Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 102

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 102
Gula Fyrsti bíllinn er mönnum gjarnan í fersku minni en þeir eru færri sem gera sér ferð til annarra landa til að leita að sams konar bíl, rúmum 40 árum seinna! Það gerði Omar Ragnarsson, sá kunni bifreiðaáhugamaður með meiru. Hann er nýlega búinn að eignast aftur sams konar bíl og hann átti sem unglingur, bíl sem þá var víðfrægur í Reykjavík og þó víðar væri leitað og gekk undir nafninu Gula hættan. „Bíllinn minn, NSU Prinz, var allra minnsti bill á Islandi og það voru aðeins tveir bílar fluttir inn af þessari tegund,“ segir Omar og andlitið á honum fer allt í hláturstellingar við minninguna. „Hann var skærgulur og Fálkinn flutti hann inn en þeir voru þá með umboð iýrir hjól frá þess- ari verksmiðju." Omar var svo heppinn að vinur hans einn, Skúli Olafsson, fann iýrir hann annan bíl eins í Smálöndunum í Svíþjóð iýrir tveimur árum. „Eg sótti hann þangað þegar ég var í Noregsferð fýrir sjónvarpsmynd sem ég var að gera og ók honum til Gautaborgar," segir Omar. „En ég ek honum bara 3 km hálfsmánaðarlega og þá verður að vera þurrt því ég tek enga áhættu með það að hann ryðgi. Eg er í öflugum félagsskap „Nusara" í Danmörku og fæ þaðan upplýs- ingar um viðhald ef þarf og draumurinn er að komast með bílinn þangað á stórmót“ Öflugur smábíll Þó að litli guli bíllinn, því Nusarinn var skærgulur að lit, væri svona smár, var hann knár og vélin í honum var ijórgengisvél með yfirliggjandi kambi, „eða alvöruvél," eins og Omar segir. „Þetta var mótorhjólavél, 30 hestöfl og raunar mjög öflug því hún var stærri en í Volksvagen sem þó var talsvert þyngri bíll og stærri. Þessi var aðeins 480 kg að þyngd og það kom sér stundum vel.“ Omar var 19 ára þegar hann keypti bíl- inn en hann sá hann hjá Haraldi í Fálkan- um sem hafði flutt inn tvo bíla, ók öðrum þeirra sjálfur og seldi frænda sínum hinn. Emil Grímson, forstjóri P. Samúelssonar: „Það er hins vegar algengur misskiln- ingur að með þessu sé nánast hverjum sem er gefið leyfi til að selja og þjón- usta bíla." Aukið frelsi til bílasölu Bifreiðaframleiðendur hafa valið mjög vandlega þá sem selja bíla þeirra og ekki leyft nema einum að hafa umboð jyrir hverja / tegund á Islandi. Það kann að breytast á næstunni. Fram til 30. september á síðasta ári var í gildi reglugerð um bílasölu sem veitti bílaframleiðendum vissa undanþágu frá fríverslunarákvæðum Evr- ópusambandsins. Reglugerðin var byggð á þeim grunni að ef sala bíla, við- hald þeirra og þjónusta væri gefin algerlega frjáls, gæti það leitt til verri þjón- ustu og stofnað öryggi vegfarenda í hættu. Við endurskoðun á þessari reglugerð taldi Evrópusambandið að þörf væri á meira frjálsræði og ákveðið var að setja nýja reglugerð sem tekur gildi 1. okt 2003.1 þeirri reglugerð er heimild framleiðanda til að stýra dreifikerfi sínu tak- mörkuð meir en áður. Markmiðið með þessari reglugerð er að gera Evrópu- svæðið allt að einu virku markaðssvæði og tryggja betri og ódýrari þjónustu til handa neytendum með aukinni samkeppni. Bætt VÍÖ Staðla „Þetta eru spennandi breytingar sem vonandi koma neyt- endum til góða,“ segir Ernil Grímsson, forstjóri P. Samúelssonar. „Það er hins vegar algengur misskilningur að með þessu sé nánast hveijum sem er gefið leyfi til að selja og þjónusta bíla. Framleiðendur geta kosið á milli tveggja megin„kerfa“, en langflestir fi-amleiðendur hafa valið „selective distribution" þar sem þeirn er heimilt að setja upp sína lágmarks gæðastaðla fyrir sölu og þjónustu í Evrópu. Dreifiaðila í hveiju landi fyrir sig er síðan heimilt að bæta ofan á þá staðla. Þetta er í raun mjög svipað núverandi kerfi nema framleiðandi getur ekki lengur krafið söluaðila að bjóða líka upp á þjónustu. Framleiðanda er ekki heldur lengur heimilt að kreijast sérhúsnæðis til sölu á sínu merki en getur krafist mjög skýrrar afmörkunar og staðla á því svæði sem hans bílar eru seldir á. Þessi atriði breyta reyndar litlu eða engu hér á landi þar sem flestir hafa lengi selt fleiri en eina tegund undir sama húsnæði með sama starfs- fólkinu. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur að söluaðilum verður heimilt að selja og auglýsa út fyrir sitt hefðbundna sölusvæði svo lengi sem hann getur tryggt þjónustu á viðkomandi svæði. Endanlega markmiðið er eftir sem áður það að neytandinn njóti breytinganna, fái aukinn aðgang að bílum og þjónustu við þá. Þetta ætti ennfremur að leiða til lægra verðs en ella og vonandi til aukinnar eftirspurnar líka.“ Sli 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.