Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.07.2003, Qupperneq 25
RÝNT í TEKJUBLAÐIÐ Borgar ríkt fólk litla skatta? Hvað stóð upp úr í Tekjublaðinu? 1 Meðaltekjur forsljóra í almennum fyrirtækjum voru 833 þús. á mánuði. Hækkuðu um 100 þús. á mánuði eða um 13%. 2 Helmingur forstjóranna var með yfir 700 þús. í tekjur á mánuði og ijórðungur þeirra með yfir 1 milljón á mánuði. 3 Mun fleiri forstjórar voru með yfir 2 milljónir á mán- uði en áður, eða alls þrettán. 4 Meðaltekjur stjórnenda og millistjórnenda í flármála- geiranum voru 811 þús. á mánuði. 5 Meðaltekjur lækna í úrtakinu voru 838 þús. á mánuði og voru þær hærri en meðallaun forstjóra. Alls 66 læknar voru með yfir 1 milljón á mánuði. 6 Meðaltekjur næstráðenda og millistjórnenda voru 609 þús. á mánuði, eða að jafnaði um 75% af launum forstjóranna. Um þriðjungur næstráðenda og milli- stjórnenda var þó með tekjur yfir 700 þús. á mánuði. 7 Halda má því fram að maður, sem ræður sig í starf fjármála-, markaðs-, framleiðslu- eða sölustjóra í stóru og þekktu fyrirtæki hafi vart undir 600 til 700 þús. á mánuði. Annað sem lesendur ráku augun í 1 Hvað margir ríkir einstaklingar greiða lágan tekju- skatt. (Taka þeir þetta allt í gegnum Jjármagnstekjur sínar þar sem þeir greiða 10% ijármagnstekjuskatt?) 2 Hvað þeir hafa góðar tekjur hjá Kaupþingi. 3 Hvað tekjur lækna úti á landi eru miklar. (Eru þeir á bakvakt allar helgar?) 4 Hvað sjómenn á góðum togurum hafa það gott. 5 Hvað næstráðendur hjá Baugi eru orðnir tekjuháir. 6 Hvað fáar konur eru ofarlega á listunum. 7 Hvað það hljóta margir, sem þess eiga kost, að vera þúnir að stofna einkahlutafélög utan um vinnuna sína til að taka launin í gegnum arðgreiðslur (Ijár- magnstekjur) fremur en bein vinnulaun. (Hér má nefna einyrkja eins og lögfræðinga.) 11] að vakti athygli margra lesenda Tekjublaðsins hve margir ríkir einstaklingar, fólk sem vitað er að á miklar eignir, er með lágar tekjur á mánuði í blaðinu og greiðir því sáralítinn tekjuskatt. Þetta stafar af því að arðgreiðslur, hvort heldur vaxtatekjur af bankainn- stæðum, arður af hlutabréfum eða söluhagnaður af hlutabréfum, eru ljármagnstekjur. En þær eru ekki inni í þeim tölum sem birt- ast í Tekjublaðinu. Tölurnar þar endurspegla einungis greiðslur fyrir launaða vinnu, þ.e. þau laun sem mynda útsvars- og tekju- skattsstofninn. Fjái'magnstekjuskatturinn er 10%. 45% hátekjuskattur eða 10% fjármagnstekjuskattur? sú spurn- ing hefur því vaknað hjá mörgum lesendum Tekjublaðsins hvort ekki sé kominn tími á að endurskoða skattkerfið eitthvað. For- stjóri í stóru fyrirtæki með 24 milljónir á ári, eða um 2 milljónir á mánuði, greiðir 45% hátekjuskatt af stærstum hluta tekna sinna og má lauslega ætla að skattgreiðslur hans séu tæplega 10 milljónir. Á meðan greiðir einstaklingur sem á t.d. 1 milljarð í banka og hefur 100 milljónir í vaxtatekjur á ári svipaða Jjárhæð, um 10 millj- ónir, í fjármagnstekjuskall. Er þetta í lagi? Hinn almenni launamaður greiðir 38% alls af tekjum sínum í útsvar og tekjuskatt. Og eftir því sem hann vinnur meira og hefur þar af leiðandi hærri tekjur færist hann í 45% hátekjuskatt. Ætla má að þetta sé tifandi tímasprengja. Enda er svo komið að lang- flestir einyrkjar stofna núna einkahlutafélög utan um vinnu sína. Dugir þar að vísa til frétta um stórfellda fjölgun einkahlutafélaga víða um land. Ekki er þó alveg allt sem sýnist. Tekjuskattur á fyrirtæki á íslandi er 18%. Einstaklingur, sem stofnar einkahlutafélag utan um vinnuna sína, greiðir fyrst 18% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins og síðan 10% flármagnstekjuskatt af arðinum sem hann lætur fyrir- tækið greiða sér. Það er engu að síður augljóslega mun lægri prósentutala en einstaklingar þurfa að greiða. Hér er gert ráð fyrir að allur hagnaðurinn eflir skatta sé greiddur út í formi arðs. Sitthvað að eiga hlutabréf eða bankainnistæðu? Veruiegur skattalegur munur er á því hvort fjárfestir eigi 1 milljarð í bankainnistæðu eða hlutabréfum. Hann greiðir einungis 10% ijármagnstekjuskatt af vaxtatekjum. En eigendur hlutabréfa lenda í tvísköttun. Fyrst er tekjuskattur lögaðila 18% og eru þá 82% eftir af upphaflegum hagnaði fyrir skatt. Sé hagnaðurinn eftir skatt allur greiddur út sem arður er lagður 10% skattur á hann sem samsvarar 8,2% af upphaflegum hagnaði. Samtals nemur þá skatturinn 26,2% sem skilur 73,8% eftir í höndum hlut- hafans borið saman við 71 og 72% í Finnlandi og Noregi, en 50,4% í Danmörku og Svíþjóð. í þessum löndum er álagningin við greiðslu tekjuskatts af arði lækkuð því búið er að taka tillit til greiðslu fyrirtækisins á skatti af hagnaði. (Sjá nánar frétt í vefriti fjármálaráðuneytisins; fjr.is). í stuttu máli má því segja að niðurstaðan af Tekjublaðinu sé sú að kjör margra stjórnenda hafi batnað verulega á síðasta ári og að athygli veki hve margt ríkt fólk greiðir lágan tekjuskatt þar sem megintekjur þess byggist orðið á Jjármagnstekjum. [ffl 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.