Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.02.2003, Qupperneq 45
YFIRHEYRSLA ÁSMUNDUR STEFÁNSSON vísi ferill til að leiða mál til lykta. Þetta getur orðið miklu erf- iðara. Viðfangsefni verkalýðshreyfingar og fyrirtækis eru gerólík. I grundvallaratriðum snýst vinnan þó um það að setja sér markmið og skipuleggja þá vinnu sem þarf til að mark- miðið náist. Það kallar á að maður geri ýmsa hluti sjálfur og nái fólki saman um að gera það sem þarf að gera. Að því leyt- inu er meginstofninn í verkefnunum sá sami þó að viðfangs- efnin séu ólík.“ - Islandsbanki hefur sýnt frábæra afkomu síðustu ár. Er engin eftírsjá í því að hafa yfirgefið þetta fyrirtæki? ,Jú. Islandsbanki er að mínu mati best rekna fyrirtækið á landinu. íslandsbanki hefur sterkt innra skipulag og hefur tekist vel að stilla saman aðhaldssemi í kostnaði og traustri markaðssetningu á sinni þjónustu. Eg starfaði þarna í rúm- lega átta ár og lærði mikið á þeim tíma. Eg kom þarna að vissu leyti inn í annan heim þó að ég þekkti töluvert til bankamála. Eg er menntaður hagfræðingur svo að ég var líka að nýta mínar tækniforsendur. Framkvæmdastjórahóp- urinn innan íslandsbanka er sterkur og millistjórnendur í bankanum eru mjög öflugir þannig að í heildina er Islands- banki sterkt, traust og framsækið fyrirtæki. I sjálfu sér fannst mér áhugavert að færa mig til og takast á við önnur verkefni. Hér er fámennt fyrirtæki með þrengra verksvið og hér er allt öðruvísi ákvarðanataka en í Islandsbanka. Mér fannst áhugavert að söðla um og prófa annað. En auðvitað gerist það með eftirsjá. Þegar maður er ánægður einhvers staðar og líður þar vel þá fer maður ekki út án þess að sjá pínulítið eftir því.“ - EFA og Þróunarfélag Islands hafa sameinast í Fram- tak íjár fe sti ngaban ka. Er áherslan að færast yfir í umbreytingastefnu? „Nafnabreytingunni er ætlað að endurspegla þær áherslur sem ný stjórn leggur í sinni stefnumótun. Markmiðið er að leggja meiri áherslu á umbreytingaverkefni, koma að félögum þar sem eigendaskipti eiga sér stað eða félög þurfa aukið fé vegna útrásar og innri endurskipulagningar. Þau verkefni eru mýmörg. Við höfum líka sett okkur það markmið að færa okkur til í vaxtarverkefnum, leggja minni áherslu á sprotaverkefni og koma frekar inn í fyrirtæki sem eru komin lengra á þroskabrautinni, þar sem farið er að styttast í tekjur og hagnað. Margar eignir hafa líka safnast í eignasafn þessara tveggja félaga. Töluverðu máli skiptir að fækka þeim þannig að við getum einbeitt okkur betur að þeim sem eftir eru.“ - Ætlið þið að halda útsölu? „Nei. Við getum alveg eins haft þessi félög á eignaskrá eins og að halda útsölu. En við munum leitast við að vinna úr eign- unum þannig að við getum fengið gott verð fyrir þær.“ - Þetta minnir svolítið á t.d. Gildingu. Eruð þið ekkert hræddir við að í þessu árferði núna geti þetta reynst svolítið erfitt? „Starf af þessu tagi er alltaf erfitt. í góðæri festa menn sig oft í einhverju sem er ekki gott þegar upp er staðið. Færa má rök fyrir því að rétti tíminn til að íjárfesta í fyrirtækjum sé þegar ró er komin yfir hlutina og ljóminn farinn að dofna. I svona fyrir- tæki skiptir máli að greina vel hvaða tækifæri og hvaða hættur eru í hverri ijárfestingu þannig að menn fari inn í fyrirtækin á réttum forsendum og leggi helst niður fyrir sér hvernig þeir ætla að fara út aftur. Málið snýst síðan um að fylgja verkefninu eftir þannig að góðar áætlanir verði góð framkvæmd. Miklu skiptir að við höfum meðal okkar starfsmanna menn með reynslu úr atvinnulífinu sem geta orðið liðtækir í þeim fyrir- tækjum sem við komum í. Við getum komið sem óháðir aðilar að fyrirtækjunum og haft þær skoðanir sem fyrirtækjunum eru nauðsynlegar til að þau hafi af þessu gagn. Auðvitað eru ýmis fyrirtæki sem hafa farið illa. Fyrir tveimur til þremur árum var allt fullt af peningum í landinu. Efnaðir einstaklingar, sem höfðu verið með sitt í ijölskyldufyrirtækjum, voru farnir að losa um þá. Það kom fram sterk ósk um að dreifa eigninni og fara inn á önnur svið. A sama tíma ríkti bjartsýni um fram- vindu óskráðra félaga og því var auðvelt að safna liði til ijárfest- inga. Síðan hefúr tvennt gerst. Mörg af þessum verkefnum hafa súrnað, þau hafa ekki skilað því sem vænst var og mörg þeirra hafa dottið upp fyrir. A sama tíma hefur gengið á fé ijár- festa og þeir hafa orðið stórum aðhaldssamari en áður. Viljinn til að taka áhættu er ekki til staðar á sama hátt og fyrir tveimur til þremur árum. Núna vilja menn sjá árangur. Þessi hringferð eða velta sem markaðurinn hefur farið í gegnum á síðustu árum þýðir að núna er tækifæri til að nýta ijármunina til gagns og uppbyggingar með því að ástunda fagleg vinnubrögð, vera með öfluga greiningu á möguleikum og hættum í hveiju ein- stöku verkefni og með því að fylgja verkefnunum eftir skipu- lega og faglega." - Hvenær fer Kaupás á markað? „Eg treysti mér ekki til að segja til um það. Þegar Jjárfestar keyptu ijölskylduna og KÁ út úr Kaupási árið 2000 höfðu þeir trú á að það væri auðvelt að skrá fyrirtækið á markað. Síðan hefur tvennt gerst. í fyrsta lagi hefur ýmislegt í rekstrinum reynst erfiðara en talið var. I öðru lagi hefur markaðurinn gjör- breyst þannig að engin forsenda er til að skrá fyrirtæki af þess- ari stærðargráðu. Það þarf meiri umsvif og lengri sögu. Við erum að vinna úr því verkefni sem Kaupás er. Fyrstu misserin eftír kaupin var viðfangsefnið að finna hvernig við komum félaginu á markað og hvernig við seljum aftur okkar hlut. Síðasta hálft annað árið höfum við unnið að endurskipulagn- ingu félagsins. Miklar breytingar hafa orðið í sijórnendahópi þess. Við höfum unnið mjög eindregið og einarðlega að innri uppbyggingu. Eg vonast til þess að við förum að sjá merki þess í afkomu félagsins. Við þurfum að sýna áþreifanlegan árangur áður en við getum farið að ræða um verðlagningu." SH 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.