Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 25
RÝNT í TEKJUBLAÐIÐ
Borgar ríkt fólk litla skatta?
Hvað stóð upp úr í Tekjublaðinu?
1 Meðaltekjur forsljóra í almennum fyrirtækjum voru
833 þús. á mánuði. Hækkuðu um 100 þús. á mánuði
eða um 13%.
2 Helmingur forstjóranna var með yfir 700 þús. í tekjur
á mánuði og ijórðungur þeirra með yfir 1 milljón á
mánuði.
3 Mun fleiri forstjórar voru með yfir 2 milljónir á mán-
uði en áður, eða alls þrettán.
4 Meðaltekjur stjórnenda og millistjórnenda í flármála-
geiranum voru 811 þús. á mánuði.
5 Meðaltekjur lækna í úrtakinu voru 838 þús. á mánuði
og voru þær hærri en meðallaun forstjóra. Alls 66
læknar voru með yfir 1 milljón á mánuði.
6 Meðaltekjur næstráðenda og millistjórnenda voru
609 þús. á mánuði, eða að jafnaði um 75% af launum
forstjóranna. Um þriðjungur næstráðenda og milli-
stjórnenda var þó með tekjur yfir 700 þús. á mánuði.
7 Halda má því fram að maður, sem ræður sig í starf
fjármála-, markaðs-, framleiðslu- eða sölustjóra í stóru
og þekktu fyrirtæki hafi vart undir 600 til 700 þús. á
mánuði.
Annað sem lesendur ráku augun í
1 Hvað margir ríkir einstaklingar greiða lágan tekju-
skatt. (Taka þeir þetta allt í gegnum Jjármagnstekjur
sínar þar sem þeir greiða 10% ijármagnstekjuskatt?)
2 Hvað þeir hafa góðar tekjur hjá Kaupþingi.
3 Hvað tekjur lækna úti á landi eru miklar. (Eru þeir á
bakvakt allar helgar?)
4 Hvað sjómenn á góðum togurum hafa það gott.
5 Hvað næstráðendur hjá Baugi eru orðnir tekjuháir.
6 Hvað fáar konur eru ofarlega á listunum.
7 Hvað það hljóta margir, sem þess eiga kost, að vera
þúnir að stofna einkahlutafélög utan um vinnuna sína
til að taka launin í gegnum arðgreiðslur (Ijár-
magnstekjur) fremur en bein vinnulaun. (Hér má
nefna einyrkja eins og lögfræðinga.) 11]
að vakti athygli margra lesenda Tekjublaðsins hve margir ríkir
einstaklingar, fólk sem vitað er að á miklar eignir, er með lágar
tekjur á mánuði í blaðinu og greiðir því sáralítinn tekjuskatt. Þetta
stafar af því að arðgreiðslur, hvort heldur vaxtatekjur af bankainn-
stæðum, arður af hlutabréfum eða söluhagnaður af hlutabréfum,
eru ljármagnstekjur. En þær eru ekki inni í þeim tölum sem birt-
ast í Tekjublaðinu. Tölurnar þar endurspegla einungis greiðslur
fyrir launaða vinnu, þ.e. þau laun sem mynda útsvars- og tekju-
skattsstofninn. Fjái'magnstekjuskatturinn er 10%.
45% hátekjuskattur eða 10% fjármagnstekjuskattur? sú spurn-
ing hefur því vaknað hjá mörgum lesendum Tekjublaðsins hvort
ekki sé kominn tími á að endurskoða skattkerfið eitthvað. For-
stjóri í stóru fyrirtæki með 24 milljónir á ári, eða um 2 milljónir á
mánuði, greiðir 45% hátekjuskatt af stærstum hluta tekna sinna og
má lauslega ætla að skattgreiðslur hans séu tæplega 10 milljónir.
Á meðan greiðir einstaklingur sem á t.d. 1 milljarð í banka og
hefur 100 milljónir í vaxtatekjur á ári svipaða Jjárhæð, um 10 millj-
ónir, í fjármagnstekjuskall. Er þetta í lagi?
Hinn almenni launamaður greiðir 38% alls af tekjum sínum í
útsvar og tekjuskatt. Og eftir því sem hann vinnur meira og hefur
þar af leiðandi hærri tekjur færist hann í 45% hátekjuskatt. Ætla
má að þetta sé tifandi tímasprengja. Enda er svo komið að lang-
flestir einyrkjar stofna núna einkahlutafélög utan um vinnu sína.
Dugir þar að vísa til frétta um stórfellda fjölgun einkahlutafélaga
víða um land.
Ekki er þó alveg allt sem sýnist. Tekjuskattur á fyrirtæki á
íslandi er 18%. Einstaklingur, sem stofnar einkahlutafélag utan um
vinnuna sína, greiðir fyrst 18% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins
og síðan 10% flármagnstekjuskatt af arðinum sem hann lætur fyrir-
tækið greiða sér. Það er engu að síður augljóslega mun lægri
prósentutala en einstaklingar þurfa að greiða. Hér er gert ráð fyrir
að allur hagnaðurinn eflir skatta sé greiddur út í formi arðs.
Sitthvað að eiga hlutabréf eða bankainnistæðu? Veruiegur
skattalegur munur er á því hvort fjárfestir eigi 1 milljarð í
bankainnistæðu eða hlutabréfum. Hann greiðir einungis 10%
ijármagnstekjuskatt af vaxtatekjum. En eigendur hlutabréfa
lenda í tvísköttun. Fyrst er tekjuskattur lögaðila 18% og eru þá
82% eftir af upphaflegum hagnaði fyrir skatt. Sé hagnaðurinn
eftir skatt allur greiddur út sem arður er lagður 10% skattur á
hann sem samsvarar 8,2% af upphaflegum hagnaði. Samtals
nemur þá skatturinn 26,2% sem skilur 73,8% eftir í höndum hlut-
hafans borið saman við 71 og 72% í Finnlandi og Noregi, en
50,4% í Danmörku og Svíþjóð. í þessum löndum er álagningin
við greiðslu tekjuskatts af arði lækkuð því búið er að taka tillit
til greiðslu fyrirtækisins á skatti af hagnaði. (Sjá nánar frétt í
vefriti fjármálaráðuneytisins; fjr.is).
í stuttu máli má því segja að niðurstaðan af Tekjublaðinu sé sú
að kjör margra stjórnenda hafi batnað verulega á síðasta ári og að
athygli veki hve margt ríkt fólk greiðir lágan tekjuskatt þar sem
megintekjur þess byggist orðið á Jjármagnstekjum. [ffl
25