Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 50

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 50
hótel o.s.frv. Aspire Holidays er svo ný ein- ing í burðarliðnum innan Excel Airways. Hún selur ferðir i háum gæðaflokki. Tvíþætt uppbygging fyrirtækisins „Það má líta á uppbyggingu iyrirtækisins sem tví- þætta, annars vegar íslandsflug og Atlanta á Islandi, hins vegar Air Atlanta Europe og Excel Airways í Bretlandi. Air Atlanta Eur- ope er stærstí birgirinn hjá Excel Airways og Excel er stærsti viðskiptavinurinn. Við erum að færa alla flugstarfsemi í Bret- landi undir eitt þak og höfum flárfest í skrifstofuhúsnæði hjá Gatwick flugvelli þar sem Excel Airways og Air Atlanta Europe eru nú þegar á tveimur stöðum. Þó að þessi tvö fyrirtæki haldi starfsemi sinni aðskilinni þá verða ákveðnir þættir sameigin- legir tíl að ná fram hagræðingu, ákveðnar þjónustugreinar innan starfseminnar sem verða sameiginlegar," segir Hafþór. Avion Group fer á markað á íslandi á næsta ári og verður Excel tekið af breska tilboðsmarkaðnum fyrir þann tíma. Margt bendir til að Avion Group verði stærsta eða að minnsta kosti i hópi stærstu félaga í kauphöllinni. Gert er ráð fyrir að Avion Group verði með samtals 72 milljarða í veltu. Þegar þetta viðtal er skrifað er fyrirsjáanlegt að aðeins eitt fyrirtæki hafi meiri veltu, það er SÍF með 90 milljarða eftir kaupin á franska matvælafyrirtækinu Labeyrie. Hafþór býst við að veturinn verði erfiður í flugrekstri fyrir mörg lággjaldaflugfélög og smærri félög út af háu eldsneytisverði og harðri samkeppni. Þeir stóru eins og Ryanair og Easyjet munu berjast og reyna að koma smærri lággjaldafélögum af markaði. Það verði athyglisvert að sjá hveiju fram vindur í því sambandi. Hátt eldsneytÍSVerð „Blessunarlega hefur eldsneytisverðið að mestu leytí minni áhrif á okkur en aðra því að við borgum Avion Group verður með 3.200 starfsmenn. Félagið verður með 63 Boeing og Airbus vélar. Samsteypan er með starfsemi á 20 stöðum í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu. Magnús Þorsteinsson Magnús Þorsteinsson, athafnamaður og aðaleigandi Avion Group. Hann kemur frá Egilsstöðum og hefur brotist til efna eftir nærri 15 ára starf í útlöndum. Mynd: Geir Ólafsson aðurinn á bak við Avion samsteypuna er Magnús Þorsteinsson, athafnamaður sem fyrst varð áber- andi hér á landi í gegnum Samson-hópinn. Hver er hann þessi Magnús sem nú er orðinn „alþjóðlegur flugrisi" og býr í London? Hann kemur úr gróður- mold samvinnuhreyfingarinnar, piltur austan af landi sem hefur brotist til efna eftír 15 ára vinnu í útlöndum. Magnús er austfirskur að uppruna, fæddur á Djúpavogi árið 1961 og alinn upp á Egilsstöðum þar sem faðir hans, Þorsteinn Sveinsson, var kaupfélagsstjóri. Magnús lauk grunnskólaprófi frá Eiðum og samvinnuskólaprófi frá Bifröst. Hann starfaði um tíma á skrifstofu SÍS í London og svo á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa áður en hann gerðist framkvæmdastjóri Viking Brugg á Akureyri en þangað flutti hann með Ijölskyldu sína á níunda áratugnum. Það var í Gosan og Viking Bruggi á Akureyri í byrjun síðasta áratugar sem leiðir Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar lágu fyrst saman í Samson-hópnum í Gosan og Viking Bruggi. Þeir þrír stofnuðu Bravo Intemational árið 1996, sem framleiddi áfenga gos- drykki og síðar bjór í Rússlandi, og seldu svo til Heineken árið 2002. Magnús hefur brennandi áhuga á flugi og hefur notað hagnaðarhluta sinn af viðskiptunum í Rússlandi tíl að byggja upp starfsemi á því sviði. Hann er nú stærsti hluthafinn og aðaleigandi fyrirtækjanna sem mynda Avion Group um áramótin jafnframt því sem hann á ennþá hlut í Heineken Russia.IH 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.