Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 28
STJÓRNUN ÁREKSTRÆR KYNSLÓÐA Hvernig á að stjórna ólíkum kynslóðum? Mikill munur er á Þöglu-, Barnabombu-, X- og Y-kynslóðinni. Þess vegna þarf að beita mismunandi aðferðum í stjórnun eftir því á hvaða aldri starfsfólkið er. Texti: Herdís Pála Pálsdóttír Myndir: Geir Olafsson Mikið hefur verið rætt og ritað um stjórnun og mismun- andi stjórnunaraðferðir. Það nýjasta í þeim efnum er að skoða mismunandi stjórnunaraðferðir iyrir mismun- andi hópa starfsfólks og þá aðallega með tilliti til þess á hvaða aldri starfsfólkið er. Gjarnan er talað um mismunandi „kyn- slóðir“ í þeim efnum. Ekki eru allir sammála um nákvæma skiptingu þessara kynslóða en flestir eru þó sammála um að það séu fjórar kynslóðir á vinnumarkaðnum í dag og að á flestum vinnustöðum finnist a.m.k. þrjár þeirra. Algengasta flokkunin er þessi: 1. Þögla kynslcóðin, fólk sem fætt er fyrir 1950; um það bil 10% þeirra sem nú starfa á vinnumarkaðnum. 2. Barnabombukynslóðin (e. Baby Boomers), fólk fætt ca. 1950-1965; um það bil 45% þeirra sem nú starfa á vinnu- markaðnum. 3. X-kynslóðin, fólk fætt ca. 1965-1977; um það bil 30% þeirra sem nú starfa á vinnumarkaðnum, einnig þekkt sem Nintendo-kynslóðin. 4. Y-kynslóðin, fólk fætt ca. 1978-1985, um það bil 15% þeirra sem nú starfa á vinnumarkaðnum, einnig þekkt sem GSM- kynslóðin. Þetta er sú kynslóð sem nú er að koma inn á vinnumarkaðinn og þykir hafa hugmyndir um vinnusam- bandið sem eru um margt ólíkar þeim hugmyndum sem fyrri kynslóðir hafa. Segja má að það trúi á sjálfmiðaða tryggð, þ.e. þetta fólk heldur fyrst og fremst tryggð við sjálft sig og telur sig ekki skuldbundið vinnuveitanda sínum á nokkurn hátt (e. free agent mindset). Þetta starfsfólk vinnur mjög vel fyrir vinnuveitanda sinn og er honum mjög trútt og hollt, alveg þangað til betra tilboð kemur frá öðrum vinnu- veitanda! Munurinn á Y-kynslóðinni og þeim sem á undan hafa komið Mikið er ritað um Y-kynslóðina þessar vikurnar og er ástæðan sennilega sú að hún hefur verið styst á vinnumarkaðnum og stjórnendur eru enn að kynnast henni. Rannsóknir hafa sýnt að þetta fólk er jákvæðara út í vinnu almennt en fyrri kynslóðir en upplifir þó minni starfsánægju og ánægju með vinnuveitendur. Þar af leiðir að hún er mun líklegra til að skipta um vinnu í von um meiri sveigjanleika og betri kjör annars staðar. Þessi kynslóð er líka mun jákvæðari gagnvart því að fá mat á frammistöðu sína en fyrri kynslóðir og nýtir sér slíkt mat hiklaust til að bæta eigin frammistöðu. Meira þarf til að halda áhuga þessarar kynslóðar en þeirra sem á undan komu. Hún finnur síður fyrir því en þeir eldri á sömu vinnu- stöðum að um samvinnu, sanngirni og tækifæri til að vinna að ögrandi og skemmti- legum verkefnum sé að ræða. Greinarhöfundur er Herdís Pála Pálsdóttir, MBA- mannauðsstjórnun. 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.