Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 96

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 96
LÍFEYRISSPARNAÐUR Einyrkjar hafa meira frelsi Séreignalífeyrissjódurinn, sem rekinn er afBúnaðar- bankanum, tekur við 10% lágmarksiðgjaldi og skiptir pví í tryggingadeild og séreignadeild sjóðsins þannig að sjóðfélagar njóta kosta samtryggingar og séreignar. Efdr Isak Örn Sigurðsson Greinar og auglýsingar um viðbótarlífeyrissparnað lyrir laun- þega hafa verið nokkuð áberandi undanfarið. Aftur á móti hefur minna verið fiallað um þá valkosti sem sjálfstætt starf- andi einstaklingar (einyrkjar) hafa í lífeyrissparnaði,“ segir Arn- aldur Loftsson, framkvæmdastjóri Séreignalífeyrissjóðsins hjá Búnaðarbankanum. „Samkvæmt lögum ber öllum starfandi einstaklingum, þ.m.t. einyrkjum, að greiða 10% af iðgjaldsstofni í lífeyrissjóð en þeir hafa einnig frjálst val um að greiða viðbótariðgjald til lifeyris- sjóða, banka, verðbréfafyrirtækja eða líftryggingafélaga. Séreignalífeyríssjóðurinn hjá Búnaðarbankanum Einyrkjar hafa meira frelsi heldur en launþegar því þeir geta valið í hvaða lifeyrissjóð þeir greiða 10% lágmarksiðgjald af reiknuðu endur- gjaldi. Séreignalífeyrissjóðurinn, sem rekinn er af Búnaðarbank- anum, tekur við 10% lágmarksiðgjaldi og skiptir því í trygginga- deild og séreignadeild sjóðsins þannig að sjóðfélagar njóta kosta samtryggingar og séreignar. Tryggingadeildin greiðir sjóðfélög- um ellilífeyri frá 70 ára aldri til æviloka, örorkulífeyri við starfs- orkutap og maka- og barnalífeyri við fráfall. Inneign í séreigna- deildinni er eign sjóðfélaga sem erfist við fráfall og gefur þeim svigrúm til að minnka við sig eða hætta fyrr í starfi. Sjóðfélagar geta valið um fjórar mismunandi ávöxtunarleiðir sem hafa ólikar fjárfestingarstefnur og henta mismunandi aldurshópum. Viðbótarlífeyrissparnaður er ein hagstæðasta leiðin Frjáls við bótarlífeyrissparnaður er ein hagstæðasta sparnaðarleiðin sem völ er á. Einyrkjar geta greitt allt að 4% af reiknuðu endurgjaldi í viðbótarlífeyrissparnað og dregið þau frá reiknuðu endurgjaldi og þannig lækkað staðgreiðslu tekjuskatts. Til viðbótar við framlag einyrkja greiðir ríkið mótframlag sem nemur 10% af framlagi hans en að hámarki 0,4% af reiknuðu Arnaldur Loftsson, framkvœmdastjóri Séreignalífeyrissjóðsins hjá Búnaðarbankanum. endurgjaldi. Framlag ríkisins jafngildir 10% ávöxtun og er því einn aðalkostur þessa sparnaðarforms. Einyrkjar leggja mót- framlagið sjálfir út í hverjum mánuði eins og aðrir launagreið- endur en fá það endurgreitt með því að draga það frá trygginga- gjaldi desembermánaðar ár hvert (sjá töflu). Viðbótariðgjald umtrani 4,4% Einyrkjar geta jafnframt greitt reglulega viðbótariðgjald umfram 4,4% sem gjaldfærist í rekstri en myndar stofn til tryggingagjalds (sjá töflu). Með þessum hætti má lækka hagnað rekstrarins og þar með skatta við álagn- ingu í ágúst ár hvert. Um er að ræða skattfrestun því greiddur er tekjuskattur við útborgun sparnaðarins. Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir í Lífeyrisauka Búnaðarbankans Búnaðarbankinn býður upp á Jjölbreyttar fjárfestingarleiðir fyrir viðbótarlifeyrissparnað sem henta hveijum og einum. Hægt er að ávaxta iðgjöldin í ávöxtunarleiðum Séreignalifeyrissjóðsins, nokkrum af hlutabréfasjóðum bankans og á verðtryggðum inn- lánsreikningi, sem í desember 2002 gaf 6,5% verðtryggða vexti. Skattaleg meðferð lífeyrisiðgjalda hjá einyrkjum. Reiknað endurgjald Rekstrargjöld/Mótframlag 10% lágmarksiðgjald 4% iðgjald dregst frá reiknuðu endurgjaldí og lækkar staðgreiðslu tekjuskatts 6% gjaldfærist í rekstri og myndar stofn til trygginga- gjalds. 4,4% viðbótariðgjald 4% iðgjald dregst frá reiknuðu endurgjaldi og lækkar staðgreiðslu tekjuskatts 0,4% mótframlag kemur til lækkunar á tryggingagjaldi (mótframlag ríkisins) * Viðbótariðgjald umfram 4,4% Dregst ekki frá reiknuðu endurgjaldi. Gjaldfærist í rekstri og myndar stofn til tryggingagjalds. * 0,4% mótframlagið sem greitt hefur verið yfir árið er dregið frá því tryggingagjaldi sem greitt er fyrir desembermánuð. Ríkið greiðir því óbeint mótframlagið. Það borgar sig að byrja snemma Það er mikil- vægt að byija sparnaðinn sem fyrst því áhrif ávöxtunar aukast eftir þvi sem sparnaðartíminn lengist. Með því að hetja viðbótarlífeyríssparn- aðinn snemma hafa einyrkjar, eins og aðrir starfandi einstaklingar, svigrúm til að hætta í starfi eða minnka við sig fyrr en ella. Jafnframt aukast líkurnar á að þeir geti haldið sambæri- legum tekjum á fyrri hluta ellilífeyrisáranna og þeir voru með í starfi. Að halda sambærilegum tekjum á fyrri hluta ellilífeyrisáranna er mark- mið sem allir ættu að huga að snemma því erfitt getur verið að takast á við mikla tekjulækkun við starfslok,“ segir Airnaldur. SH 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.