Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 21
en stríðinu lýkur aldrei. Iifið heldur alltaf áfram að yrkja. Ég
held að það sé hollt að nálgast allan rekstur þannig, baráttunni
lýkur aldrei."
Þorsteinn segir Vífilfell iýrst og fremst í samkeppni við
Ölgerðina. „Ölgerðin er stærsti samkeppnisaðifinn okkar og sá
harðvítugasti. En öll samkeppni er að sjálfsögðu tekin alvarlega.
Annars reynum við líka að keppa að markmiðum sem eru óháð
samkeppninni. Við reynum stöðugt að standa okkur betur
gagnvart viðskiptavinum og neytendum óháð því hvað sam-
keppnisaðilar eru að gera. Þannig hvílum við aldrei í gömlum af-
rekum og erum stöðugt á varðbergi."
„Það eru enn margir sem líta á Vífilfell sem Coca-Cola
fyrirtæki eingöngu. Það eru fáir sem vita að fyrirtækið er
stærst á bjórmarkaði og markaði fyrir ávaxtasafa. Við höfum
nú um 45% hlutdeild í verslunum ÁTVR í bjórsölu, en 75% af
magninu fer þar í gegn, og enn meiri hlutdeild ef markað-
urinn er skoðaður í heild sinni. Við höfum verið að bæta veru-
lega við okkur markaðshlutdeild á síðustu misserum á
meðan Ölgerðin hefur misst hlutdeild og er nú með tæplega
24% í ÁTVR. Við erum að nálgast það að verða tvöfalt stærri á
bjórmarkaðnum."
Aðspurður um hvort Vifilfell hafi í hyggju að færa út starfsemi
sína og bjóða léttvín og sterk vín til kaupenda segir Þorsteinn:
„Við skilgreinum okkur sem markaðsdrifið drykkjarvörufyrir-
tæki og ætlum að halda okkur við þá skilgreiningu. Það er
ekkert leyndarmál að við höfum verið að skoða möguleikana á
því að fara út í að selja léttvín og það er fyrst og fremst til að þjóna
viðskiptavinum sem hafa óskað eftír því. Við ætfum okkur að
stíga varlega til jarðar í þessu og fara okkur hægt,“ segir hann.
„Það er auðvitað „consept" út af fyrir sig að geta boðið
heildarpakka þ.e. gosdrykki, bjór, léttvín og sterk vin, en ég
held verðmætið í þvi sé stórlega ofmetið. Það getur verið
hagræði í því fyrir viðskiptavini að fá sem mest hjá einum
birgi en ég hygg að flestir hugi meira að því að hafa réttu
vöruna á boðstólum og minna að því að lágmarka tjölda
birgja. En ástæðan fyrir því að við höfum kannað möguleika
á því að færa út kviarnar með þessum hætti er fyrst og fremst
sú að verða við óskum viðskiptavina.“ SH
21