Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 32

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 32
Guðmundur Kjærnested skipherra. Eigendur Ekki hefur verið mikið gefið upp um eignarhaldið á TransAtlantic Lines og Adantsskipum. Þó er ljóst að í upphafi áttu Brandon og Guðmundur bandaríska félagið til helminga en síðan hefur það breyst, bandarísku Ijárfcstarnir American Automar komið inn og farið út aftur. í kringum árið 2000 átti Brandon 50%, Guðmundur 49% og faðir hans, Símon Kjærnested, lögg. endursk., 1% í Atíants- skipum. í Atlantsolíu er skiptingin líklega aðeins öðruvísi og hluthafarnir fleiri, m.a. Stefán Kjærne- sted. Bandaríska félagið American Automar er komið út úr félögum Guðmundar og Brandons, skv. heimildum Fijálsrar verslunar. Hli Fyrirhugað er að opna sjálfsafgreiðslubensínstöð á athafna- svæði Atlantsolíu í Hafnarfirði innan nokkurra mánaða, þá fyrstu af tíu. séð um íslandssiglingar skv. samningi fyrirtækisins um flutn- ing fyrir bandaríska herinn. Guðmundur hætti hjá Van Ommeren í ársbyrjun 1998 og tók Atiantsskip skömmu síðar þátt í útboði um siglingarnar en fékk þær þó ekki fyrr en haustið 1999. Þetta gekk ekki þrautalaust fyrir sig, m.a. vegna þess að keppinautar Atlantsskipa, og þá ekki síst Van Ommeren, gagnrýndu það harðlega og héldu t.d. fram að fyrirtækið hefði ekki tiltækt skip til siglinganna strax frá upp- hafi og að skipakostur þess væri vanbúinn í siglingu yfir Norður-Atlantshafið að vetri. Þegar samningurinn um frakt- siglingarnar fyrir herinn var í höfn, eða svo gott sem, var því áfrýjað til Ríkisendurskoðunar Bandaríkjanna og síðan til áfrýjunardómstóls þar í landi og loks féll dómur Atlants- skipum í vil um áramótin 1999-2000. Fyrirtæki Guðmundar og Brandons voru þá með alla flutninga fyrir herinn milli Islands og Norður-Ameríku. TransAtlantic Lines höfðu samið um bandaríska hlutann, 35 prósent flutninganna, og Atlants- skip þann íslenska, eða 65 prósent. Félögin sjá í dag einnig um vöruflutninga milli Bandaríkjanna og Kúbu. TÍU bensínstöðvar Hávær gagnrýni var á Guðmund og fyrir- tæki hans í ijölmiðlum á þessum tíma. Guðmundur lýsti því í blaðaviðtölum að markvisst væri unnið gegn fyrirtækinu, m.a. af hálfu íslenska utanríkisráðuneytisins og að íslensk stjórnvöld hygluðu Eimskipum. Má segja að sár tónn hafi verið í forsvarsmönnum Van Ommeren en fyrirtækið hafði m.a. kostað Guðmund til MBA-námsins. Atlantsskip og TransAtiantic Lines voru talin hafa boðið mjög lágt verð í siglingarnar og bjuggust ýmsir við að Atíantsskip yrði fljót- lega gjaldþrota. Það gerðist ekki. Þá hefur Atlantsskip verið harkalega gagnrýnt af Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir að sniðganga „eðlilega þátttöku í samfélaginu“ eins og hann hefur orðað það. Jónas hefur líkt stefnu Atlantsskipa gagnvart sjómönnum við þræla- hald þar sem félagið hafi eingöngu erlenda sjómenn í starfi, „illa haldna erlendra sjómenn í ríkjum þar sem er skortur á mat og öðrum nauðsynjum" og þessum sjómönnum hafi verið borgað langtum minna en starfsbræðrum þeirra frá öðrum löndum. Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá Atlantsskipum. Fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði við Kópavogshöfn í ársbyrjun og þá hefur fyrirtækið Atlantsolía, sem er einkum í eigu þeirra Brandons Rose og Guðmundar Kjærnested og ljölskyldna þeirra, hafið olíusölu til stórnotenda. Fyrirhugað er að opna tíu bensínstöðvar með sjálfsafgreiðslu á næstu misserum og er stefnt að því að sú fyrsta verði opnuð við olíu- tankana við Hvaleyrarholt innan tveggja mánaða. Talið er að þessi ijárfesting kosti um 300 milljónir króna og að hún komi að mestum hluta úr vasa Brandon Rose og fjölskyldu. Draumurinn er að ná tíu prósenta markaðshlutdeild og til þess að hann verði að veruleika er meiningin að hafa kostnað- inn í lágmarki og selja lítrann krónu ódýrar en keppi- nautarnir. Arsvelta Atlantsskipa og TransAtlantic Lines er um 20 milljónir Bandaríkjadollara eða um 1,6 milljarðar króna. Stefán Kjærnested, fráfarandi framkvæmdastjóri Atiants- skipa, hefur látið hafa eftir sér að fyrirtækið hafi skilað hagn- aði síðustu ár. Rétt er að geta þess að ítrekað var óskað eftir viðtali við Guð- mund Kjærnested, stjórnarformann Atiantsskipa, við vinnslu þessarar greinar en Guðmundur hafnaði því algjörlega að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Hl] 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.