmundur hefur einnig getið sér orð fyrir að setja upp
sýningar. I Noregi eru þær orðnar 14 og flestar fastar. I Lille-
hammer eru til dæmis sýningar um sögu Noregs og um
vetrarólympíuleikana þar opnar almenningi allt árið.
Þjóðarathygli Mest orð fer þó af ferðamannamiðstöðvum
sem Guðmundur og hans fólk hefur hannað. Sonja Noregs-
drottning opnaði í sumar flölsóttustu miðstöð landins í
Geirangursfirði. Það var verk Guðmundar. Hann á líka þjóð-
garðsmiðstöðina á Harðangursöræfum og nú er verið að
reisa fyrsta stórhýsið af þremur í Rörvík í Norður-Þrænda-
lögum.
Upphaflega var Guðmundur fenginn til Rörvíkur að hanna
sjóminjasafn undir nafninu Norveg - og mótaði það í skipslíki.
Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra kastaði hornskríni
þess húss í sjóinn í sumar. Eftir að hönnun Norveg var lokið tók
Guðmundur að sér að bæta við skrifstofubyggingu undir nafa-
inu Systurskipið. Bygging þess húss er nú langt á veg komin.
Og hönnun hótels á sama stað er að ljúka. Þetta þrefalda verk-
ethi er hið stærsta sem Guðmundur hefur tekist á við.
Við hönnun sína lætur Guðmundur hugmyndafræðina og
notagildið ráða mestu. Hann hugsar minna um stílbrigði. í
Rörvík eru það tengslin við haf og útgerð sem ráða útlitinu.
Ferðamannamiðstöðin í Geirangursfirði er í spjótslíki - geir
þýðir spjót. Guðmundur byrjar venjulega á hugmynd sem
tengist sögu staðarins, náttúru eða nafni.
Skýjum Ofar rneð gín og tónik Verkin sem koma frá stofu
Guðmundar eru frumhönnuð af honum en hann hefur að
jafnaði haft þrjá til sex arkitekta sér til aðstoðar við fullvinnslu
verkanna. Sjálfur er hann mikið á ferðalögum. Hann fer á sex
vikna fresti til íslands og segir reyndar að sér láti best að
hanna hús á fartölvuna sína sitjandi í Flugleiðavél skýjum
ofar með gin og tónik sér við hlið!
Guðmundur er íslendingur sem náð hefur að byggja upp
eigin rekstur í öðru landi. Hann hefur fundið sinn kima í
húsagerðinni, og hefur náð að festa sig í sessi sem einn
fremsti hönnuður landsins á sínu sviði. Guðmundur leggur
þó áherslu á að þessi rekstur er fallvaltur. Bygging húsa er
mjög háð sveiflum í efnahagslífinu.
Guðmundur lýsir rekstri arkitektastofu sem lífsstíl. Eig-
andinn er í vinnunni allan sólarhringinn - alltaf á þönum við
að redda hlutunum.
Erlendar aðstæður Guðmundur segir að það skipti sig miklu
máli að fara reglulega til Islands enda sé hann íslendingur í
húð og hár. Kostirnir við að vinna í útlöndum eru þó þeir að
verkefnin eru fleiri og stærri, úrvalið meira og samkeppnin
frískari.
Okostirnir við að vinna í landi eins og Noregi er að skrif-
ræðið er oft þyngra í vöfum en á Islandi; afgreiðsla mála tekur
lengri tíma.
Og Guðmundur bendir á fleiri atriði. Norskt þjóðfélag er
einnig fastara í skorðum en íslenskt og skil milli þjóðfélags-
stétta skýrari.
„Ég á engar rætur í norsku samfélagi einfaldlega af því að
ég er „útlendingur". Hér skipta ljölskyldutengsl miklu máli.
Það skiptir öllu að hafa gengið í réttan menntaskóla og að
hafa alist upp í góðu hverfi - að þekkja rétta fólkið. Og að
stunda það sem í Ameríku kallast „networking" og felst í að
byggja upp persónuleg tengsl við rétt fólk í réttum stöðum.
Ég hef verið svolítið bláeygður á þessu sviði.“ S5
„Ég á engar rætur í norsku samfélagi einfaldlega af því að ég er „útlendingur“.
Hér skipta fjölskyldutengsl miklu máli. Það skiptir miklu máli að hafa gengið í réttan
menntaskóla og að þekkja rétta fólkið.“
60