Frjáls verslun - 01.07.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTASKÝRINGFJÖUVHÐLAR
tillögurnar að ligga fyrir í lok nóvember.
Sigurður segir að tíl greina komi að auka
hlutafé, breyta uppbyggingu lána-
greiðslna, afskriftír o.s.frv. Þá er hugsan-
legt að Norðurljós verði seld erlendum
ijárfestum. Sigurður segir að bresku
fyrirtækin hafi útbúið og sent út
„information memorandum“ með sögu
fyrirtækisins og ýmsum tölulegum upp-
lýsingum, eins og venja sé þegar fyrir-
tæki eru til sölu. Þá hafa lífseigar sögu-
sagnir verið um að innlendir aðilar taki
yfir Norðurljós undir forystu Ragnars
Birgissonar aðstoðarforstjóra, t.d. fyrir
hönd Kaupþings-Búnaðarbanka, stærsta
lánardrottins Norðurljósa, en Ragnar
hafnar því algjörlega.
Helstí keppinautur Stöðvar 2, Skjár
Einn, ber sig vel eftír áföll síðustu rniss-
era. Kristinn Þór Geirsson fram-
kvæmdastjóri segir að tapið fyrstu sex
mánuði ársins nemi 7 milljónum króna
og vel komi tíl greina að árið í heild verði
gert upp með hagnaði. Þokkaleg fram-
legð sé úr rekstrinum, 31 milljón króna,
og skuldastaðan sé viðráðanleg, 453
milljónir króna. Hann býst við að sú tala
lækki um 150 milljónir á næstu vikum
þegar skuldum verði breytt í hlutafé.
Velta fyrirtækisins var um 267 milljónir
króna fyrstu sex mánuði ársins og
verður um 550 milljónir yfir árið.
Kristinn segir tiltekt hafa átt sér stað í
félaginu, tekjurnar hafi aukist og samn-
ingar hafi verið teknir upp. Framlegðar-
stýrikerfi hafi verið innleitt og stift kostn-
aðareftirlit eigi sér stað. Framlegð af
rekstri hafi verið neikvæð um 200 millj-
ónir árið 2001, 20 milljónir í fyrra og
verði jákvæð um 70-80 milljónir í ár. Sú
kenning hefur komið fram að tiltekt hafi átt sér stað á Stöð 2 til
undirbúnings sameiningu við Skjá Einn en Kristinn hafnar þvi
algjörlega.
„Undarlegast í því er að það er ekkert talað við okkur. Það
þarf yfirleitt tvo til og við erum ekki til í sameiningu. Eg hef
heyrt þennan orðróm og hann virðist koma mjög sterkt frá
Norðurljósum. Við höfðum áhuga á að kaupa upp skuldir
Norðurljósa á sínum tíma og eyddum töluverðu púðri í það en
þegar það gekk ekki eftir snerum við
okkur að okkar rekstri. Það er lítill áhugi
á að sameinast fyrirtæki sem skuldar 9
milljarða en í viðskiptum eru menn opnir
fyrir öllu og ég reikna með að eigendur
Skjás Eins hafi áhuga á því sem skilar
þeim mestum ávinningi," segir Kristinn.
Gerist hið ótrúlega? Fjárhagsvandi DV
er mikilll og stafar fyrst og fremst af hárri
skuldastöðu sem er komin frá fyrr verandi
móðurfélagi DV, Fijálsri plmiðlun, sem
fór í gjaldþrot á síðasta ári. Frá og með
áramótum hafa eigendur DV og lánar-
drottnar unnið í að endurskipulegga fjár-
haginn og hefur sú vinna tekið langan
tíma. Samkvæmt heimildum Fijálsrar
verslunar mun sú skipulagning fela í sér
hvort tveggja, hlutatjáraukningu og breyt-
ingar á lánum félagsins, jafnvel afskrift-
um. Þó munu fréttir um að nýtt félag taki
við rekstrinum ekki eiga við rök að styðj-
ast. Rekstur DV hefur verið erfiður en
stjórnendur félagsins hafa brugðist við
samdrætti með því að skera verulega
niður í rekstri félagsins eða fyrir hátt í 200
mifljónir. Stefnt er að því að skera enn
meira niður í rekstri félagsins á þessu ári
en ljóst er að menn telja sig vera komna
yfir erfiðasta hjallann þó svo að félagið
muni áfram verða í ólgusjó. Hlutafé félags-
ins verður aukið og talað um að nýir hlut-
hafar verði jaihvel með meirihluta í félag-
inu, auk þess sem hugsanlegt er að hluti
af skuldum verði breytt í hlutafé. Ekki er
vitað hvernig rekstur DV hefur verið en
hvorki DV né Fréttablaðið hafa gefið út
rekstrartölur. Ljóst er að baráttan í blaða-
heiminum er hörð og þó svo að hluthafar
félaganna hafi ekki viljað sameiningu til
þessa er rétt að minnast þess að Vísir og Dagblaðið áttu í gríðar-
legri samkeppni áður en þau sameinuðust
Fréttablaðið vinnur á, það kemur skýrt fram í lesendakönn-
unum. Flestir viðmælendur halda þvi fram að Fréttablaðið hljóti
óhjákvæmilega að vera rekið með tapi. í fréttum í vor kom hins-
vegar fram að hagnaðurinn fyrstu þijá mánuðina hefði verið 12
milljónir króna og hefur Fijáls verslun heimildir fyrir því að
blaðið sé í plús eftir fyrstu sex mánuði þessa árs. H3
0
ruv
heimur RtasúnMm íjFRÓÐI
Velta fjölmiðlanna 2002
IMorðurljós........... 5.510 milljónir
RÚV..................... 2.976 milljónir
Morgunblaðið ......... 2.899 milljónir
Fróði ................ 1.057 milljónir
Skjár Einn ............... 476 milljónir
Heimur ................... 188 milljónir
DV og Fréttablaðið gefa ekki upp veltutölur.
Hagnaður/Tap 2002
eftir skatta
Norðurljós................. 283 milljónir
Fróði ...................... 81 milljónir
Morgunblaðið ............... 49 milljónir
Heimur ..................... -4 milljónir
RÚV....................... -188 milljónir
Skjár Einn ............... -245 milljónir
DV og Fréttablaðið gefa ekki upp tölur.
Heildarskuldir 2002
Norðurljós............... 8.857 milljónir
RÚV...................... 4.149 milljónir
Morgunblaðið .............. 992 milljónir
Fróði ..................... 813 milljónir
Skjár Einn ................ 486 milljónir
Heimur ..................... 44 milljónir
DV og Fréttablaðið gefa ekki upp tölur.
Fyrstu sex mánuðir 2003
Skjár Einn
Velta ..................... 267 milljónir
Hagnaður/tap ............... -7 milljónir
Heildarskuldir ............ 453 milljónir
íslenska útvarpsfélagið
(Stöð 2, Sýn, Bylgjan o.fl. dótturfélög)
Velta ................... 1.276 milljónir
Hagnaður/tap ............. -182 milljónir
Heildarskuldir .......... 3.765 milljónir
27