Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 35
GESTAPENNI UIVl FJÁRMÁL Ætla má að erlendir fjárfestar hafi keypt íslensk skuldabréf fyrir a.m.k. 60 milljarða króna á síðustu tveimur árum og eigi nú allt að 20% af heildarútgáfu ríkistryggðra skuldabréfa. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, fjallar um lækkun vaxta á Islandi og segir engan vafa leika á því aö innkoma erlendra jjárfesta eigi einn stærsta þáttinn í því ab vextir hafi lœkkað á síbustu misserum. Efdr Siguijón Þ. Arnason Mynd: Geir Olafsson Véxtir á Islandi hafa löngum verið töluvert hærri en í nágrannalöndunum. Vaxtamunur í dag er í kringum 3% hvort sem litið er á óverðtryggða skammtíma- eða lang- tímavexti. Á mælikvarða stýrivaxta Seðlabankans hér heima og seðlabanka viðskiptalandanna fór vaxtamunur hæst í rúm 7% á seinni hluta ársins 2001, en var á tímabilinu frá 1994 til 1996 tölu- vert undir því sem hann er í dag. Vaxtamunur á milli landa Þegar ríkisskuldabréf eru borin sam- an á miiii landa kemur einnig í ljós mikill vaxtamunur. Fjárfestar kreflast í dag 7,25% vaxta af óverðtryggðum skuldabréfum sem íslenska ríkið gefur út í íslenskum krónum til 10 ára, en aðeins 4,6% vaxta af sambærilegum skuldabréfum í Bandaríkjunum og 4,2% af skuldabréfum á evrópska myntsvæðinu. Þessi mikli vaxtamunur er nátengdur íslensku krónunni, en það sést best á því að þegar íslenska ríkið tekur lán í útlöndum, og þá í erlendri mynt, eru lánskjörin mun betri en hér heima og vaxtamunur á þann mælikvarða langt innan við 1%. Þetta þekkja íslensk fyrirtæki einnig vel. Ef þau ráðast í erlenda lántöku þá eru vaxtakjörin allt önnur og lægri en þeim býðst í íslenskum krónum. Erlendri lántöku fylgir hins vegar áhætta vegna óstöðugs gengis íslensku krónunnar, sem getur reynst kostn- aðarsamt á stundum. Opnun íslensha fjármagnsmarkaðarins Þráiát verðbóiga, póii- tísk afskipti og smæð gjaldeyrismarkaðarins hefur gert það að verkum að íslenskur Jjármagnsmarkaður þróaðist á margan hátt með öðrum hætti en meðal annarra vestrænna ríkja. Mark- aðurinn hefur enn í dag ýmis einkenni sem eru sérstök í alþjóð- legum samanburði. Víðtæk verðtrygging, mjög nýleg einka- væðing bankanna og ríkisrekstur almenna húsnæðislánakerfis- ins eru meðal þessara einkenna. I kjölfar inngöngu Islands í Evrópska efnahagssvæðið (EES) voru Jjármagnshreyfingar í íyrsta sinn frá því Jýrir 1920 gerðar frjálsar á milli Islands og annarra landa. Innlend löggjöf um fjár- rnagnsmarkaðinn var löguð að löggjöf Evrópusambandsins og í dag er grunngerð innlenda markaðarins með því þesta sem þekkist meðal vestrænna ríkja hvað varðar lagalegt umhverfi. Almennt gildir að opnun Jjármagnsmarkaða leiðir til þess að fjármagn flæðir frá löndum með lága vexti yfir til landa með háa vexti, þannig að vaxtastig leitar jafnvægis á svæðinu öllu. Eins og við var að þúast lækkuðu markaðsvextir mikið í kjölfar aðildar Islands að EES. Ávöxtunarkrafa 25 ára húsbréfa lækkaði t.d. um 1,5 prósentustig á tveimur árum, úr 5,8% í janúar 1997 í 4,3% í febrúar 1999. Þessi þróun var þó ekki viðvarandi. Vaxta- lækkunin gekk öll til baka og meira til. Skýringin á þessu liggur í því að vaxtalækkunin átti ekki rætur sínar að rekja til komu erlendra Jjárfesta á innlendan flármagnsmarkað. Opnun flár- magnsmarkaða var að mestu leyti einhliða. I h'austi fastgengis- stefnu Seðlabanka Islands nýttu innlendir aðilar sér aukinn aðgang að ódýru eriendu lánsfé og fé flæddi inn í landið. Erlendir Jjárfestar létu hins vegar ekki á sér kræla og þvi þarst áhættufé ekki að utan nema þá óbeint í gegnum bankakerfið með erlendri lántöku þess sem endurlánaði féð til innlendra aðila. Mikið innflæði Jjár og væntingar innlendra Jjárfesta um stöðugt gengi krónunnar og varanlega vaxtalækkun í tengslum við aðild íslands að EES mögnuðu því upp áhrif efnahagslegs stöðugleika, lítillar verðbréfaútgáfu og stóraukins ráðstöfunar- flár lífeyrissjóðanna. Þegar ofþenslu varð vart með tilheyrandi verðbólgu og hækkun stýrivaxta, samhliða stórauknum erlendum flárfest- ingum lífeyrissjóðanna á árunum 2000-2001, tóku innlendir markaðsvextir að hækka að nýju. Vextir fóru síðan á flug, þegar bankarnir sögðu upp einhliða viðskiptavakt með bréfin í maí 2000 vegna erfiðra markaðsaðstæðna, og seljanleiki bréfanna nánast hvarf á einni nóttu. Drif kraftar vaxtalækkunarinnar nú aðrir en 1998 Frá því í apríi 2002 hefur ávöxtunarkrafa 25 ára húsbréfa aftur lækkað um 1,5 prósentustig í 4,4% og er því nálægt lægsta gildi áranna 1998- 1999 sem var 4,3%. Lækkunin nú gerist hins vegar í umhverfi sem er mjög ólikt því sem var og því er vaxtalækkunin nú í grundvallaratriðum ólik þeirri Jyrri. Stærsta breytingin er án efa sú að með árangursríkri sölu- herferð hefur innlendum flármálastofnunum tekist að koma íslenskum skuldabréfum á kortið erlendis sem fysilegum Jjár- festingarkosti. Ætla má að erlendir flárfestar hafi keypt íslensk skuldabréf fyrir a.m.k. 60 ínilljarða króna á síðustu tveimur árum og eigi nú allt að 20% af heildarútgáfu ríkistryggðra skuldabréfa. Lífeyris- sjóðirnir eru þvi ekki lengur einu endakaupendurnir og markaðurinn því ekki jafn einsleitur og áður. Það er engin 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.