Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 15
jón Sigurðsson, nýr seðlabanka-
stjóri, tekur við embætt. um
næstu mánaðamót.
ón Sigurðsson
framkvæmda-
stjóri hefur verið
skipaður í embætti
bankastjóra Seðlabanka
íslands og nær skipunin
til næstu sjö ára. Jón
tekur við embætti 1.
október af Ingimundi
Friðrikssyni sem gegnt
hefur starfinu tíma-
bundið. Jón verður
þriðji bankastjórinn í
Seðlabankanum en
fyrir eru þeir Birgir
Isleifur Gunnarsson og
Eiríkur Guðnason. B5
Jón sá þriðji í
Seðlabankanum
Helgi leiðir hópinn
Helgi Ingvarsson
hefur ásamt
fjárfestum keypt
fjölskyldu sína
út úr Ingvari
Helgasyni hf.
igendabreytingar hafa orðið á Ingvari Helgasyni hf.
og hefur einn bróðirinn, Helgi Ingvarsson, ásamt
ijárfestum keypt aðra fjölskyldumeðlimi út úr fyrir-
tækinu. Helgi verður starfandi stjórnarformaður í fyrir-
tækinu en ekki er ljóst hver verður ráðinn forstjóri. SU
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
ásamt Jóni Diðriki Jónssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, og
fleiri starfsmönnum Ölgerðarinnar.
Valgerður heim-
sækir Olgerðina
□ lgerðin er eitt af elstu iðnfyrirtækjum landsins, fagnar
90 ára afmæli á þessu ári og í tilefni af því kom
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, nýlega í heimsókn og kynnti sér starfsemi fyrir-
tækisins. Við það tækifæri var hafin framleiðsla á nýjum
íslenskum bjór, Egils Pilsner, sem er 4,5% að styrkleika. SH
i' jJÉBL. ■5> jd 1 1
«*>:• ?
19 SO&
Einar I. Halldórsson, framkvæmdastjóri 101 Skuggahverfis,
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, og Pétur Guðmunds-
son, forstjóri Eyktar.
Leiðréttingar vegna Tekjublaðsins
Dvær alvarlegar villur urðu í Tekjublaði Frjálsrar
verslunar. Pétur Guðmundsson, eigandi bygginga-
fyrirtækisins Eyktar, var sagður með 95 þús. á
mánuði. Hið rétta er að hann var með mánaðartekjur upp á um
950 þús. á mánuði. Um innsláttarvillu var að ræða. Þá var
Steingrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks í Þorláks-
höfn, með 615 þús. kr. á mánuði en ekki 231 þús., eins og hann
var sagður með í blaðinu. Fijáls verslun biður hlutaðeigandi
afsökunar á þessum nfistökum sem og lesendur blaðsins.
Ritstjóri.Sll
I |
Oryggiskerfi í
101 Skuggahverfi
ýheiji, Eykt og 101 Skuggahverfi hafa undirritað
samstarfssamning þess efnis að Nýheiji sjái um upp-
setningu á heildstæðu samskipta- og öryggiskerfi
fyrir fyrsta áfanga íbúðaþyrpingar í 101 Skuggahverfi. S3
15