Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 60
Iferslanir með sögu
Hafa staðist tímans tönn
Sífellt spretta upp nýfyrirtæki og önnurleggja upp laupana, rekstrarumhverfið breytist, samkeppnin harðnar og nýtt fólk
kemur inn með nýjar hugmyndir. Mikil endurnýjun verður alltafí ólgusjó viðskiptanna en pó eru nokkrar verslanir sem hafa
prýtt götumyndina í Reykjavík í marga áratugi ogjafnvel hátt í eina öld. Þessar verslanir hafa staðist tímans tönn, lagað sig
að breyttum aðstæðum á hverjum tíma og lifað afí sívaxandi samkeppni, hver í sínum geira. Hér eru nokkur dæmi.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Erla Wigelund, kaupmaður og stofnandi Verðlistans, og
dóttir hennar, Þorbjörg Kristjánsdóttir, sem rekur verslunina
í dag.
Vinnufatabúðin á Laugaveginum.
Myndir: Geir Ólafsson
Verðlistinn
38 ára
Verðlistinn stendur sem klettur í hafinu við Laugarnesveg-
inn og á tryggan hóp viðskiptavina. Það voru hjónin Erla
Wigelund kaupmaður og Kristján Kristjánsson tónlistar-
maður sem stofnuðu Verðlistann árið 1965 en þá höfðu Erla
og Kristján ferðast um landið á sumrin og selt fatnað í
nokkur ár. Verðlistinn er enn í dag í eigu íjölskyldu Erlu og
Kristjáns. Dóttir þeirra, Þorbjörg Krist-
jánsdóttir, hefur starfað í versluninni
frá 1968 og rekur hana í dag en dóttir
hennar, Erla Sigurðardóttir kennari,
keypti verslunina fyrir örfáum árum.
Verðlistinn býður upp á fatnað fyrir
konur á öllum aldri og hefur gert í
gegnum tíðina. Verslunin sló í gegn
strax í upphafi. „Þetta var alveg stór-
kostlegt, eftirspurnin var svo mikil að
við náðum varla að taka vörurnar upp
úr kössunum en það voru auðvitað svo
fáar fatabúðir í Reykjavík á þeim
árum,“ segir Þorbjörg. Síðustu árin hefur mesta eftirspurnin
verið eftir fötum fyrir konur á miðjum aldri og upp úr þó að
ungu stúlkurnar komi líka inn og kaupi sér t.d. vandaðan
útskriftarfatnað.
Suma kann að undra hvernig fataverslun í úthverfi tekst að
halda sínu í samkeppni við nýjar verslanir í stóru verslanamið-
stöðvunum en Þorbjörg segir að stað-
setning sé góð og hafi jákvæð áhrif á
reksturinn. Tilkostnaður sé minni en í
verslunarmiðstöðvunum, t.d. sé leigan
lægri, og því geti Verðlistinn boðið upp á
lægra verð, auk þess sem næg bílastæði
séu við verslunina. Það hafi sitt að segja.
Verðlistinn á sér traustan og tryggan
hóp viðskiptavina, suma jafnvel frá því að
Erla og Kristján ferðuðust um landið, og
svo koma alltaf nýir viðskiptavinir inn af
götunni. I versluninni eru tveir starfs-
menn í fullu starfi og þrír í hlutastarfi. BIi
Þetta skiptir máli
• Góð staðsetning
• Gæði og góð þjónusta
• flnægt starfsfólk
• Tryggir viðskiptavinir
• Lítill tilkostnaður
• Aðlögunarhæfni
60