Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 19

Frjáls verslun - 01.07.2003, Page 19
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur haft mikinn áhuga á að kaupa 28% hlut Eimskipafélagsins í Flugleiðum og ná ráð- andi stöðu í félaginu. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvað verður um Flugleiðir í stórsókn Björgólfs. Bjarni Ármannsson, forstjóri íslandsbanka. Þegar Björgólfur hóf stórsókn sína í Straumi svaraði Bjarni að bragði fyrir sig og jafnaði metin innan Straums. þannig meiri áhrif á störf Þórðar Jóhannessonar, forstjóra Straums. Hann hefur verið talinn mjög hallur undir Bjarna Ármannsson, forsljóra Islands- banka, sem sumir telja að nánast ljarstýri honum í verkefnum. Um það eru raunar mjög skiptar skoðanir og sagt að uppgangur Straums sé fyrst og fremst verk Þórðar. Hin fleygu orð Björgólfs að hann ætli að „losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra" hafi allir túlkað á þá leið að næstu leikir hans í stöðunni séu að hjóla í Eimskipa- félagið og Flugleiðir: Að Landsbankinn, sem á 9,40% eignarhlut í Eimskipafélaginu, ætli í þessar umbætur og uppstokkun á félögunum með aðstoð Straums, sem á þar 15,02% eignarhlut og er stærsti hluthafinn og TM sem á 5,56%. Vitað er að aðstandendur Straums, þ.e. báðir bankarnir, telja tækifæri á uppstokkun í kringum Eimskipafélagið og Flugleiðir og að þar sé hægt að gera betur í rekstrinum. Þrátt fyrir „hið óljósa jafntefli" bankanna tveggja eftir stríðsátökin í Straumi telja flestir að þeir nái samkomulagi um að beita Straumi innan Eimskipafélagsins og að Straumur muni vinna þar náið með Landsbankanum og TM við að mynda nýtt afl innan félagsins. Það er ljóst að markmið beggja bankanna er að hafa Straum sem sjálfstæðastan og sterkastan, og óháðan eigendum sínum. Hreyliafl Straums á að vera það eitt að græða peninga og færa sig inn og út úr félögum með fjárfestingar sínar eftir því hvað er hagstæðast hverju sinni. Honum er sömuleiðis ætlað að vera félag umbreytinga, þ.e. að ijárfesta til að hafa áhrif í þeim félögum sem hann fjárfestir í til að gera þau verð- mætari. Fróðlegt verður að sjá hvernig hin „óljósa jafningjastaða“ innan hluthafahópsins muni fúnkera þegar á reynir. Ymsir spyija sig hvort Þórður Már Jóhannes- son, forstjóri Straums, geti lent í pattstöðu í verkefnum og engan leik leikið, vegna þess að fylkingarnar er á öndverðum meiði og jafnteflið í stjórninni þvælistfyrir. Jaihteflið þýðir að minnsta kosti að hvor- ug fylkingin getur „misnotað Straum“ sem samstarfsaðila í ijár- festingum sínum. Til þessa hafa menn velt því fyrir sér hversu mikinn áhuga þeir félagar í Samson hefðu á Islandi þrátt fyrir að hafa keypt Landsbankann. Einhvern veginn mátu margir stöðuna svo að áhugi þeirra væri fyrst og fremst á atvinnustarfsemi erlendis efjdr þann stórkostlega árangur sem þeir hafa náð í Rússlandi og með uppbyggingu Pharmaco sem alþjóðlegs fyrirtækis. Að vísu fór hin snilldarlega sameining þeirra á Pharmaco og Delta fram hér á landi í fyrrasumar og gerði m.a. Pharmaco að þeim risa sem hann er. Eftir átökin um Straum og ekki síst yfirlýsingu Björgólfs RISAKOLKRABBI AÐ FÆÐAST? Menn hafa spurt Guðmundssoanr í kjölfarið vefst það ekki fyrir neinum lengur að félagarnir í Samson ætla að beita sér í íslensku viðskiptalífi og spila harðan sóknarbolta. Þess vegna verður fróðlegt að fylgj- ast með næstu leikjum þeirra. Þeir eru hugmyndaríkir, snjallir - og miklir keppnismenn. Jafnteflið í Straumi Fylking ÍSLANDSBANKA. 39-40% Fylking LANDSBANKANS ... 37-38% l\IÝR sem svo: Eru eignatengslin „Sjóvá-Almennar- Eimskipafélagið-Flugleiðir" flóknari en eignatengslin „Samson-Landsbankinn-Straumur-Eimskipafélagið- Flugleiðir'? Eins og síðarnefndu eignatengslin líta út þá er varla hægt að lá neinum að spyrja hvort nýr risakolkrabbi sé að fæðast. 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.