Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 28
STJÓRNUN
ÁREKSTRÆR KYNSLÓÐA
Hvernig á að stjórna
ólíkum kynslóðum?
Mikill munur er á Þöglu-, Barnabombu-, X- og Y-kynslóðinni. Þess
vegna þarf að beita mismunandi aðferðum í stjórnun eftir því á
hvaða aldri starfsfólkið er.
Texti: Herdís Pála Pálsdóttír Myndir: Geir Olafsson
Mikið hefur verið rætt og ritað um stjórnun og mismun-
andi stjórnunaraðferðir. Það nýjasta í þeim efnum er að
skoða mismunandi stjórnunaraðferðir iyrir mismun-
andi hópa starfsfólks og þá aðallega með tilliti til þess á hvaða
aldri starfsfólkið er. Gjarnan er talað um mismunandi „kyn-
slóðir“ í þeim efnum. Ekki eru allir sammála um nákvæma
skiptingu þessara kynslóða en flestir eru þó sammála um að
það séu fjórar kynslóðir á vinnumarkaðnum í dag og að á
flestum vinnustöðum finnist a.m.k. þrjár þeirra.
Algengasta flokkunin er þessi:
1. Þögla kynslcóðin, fólk sem fætt er fyrir 1950; um það bil 10%
þeirra sem nú starfa á vinnumarkaðnum.
2. Barnabombukynslóðin (e. Baby Boomers), fólk fætt ca.
1950-1965; um það bil 45% þeirra sem nú starfa á vinnu-
markaðnum.
3. X-kynslóðin, fólk fætt ca. 1965-1977; um það bil 30% þeirra
sem nú starfa á vinnumarkaðnum, einnig þekkt sem
Nintendo-kynslóðin.
4. Y-kynslóðin, fólk fætt ca. 1978-1985, um það bil 15% þeirra
sem nú starfa á vinnumarkaðnum, einnig þekkt sem GSM-
kynslóðin. Þetta er sú kynslóð sem nú er að koma inn á
vinnumarkaðinn og þykir hafa hugmyndir um vinnusam-
bandið sem eru um margt ólíkar þeim hugmyndum sem
fyrri kynslóðir hafa. Segja má að það trúi á sjálfmiðaða
tryggð, þ.e. þetta fólk heldur fyrst og fremst tryggð við sjálft
sig og telur sig ekki skuldbundið vinnuveitanda sínum á
nokkurn hátt (e. free agent mindset). Þetta starfsfólk vinnur
mjög vel fyrir vinnuveitanda sinn og er honum mjög trútt og
hollt, alveg þangað til betra tilboð kemur frá öðrum vinnu-
veitanda!
Munurinn á Y-kynslóðinni og þeim sem á undan hafa komið
Mikið er ritað um Y-kynslóðina þessar vikurnar og er ástæðan
sennilega sú að hún hefur verið styst á vinnumarkaðnum og
stjórnendur eru enn að kynnast henni. Rannsóknir hafa sýnt að
þetta fólk er jákvæðara út í vinnu almennt en fyrri kynslóðir en
upplifir þó minni starfsánægju og ánægju með vinnuveitendur.
Þar af leiðir að hún er mun líklegra til að skipta um vinnu í von
um meiri sveigjanleika og betri kjör annars staðar.
Þessi kynslóð er líka mun jákvæðari gagnvart því að fá mat
á frammistöðu sína en fyrri kynslóðir og nýtir sér slíkt mat
hiklaust til að bæta eigin frammistöðu.
Meira þarf til að halda
áhuga þessarar kynslóðar en
þeirra sem á undan komu.
Hún finnur síður fyrir því en
þeir eldri á sömu vinnu-
stöðum að um samvinnu,
sanngirni og tækifæri til að
vinna að ögrandi og skemmti-
legum verkefnum sé að ræða.
Greinarhöfundur er Herdís
Pála Pálsdóttir, MBA-
mannauðsstjórnun.
28