Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 12

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 12
FRÉTTIR Skattlagning arðs á Norðurlöndunum amanburður á tekjuskatti fyrirtækja sýnir að hann er mun lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þar er hann á bilinu 28-30% en aðeins 18% hér. Sömuleiðis er ijármagnstekjuskattur einstaklinga mun hærri en hér á landi. I Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er hann 28-30% en í Danmörku fer hann stighækkandi á bilinu 28-43%. Hér á landi er hann hins vegar 10%. Við þennan samanburð þarf þó að hafa í huga að hér er lagður skattur á allar ijármagnstekjur en á Norðurlöndunum eru í gildi undanþágur og skattleysismörk sem jafna þennan mun að nokkru. Þegar litið er á skattlagningu arðs af innlendum fyrir- tækjum kemur í ljós að munur á arði eftir skatt milli Islands annars vegar og Finnlands og Noregs hins vegar er lítill en mun meiri gagnvart Danmörku og Svíþjóð. Þetta má sjá í töflu hér fyrir neðan þar sem borið er saman hvað verður um hagnað fyrirtækja þegar hann er skattlagður fyrst hjá fyrirtækinu sjálfur og síðan hjá hluthafanum. I öllum tilfellum er gert ráð fyrir að allur hagnaður eftir fyrirtækjaskatt sé greiddur út til hluthafa og hann síðan skattlagður hjá þeim sem fjármagnstekjur. A Islandi er lögum svo háttað að fyrst er tekjuskattur lögaðila 18% og eru þá 82% eftir af upphaflegum hagnaði fyrir skatt. Sé hagnaðurinn eftir skatt allur greiddur út er lagður 10% skattur á afganginn sem samsvarar 8,2% af upphaflegum hagnaði. Samtals nemur þá skatturinn 26,2% sem skilur 73,8% eftir í höndum hluthafans, borið saman við 71 og 72% í Finnlandi og Noregi, en 50,4% í Danmörku og Svíþjóð. SKATTLAGNING ARÐS AFINNLENDUM FYRIRTÆKJUM Danm. Finnl. Nor. Svíþj. fsl. Hagnaður fyrirtækis 100 100 100 100 100 Tekjuskattur á fyrirtækið -30 -99 -28 -28 -18 Útgreiddur arður 70 71 72 72 82 Skattur einstakl. af arði -19,B -20,6 -20,2 -21,6 8,2 Skattaafsláttur 0 20,B 20,2 0 0 Arður eftir skatt 50,4 71 72 50,4 73,8 Hér skal bent á að á hinum Norðurlöndunum er beitt reglu þar sem komist er hjá tvísköttun en hún er ekki fyrir hendi hér á landi. Svo dæmi sé tekið er lægsti ijármagns- tekjuskattur í Danmörku 28%. Við greiðslu tekjuskatts af arði er álagningin aðeins 19,6% því þá er búið að taka tillit til 30% greiðslu fyrirtækisins á skatti af hagnaði (28%* (1-0,3)=19,6%). YFIRLIT YFIR FJÁRMAGNSTEKJUSKATT 0G TEKJUSKATT FÉLAGA Fjármagnstekjuskattur Danm. Finnl. Nor. Svíþj. fsl. einstaklinga 28-43% 29% 28% 30% 10% Tekjuskattur félaga 30% 29% 28% 28% 18% Á heildina litið stendur ísland vel að vígi gagnvart hinum Norðurlöndunum. Tvísköttun arðs á Islandi gerir það þó að verkum að lítill munur er á skattlagningu flárfesta í innlendum félögum á Islandi annars vegar og í Finnlandi og Noregi hins vegar. Borið saman við Danmörku og Svíþjóð er munurinn hins vegar mun rneiri, Islandi í hag. Ofangreindar upplýsingar eru byggðar á samanburðar- rannsókn prófessors Evu Iiljeblom við Sænska Viðskipta- háskólann í Helsinki en hún flutti erindi um hana á ráðstefnu norska hagrannsóknaráðsins í Bergen í júní s.l. I rannsókn sinni ber hún saman Danmörku, Finnland, Noreg og Sviþjóð, en fjármálaráðuneytið hefur bætt við tölum um Island til samanburðar. SH Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins. Sjávarkjallarinn opnaður 0ýr veitingastaður hefur verið opnaður í hjarta Reykjavíkur. Staðurinn heitir Sjávarkjallar- inn og býður hann aðallega upp á ljúf- fengt sjávarfang eins og nafnið gefur til kynna. Staðurinn er í eigu Agústs Reynissonar framkvæmdastjóra og veitingastaðanna Victors, Tapasbars- ins og Lækjarbrekku. SU Stjórnarkonur FKA létu sig ekki vanta þegar nýi sjávar- réttastaðurinn var opnaður. Þetta eru þær Katrín S. Óladóttir formaður, Hildur Petersen varaformaður, Aðal- heiður Karlsdóttir, kaup- maður í Englabörnum, Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex, og Margrét Kristmanns- dóttir ritari. sU ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Borgartúni 31 - 105 Reykjavík Sími 530 2400 - Fax 530 2401 oi(®oi.is - www.oi.is Heimagæsla www.oi.is öryggi 12

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.