Frjáls verslun - 01.10.2002, Blaðsíða 94
LÍFEYRIS iPARNAÐUR
Dæmi: Hjón hafa skipt með sér áunnum ellilífeyrisréttindum. Við andlát, t.d.
eiginkonu sem hefur lakari lífeyrisréttindi en eiginmaðurinn, getur
eiginmaðurinn borið skertan hlut, þ.e. minni ellilífeyri og slakari
makalífeyri. Þetta snýst hins vegar við ef eiginmaðurinn fellur fyrr frá.
Skiptingin skal aðeins taka til áunninna réttinda meðan hjú-
skapur, óvígð sambúð eða staðfest samvist hefur staðið eða mun
standa.
Skipting ellilífeyrisréttindanna getur verið með eftirfarandi
hætti:
• I fyrsta lagi er heimilt að skipta samtímagreiðslu ellilifeyris,
þ.e. þeim greiðslum sem nú fara fram.
• I öðru lagi er hægt að skipta áunnum ellilífeyrisréttindum.
• I þriðja lagi er um að ræða skiptingu þeirra ellilífeyrisrétt-
inda sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skipting-
una hefur verið gert.
- I ljós hefiir komið að hjón notfæra sér í litfum mæli skiptingu
lífeyrisréttinda sem heimiluð er samkvæmt ákvæðum áður-
nefndra laga frá 1997. Hvernig stendur á þvi?
„Það er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir því af hverju hjón
eða sambúðaraðilar notfæra sér ekki þann rétt að skipta ellilíf-
eyrisréttindum sínum. Skiptingin getur varðað ellilífeyrisréttindi
í nútíð, fortíð og framtíð. Ákvæði laganna eru nokkuð flókin og
ekki allt sem sýnist í þeim efnum og e.t.v. er upplýsingagjöf líf-
eyrissjóðanna ekki nægjanleg.
Þegar á annað borð er verið að skipta áunnum ellilífeyrisrétt-
indum, er algengast að hjón, sem eru að skilja, skipti ellilífeyris-
réttindum sínum sem áunnist hafa í hjúskap. Báðir aðilar þurfa
þó að samþykkja skiptinguna og er hún þá endanleg.
Almenna reglan er sú að hjón eða sambúðaraðilar eiga
hvorki að hagnast né tapa á því að skipta ellilífeyrisréttindum sín-
um. Við skiptingu áunninna ellilífeyrisréttinda ber þó að huga
vel að makalífeyrisréttindum beggja hjónanna.
Viðbótarlífeyrissparnaður
Dæmi:
Einstaklingur með 150.000 kr. á mánuði leggur til hliðar 4% í við-
bótarlífeyrisparnað eða 6.000 kr. á mánuði...
Hann fær strax 2.312 kr. sem lækkun á staðgreiðslu skatta vegna
skattfrestunar...
Til viðbótar greiðir síðan launagreiðandinn 2,4% af 150.000 kr.
mánaðarlaunum eða 3.600 kr. á mánuði...
Viðkomandi einstaklingur greiðir því í viðbótarlífeyrissparnað
3.688 kr. á mánuði [6.000 kr. - 2.312 kr.L.
En sú fjárhæð, sem færð er mánaðarlega inn á séreignarreikning
hans, getur hins vegar numið allt að 9.600 kr. Inneignin er
fjármagnstekju- og eignaskattsfrjáls en greiddur er tekjuskattur af
útborguninni...
Við andlát maka, t.d. eiginkonu, sem skipt hefur áunnum elli-
lífeyrisréttindum og hefur lakari lífeyrisréttindi en eiginmaður-
inn, getur eiginmaðurinn borið skertan hlut, þ.e. minni ellilifeyri
og slakari makalifeyri. Þetta snýst hins vegar við ef eiginmaður-
inn fellur fyrr frá. Þá fær konan betri ellilífeyrisréttindi og heldur
góðum makalífeyrisréttindum vegna fráfalls mannsins. Hér skal
áréttað að í þessu dæmi er gert ráð fyrir því að karlar ávinni sér
almennt betri lifeyrisréttindi en konur, en dæmið snýst við ef svo
er ekki.
Nauðsynlegt er því að huga vel að áunnum lífeyrisréttindum
beggja aðila við skiptingu ellilifeyrisréttindanna. Ekki er hægt að
skipta þegar áunnum ellilífeyrisréttindum, ef talið er að heilsufar
dragi úr lifslíkum sjóðfélaga."
Sameiginleg lífeyrisréttindi við skilnað Við tökum hér dæmi
um hjón sem eru 55 ára og að skilja, annar aðilinn er með líf-
eyrisréttindi hjá rikinu en hinn með bróðurpart lifeyrisréttind-
anna hjá séreignasjóði. Einnig ef annað hjóna deyr á undan
maka. Hvernig er farið með lífeyrisréttindi þeirra ef þau hafa
gert samning sín á milli? í þvi dæmi er skoðað tilvikið um 55 ára
hjónin. Ef sá sem deyr fýrr er með mikil lífeyrisréttindi hjá ríkinu
í sameignarsjóði - erfast þau réttindi án þess að um það hafi ver-
ið gerður sérstakur samningur? En ef sá sem deyr er með digr-
an séreignasjóð? Erfir makinn þá allan sjóðinn þótt gerður hafi
verið samningur þar um eða aðeins hluta af honum sem er tíl
skiptanna?
„Eingöngu er um að ræða skiptingu ellilifeyrisréttíndanna.
Hjónin halda áunnum örorku- og makalífeyrisréttíndum sínum,“
segir Hrafn. „Dæmið er hins vegar nokkuð snúið þegar kemur
að séreignarsjóðunum. Ef sjóðfélaginn sem á séreign og sem
hefúr skipt ellilífeyrisréttindum sínum, verður fyrir orkutapi eða
fellur frá, greiðist öll séreign hans út samkvæmt ákveðnum
reglum. I slíkum tilvikum flytjast ellilífeyrisréttindin ekki yfir til
makans. Að þessu þarf að huga sérstaklega.
Rétt er að ítreka að skiptíng ellilífeyrisréttinda milli hjóna er
Tíu ástæður fyrir viðbótarlífeyrissparnaði
1. ISgjöldin eru frádráttarbær frá tekjuskatti. (Tekjuskattinum
frestað.)
2. Allt að 2,4% mótframlag frá rtki og vinnuveitanda.
3. Séreign sem erfist.
4. Enginn fjármagnstekjuskattur.
5. Enginn eignaskattur.
6. Enginn erfðaskattur.
7. Ekki aðfararhæft við gjaldþrot.
8. Ekki áhrif til lækkunar vaxta- eða barnabóta.
9. Áhrifaríkur reglubundinn sparnaður.
10. Hægt er að hefja töku lífeyrisins við 60 ára aldur. (Tekju-
skatturinn er greiddur við útgreiðslu.)
94