Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 21
Ólafur. „Það var fullreynt að eigendur SH höfðu ekki áhuga
á þessum hugmyndum SIF og þegar við ákváðum að selja
hlutabréfm í SH lá jafnframt fyrir að skynsamlegast væri að
selja verksmiðju SIF í Bandaríkjunum á sama tíma þar sem
ljóst var að ekki næðist fram sú hagræðing milli félaganna
sem stjórn SIF hafði talið áhugaverða.“
Nokkrir kaupendur segir Ólafur að hafi
komið til greina en samningar hafi náðst við
Sjóvík, fyrirtæki í eigu Jóns Kristjánssonar,
sem m.a. er stjómarmaður í Samskipum.
Sjóvík segir hann að hafi náð undraverðum
árangri á markaði í Asíu og því hafi það verið
mjög spennandi tækifæri fyrir félagið að
kaupa verksmiðju SIF enda sé Sjóvík stærsti
birgir fyrirtækisins í Bandaríkjunum í dag.
Þær hugmyndir sem stjómendur Sjóvíkur
hafa um samþættingu síns rekstrar á íslandi, Asíu og Banda-
ríkjunum em mjög áhugaverðar, að sögn Ólafs. Hann bendir
á að Sjóvík hafi verið tilbúin til að borga verð sem hafi uppfyllt
væntingar SÍF og vel það. Stjómendur SÍF þekki stjómendat-
ejunið í Sjóvík og þyki jákvætt að vinna með þvi. Náið og gott
samstarf hafi verið þama á milli.
Vaxandi markaður í flsíu „Þeir kynntu fyrir okkur hug-
myndir sínar um að stjómendum fyrirtækisins í Bandaríkj-
unum yrði boðið að taka þátt í þessu með þeim sem við teljum
mjög jákvætt. Stjómendumir þar hafa staðið sig ákaflega vel.
Fyrirtæki sem var verðlaust fyrír nokkmm ámm er núna selt
fyrir 70 milljónir dollara. Þeir eiga heiður skilinn fyrir sitt starf.
Okkur var að sjálfsögðu umhugað um að kaupendur væm
aðilar sem stjómendur SÍF í Bandaríkjunum vildu gjaman
vinna með.“
SÍF gaf vilyrði um að fjárfesta allt að 19% í Sjóvík, m.a. til að
hafa aðgang að Asíumarkaði sem er og verður stöðugt mikil-
vægari. Það em einkum tvær ástæður fyrir miklu og vaxandi
mikilvægi Asíu í vinnslu og viðskiptum með sjávarafurðir. I
fyrsta lagi er mikið framboð á góðu vinnuafli á mjög samkeppn-
ishæfu verði. I annan stað
er fiskeldi, sem að stómm
hluta á sér stað í Asíu, vax-
andi þáttur í öllu framboði
á sjávarafurðum og mun sá
vöxtur halda áfram á kom-
andi ámm. Þessu til viðbótar
segir hann að Asíulönd séu
vaxandi markaður með auk-
inni velmegun og kaupgetu.
Þá sé hlutatjáraukningin í
Ég vil vera frjáls!
,;Ef þú ætiar að stunda virk viðskipti á
Islandi, fara inn í fyrirtæki og taka þátt
í verkefiiinu af fúllum krafti þá getur þú
vart setið í bankaráði þar sem verið er að
íjalla um viðskiptavini þína, samstarfsaðila
eða keppinauta. Það hefur verið mín
prinsippafstaða. Eg vil vera frjáls og geta
tekið mínar ákvarðanir.“
Hvad er Sjóvík?
Sjóvík ehf. keypti lceland Seafood Corporation,
verksmiðju SÍF í Bandaríkjunum, af SÍF fyrir tæpa
5 milljarða króna nú í haust. Félagið er stórt í fisk-
vinnslu og viðskiptum með fisk í Asíu og kaupir og
selur um 100 þúsund tonn af fiski og fiskafurðum
á ári á alþjóðlegum mörkuðum fyrir sjávarfang,
mestmegnis Alaskaufsa og Kyrrahafsþorsk.
Sjóvík rekur sjö verksmiðjur, fjórar, í Kína, tvær
í Taílandi og eina í Bandaríkjunum. Þá er félagið
með skrifstofur á íslandi, í Kína, Taíiandi, Suður-
Kóreu og Bandaríkjunum. Um 3.000 manns
starfa á vegum félagsins. Þá er félagið í sam-
starfi við Kóreumenn og Rússa um veiðar í
Kyrrahafslögsögu Rússlands.
Sjóvík ehf. er í eigu Sunds, þar á meðal Jóns
Kristjánssonar, stjórnarformanns Sjóvíkur og
stjórnarmanns í Samskipum, og starfsmanna.
21