Frjáls verslun - 01.10.2003, Síða 80
Jakob Jakobsson, yfirsmurbrauðsmeistari Jómfrúarinnar.
vel fyrir hjá viðskiptavinum Jómfrúarinnar sem
mörgum hveijum þykir gott að nota staðinn
sem fundarstað í hádeginu urn leið og þeir
borða.
.Jómfrúin hefur alltaf lagt mikla áherslu á að
sinna fólki úr viðskipta- og verslu nargeiranum,“
segir Jakob. „Eg lærði á þannig veitingahúsi í
Danmörku og sá þá að það sem skipti máli var
hröð afgreiðsla og þægilegt umhverfi ásamt
góðum mat. Fólk hefur nauman tíma í hádeginu
en vill gjarnan fara eitthvað út og notar þá oft
veitingahúsið sem fundarstað. Eg veit að hér fara
oft fram viðskiptalegar umræður þar sem hvor-
ugur aðilinn er á heimavelli, það skapar ákveðna
stemmningu."
Danskur fram í fingurgóma Sérstaða jómfrúar-
innar liggur ekki síst í því að veitingastaðurinn er
danskur að öllu leyti. „Hingað hefur aldrei komið
Jómfrúin:
i
J
Jómfrúin er danskur veitingastaður
Fyrir jólin bjóða allflest veitingahús
gestum sínum upp á jólahlaðborð. Svo er
ekki með Jómfrúna í Lækjargötu, heldur
setjast gestir við borð og fyrir þá er settur
jólaplatti sem á eru ýmsar kræsingar. Og auð-
vitað borinn fram jólasnafs og jóla Tuborg.
„Hjá okkur byrja jólin fyrstu helgi í
aðventu, hvorki fyrr né seinna,“ segir Jakob
Jakobsson, eigandi og yfirjómfrú á hinum
danskættaða veitingastað, Jómfrúnni.
Jólaplattinn er sjö rétta og þar sem máltíðir hjá Dönum
byrja ávallt á síld og enda á osti, gerum við eins en bætum
reyndar við ris a la mande þannig að í raun eru þetta 8 réttir.
A plattanum er heimalöguð síld, kræklingasalat í tómat-
salsa, laxa- og silungatvenna með sýrðum rjóma,
kálfa terrine með sultuðum grænum
tómötum, kryddhjúpað íjallalamb með
myntugeli og jólasteik Jómfrúarinnar
með öllu tilheyrandi.
Svo er góður mjúkostur, en tegundin
fer eftir því sem best er hveiju sinni í
Osta- og smjörsölunni og auðvitað
fylgir brauð, smjör og okkar góða
sósa.“
Sinn er sióur í landi
hverju og svo er um
Danmörku einnig.
Jómfrúin í Lækjargötu
er trú dönskum
jólasiðum.
pasta eða nokkur skapaður hlutur sem ekki
telst danskur, því ég tel það skipta meginmáli
að halda ákveðnum svip á staðnum og hvika
ekki frá því. Viðskiptavinum okkar fellur vel
við danskan mat og staðinn eins og hann er og
við viljum halda því þannig. Það er auðvitað
aldrei hægt að gera svo öllum líki en hinir fara
þá bara annað.“
fllltaf eitthvað nýlf Plattinn er aldrei
eins tvö ár í röð en mælist alltaf jafn
Jólaplattinn freistar margra.
Villigæs og rjúpa Þegar ekki er möguleiki á að fara út í
hádeginu eða ef halda á fund í fyrirtæki, gefst kostur á að
panta jólaplatta hjá Jómfrúnni. „Við setjum matinn á einnota
bakka og sendum hann í fyrirtæki," segir Jakob. „Þetta
mælist vel fyrir, er engin fyrirhöfn og hægt er að
henda bakkanum að máltíð lokinni."
Það er ekki hægt að sleppa Jakobi án
þess að spytja hann um það hvað hann
ætli að hafa í jólamatinn. „Eg verð með
tvíréttað að vanda," segir hann. „Rjúpu
sem ég á í frystinum frá því í fyrra og
gæsabringu sem ég brúna vel á pönnu
og skvetti vel á af koniaki. Svo hef ég
hana í ofni í um tíu mínútur og bý til
sósu sem ég set gjarnan gráðost í. Með
þessu er hægt að hafa sama meðlæti og
með rjúpunni.“ H5
80