Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 54
Eigum við að segja 1500 og málið er dautt? Mynd: Gary Wake Sveppi og Eiður Enski boltinn nýtur vinsœlda hér á landi sem annars staðar og með tilkomu sjónvarpsútsendinga hefur hann færst heim í stofur landsmanna. Arlega setja Norðurljós af stað herferð til að kynna enska boltann og auka áhorfið. Efdr Vigdísi Stefánsdóttur Víð reynum að gera eitthvað skemmtilegt á hveiju ári,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Norðurljósum. „í sumar fengum við þá hugmynd að nýta Eið Smára og Sveppa til að kynna boltann að þessu sinni. Eiður er jú þátttakandi og þar að auki öllum kunnur en hann hefur hins vegar aldrei viljað taka þátt í auglýsingum og það tók okkur talsverðan tíma að sannfæra hann og semja við hann en tókst að lokum.“ „Auglýsingastofan okkar, „Gott fólk“, hafði kynnt fyrir okkur hugmyndir að herferð íýrir enska boltann en á þeim tímapunkti vissum við ekki að möguleiki væri að fá Eið Smára og Sveppa í lið með okkur. Þegar það varð ljóst var ákveðið að skrifa ný handrit að auglýsingunum með þessa tvo í huga,“ útskýrir Pálmi. Það er þó ekki Eiður Smári sem er í aðalhlutverki í smáþátt- unum sex sem kynna enska boltann heldur er það æskuvinur hans, Sverrir Sverrisson eða Sveppi eins og hann er kallaður. Samspilið rnilli þeirra félaga er gott og greinilegt að þeim líður vel í návist hvors annars og tilsvörin þannig að ljóst er að ekki hafa þau öll verið skrifuð af handritshöfundum heldur koma þau beint frá hjartanu. Hjá Góðu fólki var það Gary Wake sem hafði umsjón með gerð stuttmyndanna ásamt Ragnari Árnasyni. „Við vissum að það yrði erfitt að skrifa handrit fyrir Eið Smára og Sveppa og halda okkur við þau,“ segir Gary. „Þar af leiðandi skrifuðum við handritin út frá persónum þeirra og vin- skap. Skrifuð voru stutt handrit í heimildarmyndarformi með söguþræði sem gengur í gegnum allar auglýsingarnar. Hug- myndirnar að handritunum fólust í því að draga upp húmoríska mynd af öllu sem snýr að því að ná góðum árangri í íþróttum yfir höfuð. Við Raggi þurftum að vinna þetta hratt og vorum með ákveðnar hugmyndir um það hvernig hver taka yrði en um leið var það ljóst að þó svo staðsetning og heildarhugmynd stæðist, myndu textar og atriði breytast nokkuð. Hinsvegar eru þeir svo góðir saman að þetta gekk eins og smurð vél og tilsvörin greini- lega eitthvað sem kom beint frá strákunum.“ Þar sem litill tími var til stefnu þurfti að hraða tökum og tóku heildartökur ekki nema 6 klst. „Við vorum að grínast með það að samningarnir við Eið Smára höfðu tekið 6 vikur en svo var þetta ekki nema 6 klst. vinna," segir Pálmi. „En auðvitað var búið að liggja yfir textum og undirbúningi, annars hefði þetta heldur ekki tekist svona vel.“ „Funky chicken" Frasar og hreyfingar úr auglýsingunum fara eins og eldur um sinu meðal manna. Á nýliðinni verslunar- 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.