Frjáls verslun - 01.09.2004, Qupperneq 11
fréttir
Rökkur og rómantík
Kaffi
kerti
og
konfekt
Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, Jakobína Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Mónu, og Guðrún Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bergíss.
Mynd: Geir Ólafsson
rjár konur hafa sett
á markað sameigin-
legt samvinnuverkefni,
KafS - Kerti - Konfekt, eða
K-in 3. Um er að ræða vöru-
línu sem hefur hlotið heitið
..Rökkur & rómantik". Þetta
eru gjafaöskjur í tfu mismun-
andi útgáfum þar sem ein
útfærslan er með kaffi, kon-
fekti, kertum og ljóðakveri til
að uppheija eða hugga þann
sem gjafaöskjuna fær. Ljóða-
kverin eru í þremur útgáfum,
ástarljóð í ástaröskjunni, vinar-
ljóð í vinaröskjunni og jólaljóð
í jólaöskjunni.
„Vörulínan gengur út á
það að fá fólk til að slaka á i
amstri dagsins og gefa sjáifum
okkur og þeim sem okkur
þykir vænst um tíma til að
njóta stundarinnar, kveikja
á kertum, maula á gómsætu
konfekti, fá okkur kaffisopa og
lesa ljóð. Þetta er gjöf sem allir
geta nýtt sér,“ segir Guðrún
Magnúsdóttir, framkvæmda-
stjóri innflutningsverslunar-
innar Bergíss ehf.
K-in 3 eru samvinnuverk-
efni Guðrúnar, sem sér um
kertin í öskjumar, Aðalheiðar
Héðinsdóttur, framkvæmda-
stjóra Kaffitárs, sem sér
fyrir kaffi í þær, og Jakobínu
Sigurðardóttur, framkvæmda-
stjóra Mónu, sem sér um
konfektið. Guðrún hannaði
öskjumar og hefur séð um
pakkann og frágang hans
að öðm leyti, ekki síst hvað
Ein útfærsla af gjafaöskjunni.
varðar ljóðin, sem em öll úr
ljóðabókinni Tilfinningar eftir
Guðrúnu Jóhannsdóttur, skáld
frá Brautarholti á Kjalamesi.il
Leiðrétting
Þau leiðu mistök áttu sér stað í síðasta tölublaði
Frjálsrar verslunar, bókinni 300 stærstu, að forstjóri
ístaks var sagður heita Loftur Ágústsson. Það er ekki
rétt. Loftur er Ámason og leiðréttist það hér með.Bll
Loftur Árnason, forstjóri ístaks.
11