Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 47
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN Spumingin til Halls A Baldurssonar, hjá auglýsingastofunni Nonna Manna/Yddu, er þessi: Það hefur færst mjög í vöxt aö fyrirtæki haldi golfmót fyrir viöskiptavini sína til að auglýsa sig upp. Eru golfmótin svona öflugt markaðstæki eða eru pau fyrst og fremst krydd í tilveruna til að gera viðskiptin skemmtilegri? Frá einhliða markaðssetningu til uppbyggingar tengsla Golfmót geta án nokkurs vafa gegnt ákveðnu hlutverki við markaðssetningu, sérstaklega nú hin síðari ár eftir að kylfingum hefur Jjölgað svo mikið sem raun ber vitni. Um leið eru golfmótin krydd í tilveruna en það skemmir alls ekki fyrir virkni þeirra sem markaðstækis. Til að átta sig betur á virkni golfmóta, sem fyrirtæki halda og bjóða viðskiptavinum sínum á, sem markaðstækis er ágætt að velta því upp hvernig markaðssetning hefur breyst. Þekking á aðferðafræði árangurs- ríkrar markaðssetningar hefur þróast mikið á síðustu áratugum. Það eru rétt rúmlega 50 ár síðan hinn þekkti auglýsingamaður David Ogilvy tók að vekja athygli á mikilvægi vöru- merkjaímyndar (e. brand image) við mark- aðssetningu á vörum og þjónustu. Mörg íyrirtæki tóku upp þessa stefnu og hófu að byggja upp ímynd vörumerkja sinna, mörg hver með gríðarlega góðum árangri. A þessum 50 árum hefur ímyndarfræðin þróast mikið og er nú oft talað um að ímynd sé einungis einn þáttur í heildarverðmæti vörumerkis (e. brand equity). Jafnframt hefur komið fram sú gagnrýni að ofur- áhersla á ímjmdaruppbyggingu sé í raun ein- hliða og geti jafnvel virkað takmarkandi á vöxt og viðgang vörumerkisins. Önnur meginstefna í markaðssetningar- fræðunum, sem þróast hefur á síðustu öld, er markaðshlutun (e. market segmenta- tion) en hún byggist á því að skipta neyt- endum upp í hópa út frá ýmsum grunn- breytum. Markaðshlutun hefur þróast frá því að vera einfaldlega byggð á landfræði- legum grunni yfir í lýðfræðiþætti s.s. kyn, aldur og tekjur og á síðustu árum yfir í innri einkenni (e. pyschograpichs) sem byggjast m.a. á viðhorfi og lífsstíl neytenda. A sama hátt og mörg fyrirtæki einblíndu á ímyndar- uppbyggingu þá voru önnur sem lögðu ofuráherslu á markaðshlutunarstefnu, mörg sömuleiðis með góðum árangri. A síðustu árum hefur orðið ljóst að einhliða áhersla á markaðshlutunarstefnu getur gengið út í öfgar og jafnvel reynst stórum og stöndugum iýrirtækjum ofviða vegna mikils kostnaðar. Sú skoðun sem er að ryðja sér til rúms í dag er að móta markaðsstefnu sem tekur tillit tíl kosta og galla beggja ofangreindra þátta og beina kastljósinu meira að því að byggja upp tengsl við viðskiptavini sína. Almennt er viðurkennt í dag að árangursrík markaðssetning snúist í auknum mæli um að mynda sterk tengsl við viðskiptavini en flestar hefðbundnar boðmiðlunarleiðir eru í eðli sínu einhliða. Það er því ekki tilviljun að golfmót eru nú nýtt umtalsvert við markaðs- setningu þar sem þau eru mjög hentug fýrir tvíhliða samskipti og veita svigrúm tíl að byggja upp gott samband milli seljenda og viðskiptavina þeirra. 03 Hallur Baldursson hjá aug- lýsingastofunni Nonna Manna/Yddu segir að almennt sé viðurkennt í dag að árangursrík markaðs- setning snúist í auknum mæli um að mynda sterk tengsl við viðskiptavini og því sé það engin tilviljun að golfmótin séu nýtt til þess þar sem golfið nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Það er því ekki tilviljun að golfmót eru nú nýtt umtalsvert við markaðssetn- ingu þar sem þau eru mjög hentug fyrir tvíhliða samskipti og veita svigrúm til að byggja upp gott samband milli seljenda og viðskiptavina þeirra. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.