Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 66
iHaustið er tíminn frrir nV g'eraugu
Létt sem loft
ÞeirKjartan Kristjánsson ogPétur Christiansen sjón-
tœkjajrœdingar hafa sl. 10 ár haft heimsins léttustu
umgjardir á boöstólum, en þeir reka gleraugnaversl-
anirnar Optical Studio, sem er i Smáralind ogLeijsstöð,
Gleraugnaverslun Keflavíkur, Gleraugnaverslun Suður-
lands og Gleraugnaverslunina í Mjódd í Reykjavík.
Eins og í liverju öðru ævintýri mætti
byrja sögu Poul-Jorn Lindberg
með því að segja: Einu sinni var...
...lítill drengur sem bjó í Árósum,
minnstu borg heims, og eins og allir
aðrir drengir á hans aldri, hugleiddi
hann hvað hann vildi verða þegar
hann yrði stór. Draumurinn var að
verða múrari sem byggði kastala og
risastóra herragarða en móðir hans,
skynsöm kona og hagsýn, var á öðru
máli. Sonurinn skyldi ekki eyða lífinu
í að klífa stillansa og hálfkláraðar
byggingar og hætta með því lífi og
limum.
„Þú skalt verða sjónfræðingur, í því
fagi liggur framtíðin," sagði hún með áherslu og sonurinn,
sem var þægilegt barn og hlýðið, gerði eins og mamma
sagði.
Hann flutti til kóngsins Kaupmannahafnar í leit að
frægð og frama eftir námið og kynntist konu sinni, Hönnu,
sem hann átti með tvö börn, þau Henrik og Pernillu.
Þar sem Poul-Jorn var félagslyndur maður tók hann
virkan þátt í félagslífi borgarinnar skemmtilegu og
kynntist mörgum. Hann hafði gaman af því að hugsa og
velta hlutunum fyrir sér og ein áleitin spurning kom sífellt
upp í huga hans: Mannfólkið er sitt með hverju mótinu og
engir tveir eru eins. Hvers vegna eru þá gleraugu nær öll
steypt í sama mótið? Og af hverju eru þau svona þung og
þykk þegar ljóst er að nef manna og eyru eru ekki gerð
fyrir þessi þyngsli?
Spurningin rak hann áfram við að rannsaka ýmsar tegundir
víra og mörg kvöldin og helgarnar fóru í rannsóknarvinnu.
Þeir sem hann talaði við máttu eiga von á því að í stað kveðju
eða þess að taka undir það sem sagt var, ræki hann nýjustu
afurðina framan í viðmælanda sinn og heimtaði álit. Honum
fannst ekkert merkilegra en þessar uppgötvanir sínar og
hafði ráðið sér aðstoðarmann sem á stundum hefur senni-
66
Poul-Jorn Lindberg - upphafs-
maður Lindbergumgjarðanna.
lega haldið húsbónda sinn
fara offari.
Smátt og smátt kom fram
ákveðin mynd og ný umgjörð
fæddist. Poul-Jorn heyrði um málm sem væri engu líkur -
titaníum - og hann ákvað að verða sér út um hann. Það reyndist
þó ekki auðvelt því títaníum var aðeins framleitt í rörum og
blöðum fyrir eldflaugaiðnaðinn. Það stoppaði ekki Poul-Jorn
sem fór til Ameríku og kom aftur með titaníumvír sem framleið-
andi hafði tekið að sér að útvega.
Títaníum er mjög sérstakur málmur og lifir nær sjálfstæðu lifi.
Það er erfitt að móta hann því hann færist undan og lætur ekki
að stjórn. Með aðstoð hönnuðarins Hans
Dissing tókst Poul-Jorn að búa til tæki sem
nota mætti við vinnuna og eftir um það bil
árs vinnu tókst þeim í sameiningu að búa til
h | fyrstu AIR titaníumumgjörðina.
L
11
n
2*
Á meðan á þessu stóð sá Hanna, kona Poul-
Jorn, um heimili, börn og tjármálin og mátti
hafa sig alla við að svara fyrirspurnum,
bægja frá skuldheimtumönnum og útvega
fé til tilraunanna.
Börnin stækkuðu og sonurinn, Henrik
Iindberg, ákvað að hann hefði engan áhuga
á því sem faðir hans væri að gera og vildi
læra arkitektúr. Smátt og smátt jókst þó
áhugi hans á umgjarðasmíðinni og þegar
saman kom gott auga hans fyrir hönnun og frábærar hug-
myndir Poul-Jorns, urðu til margar góðar umgjarðir. Því miður
voru sjóntækjafræðingarnir, sem þeir sýndu umgjarðirnar, ekki
upprithir yfir hugmyndinni og töldu umaarðirnar of ólíkar öUu
öðru til að fólk vildi þær. Allir nema einn, sem tók þær í sölu og
umtalið fór eins og eldur í sinu um borgina.
„Það er eitthvað stórmerkilegt við þessar umgjarðir," sagði
fólk og listamaðurinn Per Arnoldi ákvað að kanna málið. Hann
féll fyrir því sem hann sá og bauð Poul-Jorn í sjónvarpsþátt sem
hét: ,Af hveiju Ktur það svona út?“ árið 1987. Frá þeirri stundu
hafa umgjarðir Lindbergs farið sigurför um heiminn og hvar
sem þær hafa verið kynntar hafa þær slegið í gegn.
Nú vinna hjá fyrirtækinu rúmlega 350 manns og viðskipta-
vinir um allan heim eru yfir 7000. Umgjarðirnar eru svo léttar
að þær vega aðeins frá 1,7 og upp í 3 grömm. Það er næstum
því ómögulegt að skemma þær og þess vegna henta þær
börnum ákaflega vel. Þar á ofan fylgir þeim 3 ára ábyrgð en það
er einstakt í þessum geira.
Áfallegri heimasíðu Iindberg: www.lindberg.com er að finna
frekari upplýsingar um þessar frábæru umgjarðir en þess má ef
til vill geta að Undbergumgjarðirnar eru, ásamt Legókubbum,
stolt danskrar hönnunar og hugvits. 33