Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 32

Frjáls verslun - 01.10.2002, Side 32
NÆRMYND ÞÚRÓLFUR GÍSLASON KflUPFÉLflGSSTJÓRI_ Hugmyndasmiðui Lítið ferfyrir Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, pó að hann sé áberandi maður í atvinnulifinu i Skagafirði og virkur innan Framsóknarflokksins á landsvísu. Þórólfur er stjórnarformaður Hesteyrar og VÍS og hefur byggt upp stórveldi í Skagafirði. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Lítið hefur farið fyrir Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, þó að hann sé áberandi í at- vinnulífmu í Skagafirði og virkur innan Framsóknar- flokksins. Þórólfur hefur nútímavætt KS og byggt upp sem stórveldi meðan systurfyrirtækin í landinu hafa „dag- að uppi og dáið,“ eins og Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra orðar það. Fyrirtækið hefur sterka stöðu í út- gerðinni í gegnum Fiskiðjuna Skagfirðing, mjólkurfram- leiðslan hefur verið styrkt og verið er að byggja upp kjöt- framleiðsluna. Þórólfur þykir góður rekstrarmaður enda hefur samstæðan skilað hagnaði frá því hann tók við 1988. Segja má að Þórólfur hafi hlotið landsfrægð á einni nóttu þegar honum skaut nýlega upp sem forystumanni Hest- eyrar í tengslum við valdabrölt í S-hópnum svokallaða og viðskipti með bréf í Keri, VIS og kaupin á Búnaðarbanka Islands. Þórólfur var og er talinn höfundur að þeirri leik- fléttu sem landsmenn urðu þá vitni að og því þótti hann forvitnilegur efniviður í nærmynd Frjálsrar verslunar að þessu sinni. Uppruni Þórólfur er fæddur 19. mars 1952 á Eskifirði og alinn upp á Reyðarfirði. Foreldrar hans eru Gísli Marinó Þórólfsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, og Þuríður O. Briem húsmóðir. Þau eru bæði látin. Þórólfur á þrjú systkini og eru þau öll mjög samstæð þó að aldursmunur sé mikill og þau hafi því ekki verið leikfélagar í æsku. Elst- ur er Kristinn Briem, skrifstofustjóri hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði, fæddur 1943. Sambýliskona hans er Guðlaug Guðmundsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Næstelst er Katrín Briem Gísla- dóttir húsmóðir, fædd 1945. Hún er gift Auðbergi Jóns- syni, héraðslækni á Egilsstöðum. Þau eiga fimm stráka. Yngst er Dagbjört Briem Gísladóttir, húsfreyja á Sléttu í Reyðarfirði, fædd 1957. Hún er gift Sigurði Baldurssyni bónda. Þau eiga tvö börn. Fjölskylda Þórólfur er kvæntur Andreu Dögg Björnsdótt- ur grunnskólakennara en þau kynntust þegar Þórólfur starf- aði sem kaupfélagsstjóri á Þórshöfn á áttunda áratugnum. Þórólfur Gíslason Fæddur: Menntun: Fyrsta starflð: Núverandi starf: Persóna: Gallar: Áhugamál: 19. mars 1952 á Eskifirði. Samvinnuskólapróf (1976). Síldarsöltun á Reyðarfirði 10-11 ára gamall. Kaupfélagsstjóri KS frá 1988. Dagfarsprúður, hægur og rólegur en lifir fyrir vinnuna og er flinkur rekstrarmaður. Duglegur í leikfléttum viðskiptalífsins og stjórnmálanna. Traustur vinur. Dulur, ráðríkur og talinn langrækinn. Vinnan, stjórnmál, lestur, útivera. Þórólfur hefur nútímavætt KS og byggt uþþ stórveldi í Skagafirði. Vel er látib afhonum sem stjórnanda. Hann þykir sérlega laginn í leikfléttum viðskiþtalífsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.