Frjáls verslun - 01.09.2003, Page 85
FYRIRTÆKIN Á NETINU
Markaðsselning erlendis
- á Netinu!
Sumir telja að flott útlit veflarins sé fyrir öllu en það er mildll misskilningur. Vefur-
inn þarf að vera hreinn og einfaldur í hönnun og við markaðssetningu erlendis þarf
hann að vera vel aðgengilegur fyrir notendur og, ekki síður, fyrir leitarvélarnar!
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Hreinn og einfaldur vefur - það er grundvallaratriðið í
útliti vefla í dag. Notkun nýjustu taekni í vefhönnun
getur þvælst fyrir og unnið gegn því að nógu góður
árangur náist ef markaðssetja skal erlendis á Netinu. Allt er
hægt að markaðssetja í gegnum Netið þó að vissulega sé
kannski auðveldara að markaðssetja sumt fremur en annað.
Lykilatriðið er að fyrir markaðssetninguna hafi vefurinn verið
gerður aðgengilegur fyrir bæði notendur og ekki síður fyrir
leitarvélarnar! Það þurfa að vera sem mestir möguleikar á því
að leitarvélarnar finni vefinn og komi honum á framfæri við
notandann. Þannig næst bestur árangur.
„Við þurfum að taka mið af leitarvélunum í gegnum allt
vefhönnunarferlið, hvort sem það er í nýrri hönnun eða
endurhönnun. Vefurinn þarf að vera hreinn og einfaldur í
útliti og notkun en vel hannaður vefur snýst um annað og
meira en bara fagurfræðilegt útlit. Það eru ijöldamörg íslensk
fyrirtæki sem eru að sækja á erlenda markaði og því miður er
alltof algengt að vefir þessara fyrirtækja finnist ekki á Netinu.
Astæðan er sú að ekki var tekið mið af því hvernig leitarvélar
starfa við gerð vefjarins. Það getur orðið fyrirtækjum
dýrkeypt að undanskilja þennan þátt við hönnunina en það er
mun kostnaðarsamara fyrir fyrirtækin þegar þau verða að
stilla vefinn eftir á með tilliti til þess að ná góðum árangri á
leitarvélum," segir Sjöfn Agústsdóttir, vefstjóri og ráðgjafi um
markaðsmál á Netinu. Sjöfn þekkir markaðssetningu erlendis
á Netinu af eigin raun eftir að hafa starfað við það í ijölmörg
ár. Jafnframt er hún og hefur verið vefstjóri hjá Mönnum og
músum undanfarin sex ár.
Hvað skiptir mestu máli? Langstærsti hluti nýrra gesta fer
í gegnum leitarvélarnar. Ymislegt hefur áhrif til góðs við
markaðssetningu á Netinu og allt miðast það við að hámarka
árangurinn af þessum vélum. Hér verður fátt eitt talið: Fyrir
utan það grundvallaratriði að taka tillit til leitarvélanna við
hönnun veijarins frá upphafi er mikilvægt að gæta þess að
nota ekki tækni sem gæti dregið úr líkum á því að leitarvél
finni síðurnar. Einnig þarf að velja lykilorð fyrir vefinn og hafa
þá í huga hvaða lykilorð sé líklegt að notandi úti í heimi slái
inn og taka ákvörðun um undir hvaða leitarorðum fyrirtækið
Á vef Manna og músa er mikið um endurtekningar á DNS,
sem er eitt aðal leitarorðið hjá fyrirtækinu.
vill láta finna síðurnar sínar. Við textaskrif á vefinn þarf líka að
hafa leitarvélina í huga og gæta þess að hafa hæfilegar endur-
tekningar á leitarorðum. Þá skiptir máli að leitarvélarnar hafi
gott aðgengi að sem flestum síðum frá heimasíðunni, t.d. með
því að birta veftré („site map“). Einnig er mikilvægt að kynna
sér þær reglur sem leitarvélarnar hafa og gæta þess að brjóta
þær ekki svo að vefnum verði ekki hent út af leitarvélinni.
Þetta er m.a. mikilvægt:
• Taka tillit til leitarvélanna við hönnun vefjarins frá upp-
hafi.
• Nota ekki tækni sem getur dregið úr líkum á því að leitar-
vélar finni síðurnar á vefnum.
• Velja góð leitarorð eða m.ö.o. lykilorð og endurtaka þau
hæfilega oft á síðunum.
• Birta tengil á veftré frá forsíðu svo að leitarvélar hafi
aðgengi þaðan að mikilvægustu undirsíðum.
• Nota lykilorð í síðutitlum.
• Nota textatengla fremur en myndatengla þar sem því
verður við komið.
• Gæta þess að brjóta ekki reglur leitarvélanna.
• Fylgjast reglulega með árangri veijarins í leitarvélum og
gera úrbætur ef þörf er á. HH
VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR ■ FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS
85