Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 82
til að hanna heimilið IHaustið er tíminn Stílhreint og fallegt heimili Falleg og stílhrein húsgögn fyrir heimili og skrif- stofur, fjölbreyttar innréttingar og smáhlutir, sem gefa heimilinu stíl og notalegheit, eru aðalsmerki verslunarinnar Inn-X í Faxafeni. að skiptir engu hvort velja á skrifborð eða sófaborð, það fæst í Inn-X sem nýlega hóf samstarf við danskt fyrir- tæki, Bo Concept, sem er leiðandi á húsgagnamarkaði í Danmörku og víða. Hjá fyrirtækinu starfa þekktir hönnuðir en einnig er leitað út fyrir fyrirtækið eftir góðri hönnun. „Það er lögð mikil áhersla á það hjá Bo Concept að hlutirnir spili vel saman og að hægt sé að búa til fallega og heildstæða mynd með því að raða saman húsgögnum og smáhlutum," segir Guðbjartur Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Inn-X. „Hægt er að velja um áklæði, fætur og fleira og þannig getur sami sófinn verið í mörgum útgáfum, allt eftir smekk hvers og eins. Hið sama gildir um önnur húsgögn, hægt er að raða þeim upp á ótal vegu, eftir því hvað passar inn til viðkomandi." Bo Concept er stór húsgagnakeðja í Evrópu og segir Guðbjartur hana ört vaxandi. „Nú eru um 150 verslanir í keðjunni en stefnt er að þvl að fjölga þeim í 300 innan fimm ára,“ segir hann. Úrval eldhúsinnrettinya Hjá inn-x er hægt að fá ótrúlega íjölbreytt úrval af eldhúsinnréttingum frá Ítalíu. „Við vorum ofurlítið kvíðin fyrst varðandi samskipti við Ítalíu en reynslan hefur orðið sú að þetta eru bestu viðskiptaaðilar okkar í dag,“ segir Guðbjartur. „Ekki aðeins eru innréttingarnar mjög fallegar og vandaðar, heldur stenst allt eins og stafur á bók sem þeir segja. Við getum boðið þessar innréttingar á mjög góðu verði, ekki síst vegna þess að framleiðandi fúlningahurðanna er gríðarstór og hefur náð geysilegri hagkvæmni í framleiðsl- unni. Það skiptir engu hvað við pöntum mikið eða lítið, eftir viku er pöntunin farin frá þeim. Allar innréttingarnar eru úr rakaheldu efni og mikið er lagt í festingar og aukahluti." Vinsælasta innréttingin hjá Inn-X er í stíl sveitarómantíkur en Guðbjartur segir það hafa komið sér nokkuð á óvart. „Þegar við skoðuðum þessa innréttingu á sínum tíma þótti okkur hún falleg en óraði ekki fyrir vinsældum hennar. Verðið á henni er reyndar frábært eins og á öðrum innréttingum og getur verið að það skipti máli þar sem sambærilegar innrétt- ingar eru að jafnaði mjög dýrar vegna margra smáatriða sem taka þarf tillit til í framleiðslunni." Margir eru með skrifstofuaðstöðu heima hjá sér og vilja hafa sama stíl á henni og heimilinu. Það gildir þó einu hvort skrifstofan er heima eða ekki, Inn-X á húsgögn í hana. „Okkar skrifstofuhúsgögn eru valin í samráði við sjúkraþjálfara," segir hann. „Kröfurnar hafa aukist mjög og nú þykir sjálfsagt að geta stillt hæð á borðum og stólum og að vinnuaðstaðan hæfi þeim einstaklingi sem notar hana. Fólk er farið að eyða stórum hluta dagsins við skrifborð og þá skiptir miklu máli að hafa umhverfið þannig að það styðji við viðkomandi svo hann geti unnið án þess að finna fyrir þreytu eða verkjum." Það hefur ekki farið mikið fyrir Inn-X en fyrirtækið hefur vaxið ört undanfarið og er nú í fallegu húsnæði í Faxafeni við hlið Hagkaups. A heimasíðu Inn-X - www.innx.is er að finna upplýsingar og myndir af vörum fyrirtækisins og hægt er að senda fyrirspurnir og pantanir þar. Hjá Inn-X vinna 10 manns að jafnaði en Guðbjartur segir afgreiðsluna tímafreka. „Við förum oft heim til fólks til að skoða aðstæður og meta hvað passar best inn í viðkomandi rými en það borgar sig að vanda valið því að húsgögn og innréttingar eru ekki eitthvað sem fólk skiptir út daglega.“ SH Falleg verslun Inn-X við Faxafen. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.