Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Qupperneq 58

Frjáls verslun - 01.09.2004, Qupperneq 58
ljós ætla að bjóða upp á, komi boðin til áhorfandans og hann verði að nota símann til að svara. Það sé munurinn á venjulegu stafrænu sjónvarpi og gagnvirku stafrænu sjónvarpi. Þetta kerfi Norðurljósa sé að einhveiju leyti ódýrara en hið gagnvirka en auðvitað felist verðmæti í samkeppnis- forskotinu og óglæsilegt sé fyrir aðra að koma inn. Hefði samkomulag náðst um eitt dreifiíyrirtæki hefði það verið langþægilegast fyrir neytandann, aðeins einn myndlykill heima í stofu en samt hægt að kaupa aðgang að öllu sjónvarpsefni hjá hvaða sjónvarpsstöð sem er. Jafnframt hefði þetta þýtt minni kostnað fyrir fyrirtækin, bæði við uppbyggingu dreifikerfis og dreifmguna sjálfa. Hálfgert reiðarslag Hvernig stendur þá á því að draumur- inn um eitt dreififyrirtæki hefur ekki orðið að veruleika? Norðurljósum var úthlutað stafrænni dreifmgu á 16 af 21 mögulegum örbylgjurásum í fyrrasumar og sú úthlutun er talin mistök af samkeppnisaðilum Norðurljósa, „hálfgert reiðarslag" eins og það er orðað. Allir málsaðilar, þ.e.a.s. Síminn, RÚV og Skjár einn, kærðu úhlutunina sameigin- lega en kærunni var vísað frá. Úthlutunin fór samt fram og nokkrum dögum seinna var sett reglugerð um úthlutun svona rása og hvernig ætti að standa að henni. Samkeppnis- aðilarnir telja að á grundvelli úthlutunarinnar hafi Norður- ljós fengið samkeppnisforskot í stafrænu sjónvarpi því það hafi verið eina félagið sem hafi fengið leyfi til að fara í stafrænt sjónvarp. „Þeir vita sem er að það er auð- velt að ná fyrsta myndlykli inn á heimilin en svo er gríðarlega hár þröskuldur að koma inn myndlykli númer tvö. Það slitnaði upp úr við- ræðunum og Norðurljós ætla bara að spila sóló, gera þetta á sínum forsendum. Síminn átti í viðræðum við Norðurljós um dreifingu á efni. Landssíminn hefur þá sýn að verða dreififyrirtæki allra sjónvarpsstöðva enda eru þeir nú með stóran hluta af dreifingunni. Síminn rekur nánast alveg dreifikerfi Skjás eins og bæði Norðurljós og RÚV eru stórir viðskiptavinir hjá Símanum. En þarna var draumurinn um eitt dreififyrirtæki fyrir bí,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Skjás eins. Of hægvirht fyrir Ohkur Hjá Norðurljósum fást þær upp- lýsingar að þegar nýju ijarskiptalögin nr. 81/2003 hafi tekið gildi í fyrra hafi íslensk löggjöf verið færð að reglum Evrópusambandsins þar sem í raun hafi verið staðfest með formlegum hætti samruni íjarskipta og útvarps. Sjónvarpi er dreift með tvennum hætti, um loftið og um kapal. Síðustu tíu árin hefur verið talið að grunnnet símafélaganna í heiminum geti flutt sjónvarpsmerki þegar ADSL-tæknin hefur þróast betur og tölvutækninni og merkjafræðunum fleygt fram og nú er það reyndin. Að jafnaði ku vera ódýrast að senda sjón- Hefði samkomulag náðst um eitt dreififyrirtæki hefði það verið langþægilegast fyrir neytandann, aðeins einn myndfykill heima í stofii en samt hægt að kaupa aðgang að öllu sjónvarpsefiii hjá hvaða sjónvarpsstöð sem er. Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri: Tæknin rekur menn áfram Rikisútvarpið er með tilraun í samstarfi við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands um að senda út stafrænt sjónvarp og útvarp og ná útsendingamar til höfuðborgarsvæð- isins. Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri segir að sárafáir hafi tæki til að taka á móti þessum útsendingum því að kaupa þurfi viðtæki fyrir stafrænar útvarpssendingar eða myndlykla fyrir stafrænt sjónvarp erlendis. Þessi þróun sé langt komin erlendis en skammt á veg komin hér. Með stafrænum útsend- ingum geti dagskrárrásum fjölgað en sérstakt box eða mynd- lykil þurfi til að ná stafrænum sjónvarpssendingum. Tæknilega Kostnaður Kostnaðurinn hjá Norðurijósum, myndfyklar inn á 60 þúsund heimili, nemur 550 milljónum á fimm árum. komi ýmislegt til greina en RÚV henti best að tekið sé á móti stafrænu sjónvarpi í gegnum loftnetsgreiðu á húsum. Slíkt kerfi hefði 100% dreifingu og myndi ná til allra áhorfenda. Það kosti 800-1.000 milljónir eða meira í uppbyggingu og því ekki til umræðu að fara þá leið. „Þeir sem búa á afskekktustu svæðunum eru ekki mikið inni í myndinni í ADSL-þjónustunni hjá Símanum eða Fjöl- varpinu hjá Norðurljósum. Ekki verður af því í bráð að sam- staða náist milli þeirra aðila sem eiga hagsmuna að gæta að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.