Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 62
Hér glittir í Kristínu Matthíasdóttur en hún starfar með móður
sinni í Hattabúðinni og Kvenfatabúðinni.
Brynjólfur Björnsson, eigandi Brynju. Viðskiptavinir láta
daglega í Ijós ánægju sína með staðsetningu verslunarinnar.
tilheyrir Þinni verslun sem er keðja verslana í einkaeigu
kaupmanna. Verslanir innan vébanda Þinnar verslunar kaupa
inn í sameiningu, auglýsa og kynna verslanirnar saman.
Friðrik Ármann segir að lykillinn að blómlegu lífi sé góð vara
og þjónusta og að vera vel vakandi yfir vöruverði og tilboðum.
Hann bendir á að Melabúðin hafi verið valin fyrirtæki ársins
hjá VR nýlega og endurspegli það ánægju starfsfólks sem
aftur endurspegli ánægju viðskiptavina.
Markaðssvæði Melabúðarinnar hefur stækkað og nær nú
yfir allan Vesturbæinn og Seltjarnarnesið. Þó að stórar
verslanir hafi verið opnaðar í hverfinu hefur það ekki haft nein
áhrif á Melabúðina. Friðrik segir að tryggð viðskiptavina sé
mikil, kjarni þeirra eigi djúpar rætur í Vesturbænum og þetta
fólk komi í Melabúðina. „Viðskiptavinir okkar koma alls
staðar að en fyrst og fremst eru Vesturbæingar okkur tryggir,
þeir koma hingað og það hafa foreldrar þeirra, afar og ömmur
líka gert. Við hefðum ekki þessa viðskiptavini ef gæði og þjón-
usta væru ekki í góðu lagi,“ segir Friðrik Ármann. Þeir
bræður eru aldir upp fyrir austan læk en eru Vesturbæingar af
hug og hjarta og búa að sjálfsögðu í Vesturbænum í dag. H5
Hattabúð Reykjavíkur
64 ára
Hattabúð Reykjavíkur var stofnuð á Laugavegi 10 árið 1939
af Filippíu Blöndal ásamt tveimur öðrum. Filippía tók við
rekstrinum síðar og rak verslunina til 1981. Verslunin flutti
árið 1973 að Laugavegi 2 og hefur verið þar síðan. Gunnþór-
unn Einarsdóttir, sem nú á og rekur verslunina ásamt dóttur
sinni Knstínu Matthíasdóttur, kom með kvenfatnað inn í
reksturinn árið 1971 og störfuðu þær Gunnþórunn og Fil-
ippía saman í Hattabúð Reykjavíkur og Kvenfatabúðinni, sem
er deild innan sama fyrirtækis, fram til 1981.
Kristín segir að mikið hafi breyst frá þvi að Hattabúð
Reykjavíkur hóf starfsemi sína, hattar hafi farið úr og í tísku
en verslunin sé enn við lýði og svo verði vonandi áfram. Hatta-
gerðin lagðist niður eftir að Filippía hætti og eru því innfluttir
hattar til sölu í versluninni. Hún segir að viðskiptavinirnir séu
á öllum aldri en mikið sé um að ungar stúlkur hafi áhuga á að
fá sér hatt, það sé einna helst verðið sem aftri þeim. Verð á
höttum er á bilinu 2.500-10.000 krónur. ffl
Brynja
84 ára
lsta verslunin í þessum hópi var stofnuð árið 1919 af Guð-
mundi Jónssyni smið sem hafði slasast við vinnu sína í
Völundi og því ákveðið að stofna verslun í bakhúsi við Lauga-
veg 24. Það var verslunin Brynja. Árið 1929 flutti Brynja í
húsið númer 29 við Laugaveg og þar hefur hún verið síðan.
Ekki hafa verið sömu eigendur í Brynju frá upphafi. Árið 1937
seldi Guðmundur verslunina til Björns Guðmundssonar og
fleiri aðila. Móðir Björns og Guðmundur voru hálfsystkini og
má því segja að þar hafi fjölskyldumeðlimur komið inn.
Björn Guðmundsson eignaðist Brynju árið 1953 og varð
eini eigandi fyrirtækisins og nokkrum árum síðar kom
Brynjólfur til starfa með föður sínum. Brynjólfur hafði
starfað í Brynju i um 30 ár þegar hann eignaðist verslunina
við andlát föður síns 1993. Afkomendur eða aðrir ættingjar
Brynjólfs hafa ekki starfað við fyrirtækið að undanskilinni
einni dóttur hans sem hefur aðstoðað hann við bókhaldið.
Húsnæði verslunarinnar Brynju er í eigu Brynjólfs og
systur hans.
Brynja var járnvöru- og byggingavöruverslun strax frá
upphafi. Miklar breytingar hafa orðið á þessum markaði og
segir Brynjólfur að vöruliðum hafi fjölgað í samræmi við eftir-
spurnina og er reynt að koma til móts við kröfur og óskir við-
skiptavina. Að auki hefur verslunin alla tíð verið með vélar
fyrir verkstæði og áhugamenn um trésmíðar. í dag er Brynja
einajárn- og byggingavöruverslunin í miðborginni en um það
leyti sem Björn keypti hana voru 5-6 svipaðar verslanir þar.
Hann segir að daglega láti viðskiptavinir í ljós ánægju með að
hafa Brynju ennþá á Laugaveginum. SH
62