Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 22
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Byko, hefur á skömmum tíma komið að þekktum hluta-
bréfaviðskiptum. í fyrra þegar hann keypti hlut Hesteyrar í Olíufélaginu og núna þegar hann
seldi Landsbankanum óvænt stóran hlut í Straumi.
BJÖRGÓLFS
ágúst sl. að Landsbankinn
keypti þennan hlut af Burðar-
ási og átti eftir kaupin um
9,41% hlut í Eimskipafélag-
inu. Síðan hefur Trygginga-
miðstöðin aukið sinn hlut í
um 5,5% og Straumur úr um
13% í 15,02%.
Jón Helgi og kompaní Við-
skiptin í kringum Jón Helga
Guðmundsson í Byko urðu
snemmsumars. Greint var frá
því 18. júní sl. að Straumur
hefði keypt 57,1% hlut lífeyris-
sjóðanna í Framtaki ijárfest-
Annar úrslitaleikur Jóns Helga
Segja má að það séu tvenn viðskipti fyrr í sumar sem hafi
gert fárið að undanförnu um Straum að veruleika.
Þessi viðskipti voru lendingin í Skeljungsmálinu í byrjun
ágúst með tilurð Steinhóla. Hin viðskiptin voru kaup Jóns
Helga Guðmundssonar og fleiri á um fjórðungshlut í Fram-
taki íjárfestingarbanka í júní, en bankinn varð til þegar EFA
og Þróunarfélag Islands sameinuðust síðastliðið vor. Jón
Helgi seldi þennan hlut til Landsbankans á dögunum.
Lendingin í Skeljungi Þegar eignarhaldsfélagið Steinhólar
varð til með lendingunni í Skeljungsmálinu hinn 5. ágúst sl.
varð það að samkomulagi að Burðarás (Eimskipafélagið)
keypti alla hlut Skeljungs í Eimskipafélaginu, 6,08%, og að
Sjóvá-Almennar keyptu 10,36% hlut Skeljungs í Sjóvá-
Almennum, og 5,32% hlut Skeljungs í Flugleiðum.
I framhaldinu leitaði Eimskipafélagið til Landsbankans
og Björgólfs um kaup bankans á þessum 6,08% hlut sem
fékkst úr Skeljungsviðskiptunum. Það varð úr hinn 12.
ingarbanka. Þann sama dag keyptu Norvik, félag í eigu Jóns
Helga, og Eyrir (Þórður Magnússon) tæplega 30% hlut í
Framtaki ijárfestingarbanka í gegnum Kaupþing- Búnaðar-
banka.
Straumur og Norvik/Eyrir (Jón Helgi og Þórður) höfðu
bitist um 57,1% hlut lífeyrissjóðanna í Framtaki Ijárfestingar-
banka. Altalað var á þeim tíma að tilboð Norviks/Eyris í
þennan hlut í Framtaki, sem Kaupþing-Búnaðarbanki hafði
milligöngu um, hefði verið hagstæðara en Straums. En að því
hafi verið hafnað á þeim forsendum að lífeyrissjóðirnir, sem
voru helstu eigendur Framtaks og sterkir í Straumi, héldu að
Kaupþing-Búnaðarbankinn væri hinn raunverulegi kaupandi
bréfanna og væri að koma aftan að mönnum.
Hvað um það, eftir að Straumur hafði gert yfirtökutilboð í
hlut annarra hluthafa í Framtaki ijárfestingarbanka, þ.e.
Norvik, Eyris, Islandsbanka og Kaupthing Bank í Luxem-
borg, sem fólst í skiptum á bréfum í Straumi fyrir bréfin í
Framtaki, fóru hjólin að snúast varðandi yfirtökuna. Skipti á
bréfunum fóru fram hinn 26. ágúst. Daginn eftir keypti
Landsbankinn bréfin í Straumi af Straumborg og Norvik,
félögum tengdum Jóni Helga Guðmundssyni í Byko, Eyri,
ijárfestingarfélagi sem er að mestu í eigu Þórðar Magnús-
sonar, og Kaupthing Bank í Lúxemborg.
Alls keypti Landsbankinn 19,39% hlut í Straumi af þessum
ijórum félögum. A sama tíma var tilkynnt að Landsbankinn
hefði selt Samson Global Holding Limited 14,02% hlutafé
bankans í Straumi. Þar með áttu Landsbankinn og Samson
orðið 33,82% hlut í Straumi. Framhaldið þekkja allir. Úr varð
fár í viðskiptalífinu.
Það er líka athyglisvert að 26. ágúst var tilkynnt að þeir
Björgólfsfeðgar hefðu átt hin miklu viðskipti sín á milli innan
Pharmaco og að Björgólfur eldri hefði selt sinn hlut í því fyrir-
tæki til að einbeita sér að Landsbankanum. S3
22