Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
FJOLMIÐLARI
Olga og óróleiki er á fjölmiólamarkaði. Eigendur
hafa afskipti affréttaflutningi, þœttir eru lagðir
nibur, starfsfólki sagt upþ störfum og réttindi skert.
Erfiðleikarnir eru gríðarlegir og allt getur gerst.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Fjölmiðlamarkaðurinrt einkennist af óöryggi og djúpstæðum
íjárhagserfiðleikurn. Fyrir utan Ríkisútvarpið eru það
einkum tveir Ijrilmiðlar, Norðurljós og DV, sem eiga við
gríðarlegan Ijárhagsvanda að stríða og eru að endurskipuleggja
Jjármál sín. Skjár Einn virðist hins vegar á uppleið, tapið aðeins
7 milljónir fyrstu sex mánuði ársins, og er jafnvel búist við að
árið verði gert upp með hagnaði. Neyslumynstur almennings er
að breytast. Morgunblaðið, sem á síðustu öld var risinn óhagg-
anlegi á markaðinum, hefur lækkað heldur flugið skv. nýjustu
lesendakönnun og DV hefur sigið niður á við. Þó að Morgun-
blaðið hafi sýnt 49,4 milljóna króna hagnað á síðasta ári á það í
samkeppni við Fréttablaðið, sem dreift er ókeypis og hefur
nýlegt gjaldþrot að baki. Morgunblaðið hefúr m.a. brugðist við
minnkandi lestri með mánudagsútgáfu og fylgidreifingu. Þá er
unnið að nýjungum á sunnudagsútgáfu blaðsins. Mogginn
vinnur m.a. að því að ná betur til yngri lesenda.
Tilfinninganæmir og hugsa um prinsipp Mannabreytingar og
uppsagnir hafa átt sér stað hjá Norðurljósum og DV síðustu
mánuði. Olgan hefur verið mest áberandi hjá Norðurljósum og
þar eru líka mestu fjárhagsvandræðin. Stöðugildum hefur
fækkað og nú síðast var fréttamönnunum Árna Snævarr og
Snorra Má Skúlasyni sagt upp störfum. Gerðir höfðu verið
samningar við fréttamennina þar sem þeir fengu greitt fyrir
ýmis réttindi og fríðindi sem þeir létu af höndum, vinnutíminn
lengdur úr 15 dögum í 19-21 dag á mánuði og þeim hótað upp-
sögn ella. Sparnaðurinn nemur 100 milljónum króna. Ekki
bættí heldur úr skák þegar Sigurjón Sighvatsson, einn eigenda,
reyndi að hafa afskiptí af fréttaflutningi Stöðvar 2 um laxveiðar
fjármálaráðherra í boði Kaupþings-Búnaðarbanka. Afskiptin
ollu miklu umróti meðal fréttamanna á Stöð 2, „vinnustað þar
sem tilfinninganæmt fólk hefur valist til starfa, sem hugsar um
prinsipp daginn út og inn“, eins og einn viðmælandi orðaði það,
og þá ekki síður það sem á eftír fylgdi, leit stjórnenda að þeim
sem lak fréttinni. Það má því segja að erfiðleikarnir séu af marg-
víslegum toga og ailt auki á óróleikann innanhúss.
Fjárhagsvandi Norðurljósa er gríðarlegur og svo hefur verið
um langt skeið. Sigurður G. segir þó ekki um neitt nýtt að ræða.
Staðan hafi verið kynnt á starfsmannafundi í vor. „Við vorum
með öll okkar lán og skuldbindingar í skilum um síðustu ára-
mót. Þegar við gerðum rekstraráætíun fyrir 2003 og framtíðar-
spá fyrir 2004 og 2005 vissum við að við myndum lenda í
vanskilum með greiðslur af sambankaláni og skuldabréfum
lífeyrissjóða í júní ef við fengjum ekki nýtt fjármagn og næðum
ekki að endurskipuleggja lánin. Við tílkynntum lánardrottnum
okkai' þetta og báðum um frest. Allir lánardrottnar hafa sýnt
fullan skilning. Stærsti hópurinn hefur lagt fram tillögur um
hvernig megi endurskipuleggja vaxtaberandi skuldbindingar
félagsins þannig að félagið geti staðið undir þeim,“ segir hann
og telur stöðuna í dag miklu betri en i fyrra. „Núna hefur enginn
sent okkur stefnu eða gjaldfellingabréf og það er ekki neitt sem
sýnir óróleika hjá lánardrottnum okkar. Þeir vita að það er best
að leysa úr þessu með friði og spekt.“
Erlendir fjárfestar? Heildarskuldir Norðurljósa nema um níu
milljörðum króna, þar af eru vaxtaberandi skuldir félagsins 6,1
milljarður og hafa lækkað um milljarð frá því í fyrra vegna sölu
Norðurljósa á hlut í Tali. Vaxtaberandi skuldir þyrftu að lækka
um 2-2,5 milljarða króna til viðbótar til að félagið gæti staðið
undir greiðslubyrðinni. Sigurður segir að tapið í ár verði í sam-
ræmi við áætlun, eða um 500 milljónir króna. 1 vor var breska
fjármálafyrirtækið Smith&Williamson og breska lögfræði-
stofan, Lovells, fengnar til að fara yfir fjárhagsstöðuna og eiga
Mannabreytingar
Eftirfarandi frétta- og dagskrárgerðarmenn hafa ýmist sagt
starfi sínu lausu eða verið sagt upp störfum:
Þorsteinn Joð hættur með Viltu vinna milljón? á Stöð 2.
Bryndís Hólm fréttakona
Margrét Stefánsdóttir fréttakona
Hulda Gunnarsdóttir fréttakona
Ólöf Rún Skúladóttir fréttakona
Snorri Sturluson íþróttafréttamaður
Snorri Már Skúlason dagskrárgerðarmaður
Árni Snævarr fréttamaður
Telma L. Tómasson fréttakona
Guðrún Gunnarsdóttir dagskrárgerðarkona, nú á Rás 2
Egill Helgason - hættur á Skjá Einum.
Dóra Takefusa hætt á Stöð 2, áður Skjá Einum.
Uppsagnir á DV í vor:
Kolbrún Bergþórsdóttir hætt á DV og komin á Fréttablaðið.
Nýir:
Jónas R. Jónsson, umboðsmaður íslenska hestsins, tekur
við Viltu vinna milljón?
Sigmundur Ernir Rúnarsson byrjar á Skjá Einum í haust.
Stöð 2 leigir rekstur Útvarps Sögu til stjórnendanna, þeirra
Ingva Hrafns Jónssonar, Hallgríms Thorsteinsson, Sigurðar
G. Tómassonar og Arnþrúðar Karlsdóttur.
Listinn er ekki tæmandi.
26