Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 36
GESTAPENNl UM FJÁRMÁL spurning að viðskipti erlendra flárfesta eiga einn stærsta þáttinn í þvi að vextir hafa lækkað á síðustu misserum. Erlendu flárfestarnir hafa séð tækifæri í háum vöxtum hér- lendis og þeirri áhættudreifingu sem felst í því að taka íslensk skuldabréf inn í alþjóðleg eignasöfn þar sem sveiflur í ávöxtun hér á landi hafa litla fylgni við það sem gerist erlendis. Fram til þessa hafa hinir erlendu frárfestar einkum nýtt sér hagnaðarmöguleika sem hafa um nokkurt skeið falist í hlutfalls- lega lágum skammtímavöxtum miðað við háa verðtryggða lang- tímavexti. Með þvx að gera vaxtaskiptasamninga, þar sem kaup á verðtryggðum íslenskum langtímabréfum eru tjármögnuð með skammtímalánum í íslenskum krónum, hafa fjárfestar hagnast með lágmarksáhættu og um leið komið sér undan því að taka afstöðu til íslensku krónunnar. Þótt tækifæri til slíkra vaxtaskiptasamninga muni að sjálfsögðu ekki verða viðvarandi, hafa þau svo sannarlega náð að kveikja áhuga erlendra fjárfesta. Kerfisbreytingar Þær miklu kerfisbreytingar, sem orðið hafa bæði á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði, eru ekki síður mikil- vægar. Bæði Lánasýsla ríkisins og Ibúðalánasjóður, sem eru langstærstu útgefendur ríkistryggðra skuldabréfa, hafa gert bindandi samninga við bankana um viðskiptavakt með bréfin. Þannig er seljanleiki bréfanna tryggari en áður, viðskiptamagn meira og mun hærri tjárhæðir þarf til að hreyfa við markaðs- vöxtum en áður. Unnið hefur verið markvisst að því að fækka skuldabréfaflokkum og stækka, bæði til að auka seljanleika og treysta verðmyndun með þá flokka sem eftir standa, en einnig til að stórir tjárfestar geti keypt fyrir háar flárhæðir án þess að lenda í þeirri óþægilegu stöðu að verða meirihlutaeigendur við- komandi skuldabréfaflokks. Þessi vinna þarf að halda áfram. Til viðbótar þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar, er nú unnið að þvi að skrá íslensk ríkisskuldabréf í alþjóðleg uppgjörs- og vörslukerfi. Þetta er afar mikilvægt verkefni, en breytingarnar munu auðvelda erlendum fjárfestum að versla með bréfin og fylgjast með ávöxtun þeirra. Breytingin er í raun forsenda þess að íslenskur fjármagnsmarkaður sé opinn, bæði í orði og á borði. Waxctasrtniunur verðtryggðir*a rlkisskuldabréfa ísland, Bandaríkin og Bretland Uaxtamunur gagnuart USA fya — Uaxtamunur gagnuart UK 4.5 3.5 2.5 1.5 0,5 1.6/00 1.6/01 4.6/02 4.6/03 Mun sagan endurtaka sig og markaðsvextir rjúka upp að nýju? Þegar markaðsvextir verðtryggðra ríkisskuldabréfa, með 10-12 ára lrftíma, eru borin saman á Islandi, í Bandaríkjunum og Bret- landi, kemur í ljós að frá því um mitt ár 2002 til jafnlengdar í ár hefur vaxtamunur sveiflast á bilinu 2,5-3,5%, án greinilegrar leitni til hækkunar eða lækkunar. Þetta þýðir í raun að lækkun verðtryggðra markaðsvaxta hér á landi hefur í meginatriðum fylgt lækkun verðtryggðra markaðsvaxta erlendis. Það er ekki fyrr en vextir erlendis tóku að hækka nú í sumar, að vaxtamun- urinn lækkaði og er nú kominn niður í 2%. Af þessu má draga þá ályktun að innstreymi erlends ijármagns hafi enn ekki náð að lækka raunvaxtamuninn á milli Islands og annarra landa. Segja má að við stöndum á timamótum hvað þetta varðar, þar sem vextir erlendis hafa hækkað mjög mikið undanfarið, en hér á landi eru vextir enn að lækka. Það, hvort íslenski flármagnsmarkaðurinn fylgir þeim erlendu eftir, verður nokkurs konar prófsteinn á það hvort úrbætur síðustu ára hafi í raun greitt leiðina fyrir minnkandi vaxtamun. Urbæturnar eru hins vegar þess eðlis að mun líklegra er en áður, að lækkun markaðsvaxta geti orðið viðvarandi. Ekkert er þó sjálfgefið í þessum efnum. I fyrsta lagi skiptir trúverðugleiki stjórnvalda og efnahags- stefnunnar miklu máli fyrir hegðun tjárfesta. Góð efnahags- stjórn eykur tiltrú íjárfesta á íslensku krónunni og eykur þar með líkurnar á því að þeir þori að halda og jafhvel auka við skuldabréfaeign sína í íslenskum krónum, þótt hagnaðarmögu- leikar vaxtaskiptasamninga verði ekki lengur fyrir hendi, t.d. vegna vaxtahækkana Seðlabanka Islands. I öðru lagi er fykilatriði að við markaðssetningu íslenskra skuldabréfa erlendis sé lögð áhersla á að kynna traustar stoðir eihahagslifsins, evrópskt laga- og stofnanaumhverfi og fyrsta flokks lánshæfismat frá viðurkenndum alþjóðlegum matsfyrir- tækjum. Mikilvægt er að fjárfestingar á Islandi verði ekki spyrtar saman við fjáríestingar á nýmörkuðum eða jafnvel á framandi mörkuðum (e. exotic markets), því þá skapast sú hætta að ijár- festar flýi úr landi þegar illa árar og líti fram hjá traustum undir- stöðum efnahagslífsins. Slíkur ijármagnsflótti getur magnað tímabundinn samdrátt upp í djúpa efnahagskreppu. Nú þegar fyrirsjáanlegt er að Seðlabankinn muni hækka vextí til að bregðast við efiiahagslegum þenslu- áhrifúm stóriðjuframkvæmdanna liggur fyrir að möguleikar til auðveldrar hagnaðartöku á skuldabréfamarkaði, með þeim hætti sem erlendir Qárfestar haft stundað hér á landi fram að þessu, takmarkast verulega. Spurningin er hvað gerist þegar þessi hagnaðaruppspretta hverfur. Yerður það til þess að erlendir fjáríéstar hverfa burt af markaðinum eða breyta þeir um stefnu og horfa í auknum mæli á sjálfan vaxtamuninn á milli landa? Eins og áður hefúr verið rakið er ýmislegt sem bendir til þess að svo geti orðið. En það er einnig mikilvægt að hafa í huga að vandi fylgir vegsemd hverri. Aukin umsvif erlendra fjárfesta koma óhjá- kvæmilega til með að leiða til þess að fjármálamarkaðurinn í heild verður viðkvæmari fyrir alþjóðlegum sveiflum auk þess sem líklegt er að erlendir ijárfestar meti stöðuna hér innan- lands með öðrum hætti en innlendir aðilar gera að öðru jöfnu. Það má því allt eins búast við meiri óstöðugleika, allavega í byijun á meðan nýtt jafnvægi er að myndast. Hvað sem þvi líður hljótum við að fagna því að nú er loksins útlit fyrir að skifyrði á fjármagnsmarkaði færist í sambærilegt horf hérlendis og í viðskiptalöndunum. ffij 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.