Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 18
Staða SÍF var orðin nokkuð snúin þegar við kynntum
þær breytingar sem verða á rekstri félagsins nú á haust-
mánuðum. I fyrsta lagi má nefna að félagið starfaði í raun
eftir tveimur ólíkum viðskiptastefnum, þ.e. annars vegar útflutn-
ingur á íslensku sjávarfangi sem er háð veiðum og vinnslu
hveiju sinni og hins vegar að selja og markaðssetja virðis-
aukandi vörur á erlendum mörkuðum annaðhvort undir eigin
vörumerkjum eða vörumerkjum verslanakeðja. I annan stað var
starfsemi félagsins mjög dreifð landfræðilega og í þriðja lagi var
vöruframboð SIF tiltölulega „ósamstætt“. Þessu til viðbótar var
eigið fé félagsins orðið mjög lítið sem hlutfall af umfangi fyrir-
tækisins. Þótt nokkrar af undirliggjandi rekstrareiningum SIF
hafi staðið sig vel og skilað viðunandi afkomu þá átti fyrirtækið
við mikinn rekstrarvanda að glíma, einkum í Frakklandi,“ segir
Olafur Olafsson, starfandi sljómarformaður Samskipa.
„Það má segja að staða SIF í Frakklandi hafi verið töluvert
alvarlegri en við gerðum okkur grein fyrir. Við fengum utanað-
komandi endurskoðendur til að fara í gegnum bækur félagsins
og þá var okkur ljóst að eignastaða félagsins var mun veikari
en fyrir lá og að við þyrftum að taka á okkur miklar afskriftir.
Við réðum nýjan íjármálamann og fómm í gegnum alla stöðuna
en stóðum þá frammi fyrir þremur valkostum. I fyrsta lagi að
reyna að selja reksturinn og koma okkur út sem hefði þýtt að
við hefðum orðið að taka á okkur umtalsverð áföll. I öðm lagi að
snúa rekstrinum við og fá nýtt stjómendateymi inn til að byggja
reksturinn upp, sem er mjög flókið mál. Þetta var sú leið sem við
í rauninni völdum og töldum líklegasta fyrir okkur. Þiiðja leiðin
var svo að freista þess að kaupa fyrirtæki sem væri mjög vel statt
á markaðnum með hæfa stjómendur og framleiðslu og dreifi-
leiðir sem væm stuðningur við það sem við væmm að gera.
Vörur í dýrari kantinum Þegar okkur var ljóst að Labeyrie
væri hugsanlega til sölu strax í vor þá báðum við KB banka
um að senda þeim bréf þar sem við óskuðum eftir viðræðum
við þá. Þeir höfðu ekki áhuga á að tala við okkur á því stigi en
seinna, nánar tiltekið 28. júní, vildu þeir eiga við okkur óform-
legar viðræður til að skoða hvort við gætum átt samleið. Eftir að
við höfðum gert stjómendum félagsins grein fyrir okkar hug-
myndum um að þeir myndu taka yfir okkar rekstur í Frakklandi
og byggja hann upp þá var ljóst að áhugi stjómendanna var mik-
ill. Þeir beittu sér síðan fyrir því að teknar vom upp formlegar
viðræður við okkur um hugsanleg kaup á fyrirtækinu. Þessar
„Eftir að við höfðum gert stjórnendum félagsins grein
fyrir okkar hugmyndum um að þeir myndu taka yfir
okkar rekstur í Frakklandi og byggja hann upp þá var
Ijóst að áhugi stjórnendanna var mikill," segir Ólafur
m.a. um aðdraganda kaupanna á Labeyrie Group í
Frakklandi.
viðræður enduðu síðan með því að samningurinn var
undirritaður í París,“ segir Olafur.
Stjómendur SIF fengu KB banka til liðs við og
segir Olafur að bankanum hafi litist ákaflega vel á við-
skiptahugmyndina. Jaihframt hefði KB banki talið það
heppilegast að endurfjármagna allt fyrirtækið í leiðinni.
A þessum tímapunkti hafi verið ákveðið að kynna þá
sýn sem félagið hafi verið að leggja áherslu á, nefnilega
að framleiða í auknum mæli vömr í dýrari kantinum í
Evrópu, kældar vömr sem em tilbúnar til neyslu og fara
með þær á markað þar sem rík hefð er fyrir neyslu á
slíkum vömm. SIF hafði þá ákveðið að draga sig frekar
út úr Ijöldaframleiðslu eins og er í Bandaríkjunum og
þjóna Ameríkumarkaði beint frá Islandi með íslenskar
afurðir.
Rangar fjárfestingar Ólafur segir að ef litið sé til baka
sé ljóst að ýmsar erlendar fjárfestingar hafi ekki reynst
réttar og nefnir sem dæmi fjárfestingar í Noregi, Brasiliu
og Kanada, að ógleymdum félögum í Frakklandi. Þá hafi
flutningurinn á verksmiðjunni í Bandaríkjunum fyrir
nokkmm ámm ekki reynst vel. „Þetta vom aflt atriði
sem reyndust fyrirtækjunum ákaflega dýrkeypt.“ Það
var heldur ekki samhljómur í stefnu fyrirfækisins, í því
sem fyrirtækið var að gera, og skilgreining á fyrirtækinu
var ekki rétt að okkar mati. „Sammni ÍS og SÍF hefur
ekki staðist okkar væntingar, það er alveg ljóst. Það
er ekkert leyndarmál að við emm mjög óánægðir með
þann samruna, hann náði ekki því sem hann átti að ná,“
segir hann.
- Er meiningin að fara á markað í Frakklandi? „Nei,
við fömm ekki á franskan markað með fyrirtækið. Við
emm á íslenska markaðnum og verðum vonandi áfram.
Móðurfélagið verður hér á landi og höfuðstöðvar. Við
Hvad er Labeyrie Group?
SÍF keypti franska matvælafyrirtækið Labeyrie
Group á 29 milljarða króna. Velta SÍF verður því
um 90 milljarðar króna. Starfsmenn verða hátt í
4.000 talsins og munu þeir starfa í 11 löndum.
Labeyrie er leiðandi í framleiðslu og dreifingu
á kældum matvælum. Félagið starfrækir sex
verksmiðjur í Frakklandi, á Spáni og í Skotlandi.
Helstu vörur fyrirtækisins eru reyktur lax, anda-
lifur, rússneskar hveitipönnukökur og smurréttir.
Með kaupunum á Labeyrie og sölunni á lceland
Seafood Corporation í Bandaríkjunum fyrir um
3,2 milljarða króna er SÍF að færa sig úr frystum
vörum í kældar á meginlandi Evrópu, fyrst og
fremst Bretlandi, Frakklandi og Spáni.
18