Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 47

Frjáls verslun - 01.07.2003, Side 47
SÉRFRÆÐINGAR SPfl í SPILIN Spumingin til Halls A Baldurssonar, hjá auglýsingastofunni Nonna Manna/Yddu, er þessi: Það hefur færst mjög í vöxt aö fyrirtæki haldi golfmót fyrir viöskiptavini sína til að auglýsa sig upp. Eru golfmótin svona öflugt markaðstæki eða eru pau fyrst og fremst krydd í tilveruna til að gera viðskiptin skemmtilegri? Frá einhliða markaðssetningu til uppbyggingar tengsla Golfmót geta án nokkurs vafa gegnt ákveðnu hlutverki við markaðssetningu, sérstaklega nú hin síðari ár eftir að kylfingum hefur Jjölgað svo mikið sem raun ber vitni. Um leið eru golfmótin krydd í tilveruna en það skemmir alls ekki fyrir virkni þeirra sem markaðstækis. Til að átta sig betur á virkni golfmóta, sem fyrirtæki halda og bjóða viðskiptavinum sínum á, sem markaðstækis er ágætt að velta því upp hvernig markaðssetning hefur breyst. Þekking á aðferðafræði árangurs- ríkrar markaðssetningar hefur þróast mikið á síðustu áratugum. Það eru rétt rúmlega 50 ár síðan hinn þekkti auglýsingamaður David Ogilvy tók að vekja athygli á mikilvægi vöru- merkjaímyndar (e. brand image) við mark- aðssetningu á vörum og þjónustu. Mörg íyrirtæki tóku upp þessa stefnu og hófu að byggja upp ímynd vörumerkja sinna, mörg hver með gríðarlega góðum árangri. A þessum 50 árum hefur ímyndarfræðin þróast mikið og er nú oft talað um að ímynd sé einungis einn þáttur í heildarverðmæti vörumerkis (e. brand equity). Jafnframt hefur komið fram sú gagnrýni að ofur- áhersla á ímjmdaruppbyggingu sé í raun ein- hliða og geti jafnvel virkað takmarkandi á vöxt og viðgang vörumerkisins. Önnur meginstefna í markaðssetningar- fræðunum, sem þróast hefur á síðustu öld, er markaðshlutun (e. market segmenta- tion) en hún byggist á því að skipta neyt- endum upp í hópa út frá ýmsum grunn- breytum. Markaðshlutun hefur þróast frá því að vera einfaldlega byggð á landfræði- legum grunni yfir í lýðfræðiþætti s.s. kyn, aldur og tekjur og á síðustu árum yfir í innri einkenni (e. pyschograpichs) sem byggjast m.a. á viðhorfi og lífsstíl neytenda. A sama hátt og mörg fyrirtæki einblíndu á ímyndar- uppbyggingu þá voru önnur sem lögðu ofuráherslu á markaðshlutunarstefnu, mörg sömuleiðis með góðum árangri. A síðustu árum hefur orðið ljóst að einhliða áhersla á markaðshlutunarstefnu getur gengið út í öfgar og jafnvel reynst stórum og stöndugum iýrirtækjum ofviða vegna mikils kostnaðar. Sú skoðun sem er að ryðja sér til rúms í dag er að móta markaðsstefnu sem tekur tillit tíl kosta og galla beggja ofangreindra þátta og beina kastljósinu meira að því að byggja upp tengsl við viðskiptavini sína. Almennt er viðurkennt í dag að árangursrík markaðssetning snúist í auknum mæli um að mynda sterk tengsl við viðskiptavini en flestar hefðbundnar boðmiðlunarleiðir eru í eðli sínu einhliða. Það er því ekki tilviljun að golfmót eru nú nýtt umtalsvert við markaðs- setningu þar sem þau eru mjög hentug fýrir tvíhliða samskipti og veita svigrúm tíl að byggja upp gott samband milli seljenda og viðskiptavina þeirra. 03 Hallur Baldursson hjá aug- lýsingastofunni Nonna Manna/Yddu segir að almennt sé viðurkennt í dag að árangursrík markaðs- setning snúist í auknum mæli um að mynda sterk tengsl við viðskiptavini og því sé það engin tilviljun að golfmótin séu nýtt til þess þar sem golfið nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Það er því ekki tilviljun að golfmót eru nú nýtt umtalsvert við markaðssetn- ingu þar sem þau eru mjög hentug fyrir tvíhliða samskipti og veita svigrúm til að byggja upp gott samband milli seljenda og viðskiptavina þeirra. 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.