Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 58
‘SWíimXL'1
öi fis.
:
„Eftir
viðamiklar
kannanir og
samtöl við
viðskiptavini
okkar höfum
við hannað
nýtt og afar
notendavænt
umhverfi,"
segir Bjarni
Ármannsson,
forstjóri
íslandsbanka.
nyjungar I
]JrJjjbíJjjfejjjjí)jJIJ£jÍJiJ ÍJÚY íjÚYmlÚ
- nýr og öflugri Fyrirtækjabanki íslandsbanka
á Netinu hefur hlotið góðar viðtökur
Islandsbanki hefur opna3 nýja og fullkomnari netþjónustu fyrir fyrir-
tæki þar sem boðið er upp á fjölmargar nýjungar sem byggðar hafa
verið á óskum og þörfum fyrirtækja í viðskiptum við bankann. Meðal
nýjunga í Fyrirtækjabankanum er fullkomin aðgangsstýring, bætt
umsýsla erlendra greiðslna og öflug áhættu- og skuldastýring.
Fjöldi nýjunga
„Við erum afar ánægð með þær jákvæðu við-
tökur sem nýi Fyrirtækjabankinn hefur fengið
hjá viðskiptavinum okkar, enda hefur íslands-
banki um árabil lagt áherslu á að vera í farar-
broddi í beinlínuþjónustu við einstaklinga og
fyrirtæki," segir Bjami Ármannsson, forstjóri
íslandsbanka. „Eftir viðamiklar kannanir og
samtöl við viðskiptavini okkar höfum við
hannað nýtt og afar notendavænt umhverfi
og aukið verulega þjónustu á öllum sviðum
bankaþjónustu á Netinu."
Meðal þess sem boðið er upp á í
Fyrirtækjabanka íslandsbanka:
• Greiðslukerfi
• Erlendar greiðslur
• Innheimtukerfi
• Áhættu- og skuldastýring
• Verðbréfaviðskipti
• Skráning lífeyrisskilagreina
• Tenging við Netbókhald.is
• Staða erlendra lána
• Sjóðspottur (e. cash pool]
Við hönnun nýja Fyrirtækjabankans var lögð áhersla á að bæta
við nýjum valkostum, gera hann sem einfaldastan í notkun og að
auka öryggi. Meðal nýjunga er aðgangsstýring sem gefur stjórn-
endum kost á að stýra aðgangi starfsfólks að reikningum og
aðgerðum eftir þörfum beint á Netinu. Þá geta notendur haft
aðgang að fleiri en einni kennitölu sam-
tímis, ef um er að ræða rekstur nokk-
urra félaga. 011 umsýsla með erlendar
greiðslur er mjög öflug í Fyrirtækjabank-
anum. Þar er m.a. hægt að fylgjast með
væntanlegum greiðslum, boðið upp á
forskráningu á þekktum viðtakendum, og
hægt að senda staðfestingu til viðtak-
anda greiðslu, hvort sem er í tölvupósti
eða faxi. Einföld og öflug leit að SWIFT-
númerum er í Fyrirtækjabankanum og
boðið er upp á kvittun á fjölmörgum
tungumálum.
58