Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 39
www.honnun.is
Umhverfismálefni
Hönnun hf. veitir faglega þjónustu á sviði umhverfisráðgjafar og
hefur frá setningu laga um mat á umhverfisáhrifum verið í farar-
broddi þeirra ráðgjafarfyrirtækja sem unnió hafa skýrslur vegna
mats á umhverfisáhrifum. Lögð hefur verið sérstök áhersla á hlut-
laust mat við gæðaeftirlit. m.a. með því að leggja fram allar
skýrslur sem unnar eru í tengslum við tiltekið matsverkefni.
Ráðgjöf Hönnunar hf., á sviði umhverfismála, skiptist í stórum
dráttum í fimm efnisflokka: Mat á umhverfisáhrifum, umhverfis-
úttektir, umhverfisvöktun, starfsleyfisgerð og umhverfisfræðslu.
Mat á umhverfisáhrifum er í eðli sínu þverfaglegt og byggir á rann-
sóknum ýmissa ólíkra áhrifaþátta. Reynt er að finna lausnir sem
miða að því að draga úr hugsanlegum umhverfisáhrifum fram-
kvæmda. Þessar lausnir eru oft þungamiðjan í matsvinnunni.
Hönnun hf. hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni við mat á
Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri Hönnunar hf.
umhverfisáhrifum og má þar m.a. nefna hafnargerð, háspennulínur,
kísilgúrvinnslu, landfyllingar, námuvinnslu, samgöngumannvirki, snjó-
flóðavarnir, sorpförgun, stóriðju og vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir.
IMýting umhuerfisvöktunar
Umhverfisvöktun gegnir margvíslegum tilgangi fyrir rekstraraðila. Má
þar nefna eftirlit með daglegum rekstri til að fylgjast t.d. með nýtingu
hráefna og orku, eftirlit með því hvernig lögum og reglugerðum er
framfylgt, upplýsingagjöf fyrir grænt bókhald starfsleyfisskyldra fyrir-
tækja, svör við fyrirspurnum og gagnrýni einstaklinga, stofnana,
félagahópa og fjölmiðla og rökstuðningur vegna hugsanlegra vaxtar-
möguleika fyrirtækis.
Rannsóknir
Frá árinu 1993 hefur Hönnun hf. starfrækt eigin rannsóknarstofu
á sviði jarðtækni, berg- og steinsteypu og hefur umfang rannsókn-
anna aukist jafnt og þétt.
Rannsóknarstofan flutti árið 2090 í rúmgott og nýinnréttað
húsnæði að Síðumúla 3 og er hún sú stærsta sinnar tegundar i
einkaeign á íslandi. Stofan er viðurkennd af umhverfisráðuneytinu til
að annast gæðamat steypuefna og steypu og til að gefa umsögn
um rekstrarhæfi steypustöðva.
Á rannsóknarstofu Hönnunar hf. vinna sérhæfðir starfsmenn við
hlið sérfræðinga í steinsteypu, jarðfræði og jarðtækni og getur
Hönnun hf. því tekið að sér allt rannsóknar- og ráðgjafaferlið við
verkefni.BH
Starfsstöðvar Hönnunar hf. eru víða um land.
Skrifstofur fyrirtækisins eru sem hér segir:
Staður Heímilisfang Sími Netfang
Reykjavík Grensásvegi 1 510 4000 reykjavik@honnun.is
Akranes Garðabraut 2A 430 4050 akranes@honnun.is
Akureyri Skipagötu 9 462 4050 akureyri@honnun.is
Egilsstaðir Miðvangi 2-4 470 4050 egilsstadir@honnun.is
Reyðarfjörður Austurvegi 20 470 4000 reydarfjordur@honnun.is
Hvolsvöllur □Idubakka 1 487 8060 hvolsvollur@honnun.is
Kirkjubæjarklaustur Klausturvegi 15 487 4840 klaustur@honnun.is
Selfoss Eyravegi 29 480 4200 selfoss@honnun.is
Fyrirtæki sem Hönnun hf. á aðild að eru: Tækniþing ehf. á Húsa-
vík, Loftmyndir ehf. í Reykjavik og ENEX hf. í Reykjavík.
39