Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 86
VÍNPISTILL SIGMflRS B. ASTRÖLSK VÍN
Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að
taka þátt í smökkun á áströlskum vín-
tegundum í London. Það eru líklegast
um 10 ár síðan, ástralskt vín var þá ekki
orðið eins vinsælt og þekkt og síðar varð.
Þessi vínkynning og smökkun var síðdegis á
fimmtudegi. Efdr vínsmökkunina var okkur
nokkrum boðið til kvöldverðar í sendiráði
Astrala. Það er tvennt sem mér er minnis-
stætt frá þessum degi. Annað er að við upp-
götvuðum nýjan vínheim, nýjar víntegundir
sem voru í háum gæðaflokki og með sterk
séreinkenni á frábæru verði. Hitt var að þarna
hitti ég vínbóndann Peter Lehmann. Ég segi
vínbóndann því hann minnti mig á íslenskan
bónda; góðlátlegur karl, hreinn og beinn, laus
við aflt snobb og tilgerð.
Peter Lehmann, baróninn frá Barossa
Upp úr 1900 fóru þýskir innflytjend-
ur að streyma til Barossa og fóru
þeir að rækta þýskættaða vínviði, -
aðallega Riesling. í Barossasýslu
er til nokkuð af 100 ára gömlum
vínviði og nokkrir vínviðir sem eru
150 ára gamlir. Það má því segja að
á ástralskan mælikvarða sé löng
víngerðarhefð í Barossa.
I dag eru til sex kynslóðir vín-
ræktenda og á svæðinu eru nú
500 aðilar sem framleiða vínþrúg-
ur og 53 víngerðarhús eða vin-
framleiðendur. Barossa-vínið eru
kröftugt og ávaxtaríkt. Syrah
þrúgan, sem Ástralir nefna Shir-
az, dalhar einkar vel í Barossa-
Baróninn af Barossa
ÁStralía Vínin frá Ástraliu gjörbreyttu vín-
heiminum. Fram að níunda áratugnum má
segja að vínheimurinn hafi verið Frakkland
og Italía. Vissulega koma áhugaverð vín frá
Bandaríkjunum og Spáni en vægi þeirra var
lítið. Vín hefur þó verið framleitt í Ástralíu í
200 ár. Ástralir hafa þó lengst af verið bjór-
svelgir. Framan af var léttvínsneysla þar lítil.
Eftir heimstyrjöldina síðari flutti mikill Jjöldi
fólks frá Mið- og Suður-Evrópu til Ástraliu. Þetta fólk flutti
einnig með sér ákveðinn lífsstíl, þar sem vín var snar þáttur í
daglegri neyslu þess. Ástralir fóru því að framleiða meira af víni
en áður hafði tíðkast.
Byggð voru vingerðarhús þar sem nýjasta tækni frá Evrópu
og Bandaríkjunum var sameinuð. Nýjar tegundir vínviðar voru
fluttar inn til Ástralíu og kynbættai'. Ástralir ákváðu að fara sínar
eigin leiðir í víngerðinni, ekki herma eftir evrópskum hefðum. í
ljós kom að víða í Ástraliu eru frábær skflyrði til vínræktar.
Á níunda áratugnum fór svo ástralska vínið að streyma inn á
markaðinn. Gæði þess voru mikil og það sem ekki var síður
mikilvægt, þá var það einstaklega ódýrt. Segja má að það hafi
orðið sprengja í vínheiminum. Ástralskar vintegundir urðu fljótt
óhemju vinsælar, einkum í Skandinaviu og í Englandi og síðar í
Bandaríkjunum og Asíu.
Víngerð Ástrala er í stöðugri framför. Eitt af einkennum
ástralska viniðnaðarins er að flögur stór týrirtæki framleiða 70%
alls víns sem framleitt er í landinu. Búast má við að minni fram-
leiðendur muni á næstu árum láta meira frá sér heyra og enn
flölbreyttari flóra ástralsks víns muni koma á markaðinn.
Barossa Barossa Valley í Suður-Ástralíu er miðstöð vínfram-
leiðslu landsins. Evrópskir innflytjendur settust þar að upp úr
1830 og hófu þeir nánast strax að framleiða vín til eigin nota.
dalnum og er Shiraz vínið þaðan með því
besta í heiminum.
Peter Lehmann Peter Lehmann er sonur
sveitarinnar ef svo má að orði komast. Fjöl-
skylda hans hefur búið í Barossa í fimm
ættliði. Peter fæddist 1930 og er prestssonur.
Eins og margir íbúar Barossa er Peter af
þýskum ættum. Ungur fékk hann áhuga á vín-
gerð og aðeins 17 ára gamafl var hann farinn að starfa í grein-
inni. Hann þótti fljótt efnilegur og meðal starfa hans var að
kaupa vínþrúgur af bændunum. Hann þótti naskur á gæði og
átti auðvelt með að semja við bændurna. Árið 1979 stofnaði
hann svo sitt eigið íýrirtæki með dyggri aðstoð góðra vina og þá
ekki síst bændanna, sem hann hafði árum saman keypt vín-
þrúgur af. Bændurnir treystu honum og vissu að hann var góð-
ur fagmaður.
Fyrirtækið framleiðir nú um eina milljón kassa af víni á ári,
eða um 12 milljónir flaskna. Til þess að gera allt þetta vín þarf
15.000 tonn af vínþrúgum. Vinsældir vínsins frá Peter Lehmann
aukast stöðugt og er nú selt til 16 landa. Honum hefur tekist,
umfram allt, að gera úrvalsvín á góðu verði, - það er galdurinn.
GOtt Úrval Víngerðaríýrirtæki Peter Lehmann framleiðir
einnig vín úr þrúgum frá öðrum héruðum en Barossa. Þægilegt
hvítvín á góðu verði er Peter Lehmann Clancy's á kr. 1.440.
Frá Barossa kemur hins vegar Peter Lehmann
Chardonnay á kr. 1.490. Þetta er ávaxtaríkur Chardonnay
með mildu eikarbragði og þægilegu bragði af melónu og epli;
einnig kemur fram smjörbragð. Ljómandi vín með kjöti lýrir þá
sem kjósa hvítvín með mat. Þetta er einnig rétta vínið með
góðum mygluostum. Peter Lehmann Semillon er aldeilis
ljómandi vín, frískandi en þurrt eftirbragð. Af víninu er ljúft
Þarna hitti ég vínbóndann Peter
Lehmann. Hann er sonur sveitar-
innar. Eg segi vínbóndann því
hann minnti mig á íslenskan
bónda; góðlátlegur karl, hreinn og
beinn, laus við allt snobb og tilgerð.
Eftir Sigmar B. Hauksson
86