Frjáls verslun - 01.09.2004, Qupperneq 29
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Olgerðarinnar, lætur af störfum
hjá fyrirtækinu um áramótin eftir þriggja ára setu í forstjóra-
stóinum.
Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur hefur verið
ráðinn sparisjóðsstjóri SPH frá næstu áramótum í stað Þórs
Gunnarssonar.
Svafa Grönfeldt hætti sem framkvæmdastjóri IMG Deloitte
og tók við nýju starfi sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs
Actavis.
Einar Þorsteinsson, forstjóri islands-
pósts síðustu sex árin, sagði upp og
stofnaði ásamt Frétt nýtt póstdreifingar-
fyrirtæki, Pósthúsið.
Almar Orn Hilmarsson er hættur sem
framkvæmdastjóri Tæknivals og tekinn
við starfi Arnþórs sem forstjóri lceland
Express.
Þór Gunnarsson, sparisjoðsstjori SPH
frá árinu 1981, tilkynnti á síðasta aðal-
fundi að hann myndi hætta á næsta ári.
Vodafone. Samkvæmt skipuritinu verður Eiríkur því yfirmaður
Gunnars Smára. Eiriki er þó ætlað að beita sér að rekstri síma-
fyrirtækisins. Gunnar Smári á að sjá um ijölmiðlana.
Lítum á fleiri forstjóraskipti. Ingimundur Sigurpálsson,
fyrrverandi forsljóri Eimskips, hefur tekið við starfi forsljóra
íslandspósts af Einari Þorsteinssyni sem hefur stofnað póst-
dreifingarfyrirtækið Pósthúsið með (Frétt) Norðurljósum. Gylfi
Ámason, forstjóri Opinna kerfa ehf. á íslandi, hefur tekið við starfi
forstjóra Opinna kerfa Group, þ.e. samstæðunnar, eftír að Kögun
eignaðist félagið. Agnar Már Jónsson tekur við starfi Gylfa. Svafa
Grönfeldt er orðinn framkvæmdastjóri hjá Actavis og leysir
Bjami Snæbjöm Jónsson hana af hólmi hjá IMG Deloitte.
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er að hætta og
tekur Andri Þór Guðmundsson, tjármálastjóri Ölgerðarinnar,
við starfi hans. Loks er Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri SPH,
að hætta á næsta ári eftír 24 ára starf við stjómvölinn suður í
Hafnarfirði. Bjöm Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur verður
eftirmaður hans og hefur störf um áramótin. S3
29