Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 62
Útflutningsráð íslands:
Víðtæk ráðgjafaþjónusta sniðin
að þörfum íslenskra fyrirtækja
Utflutningsráð íslands hefur gefið út bækiing þar sem kynnt er ráðgjöf
Útflutningsráðs íslands og Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins
(VUR). Pessi sameiginlega þjónusta er tiltölulega nýtilkominn og
hafa mörg fyrirtæki sýnt henni mikinn áhuga. Ráðgjöfinni er skipt í fimm
þjónustuþætti: Útflutningsráðgjafa, uiðskiptafulltrúa í sendiráði, söluráð-
gjafa erlendis, umboðsmannaráðgjafa og ráðgjafa um menningarmun í uið-
skiptum, sem er ný þjónusta og byggir á breskri fyrirmynd. Helga Valfells
forstöðumaður hefur haft ueg og uanda af undirbúningi og kynningu ráðgjafa-
þjónustunnar ásamt Suanhuíti Aðalsteinsdóttur uerkefnisstjóra.
„Útflutningsráð og Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins voru með
ráðgjafaþjónustu hvort í sínu lagi, þar til að gerður var samningur um
samstarf á þessu sviði milli þessara aðila, sem teljast verður eðlilegt og
mun hagkvæmara fyrir íslenskt atvinnulíf. [ kjölfarið fórum við að endur-
skoða ráðgjafaþjónustu okkar og setja hana alla undir einn hatt," segir
Helga Valfells.
Víöfemt þjónustunet
Helga segir að ferlið byrji hér á landi. „Við erum með hóp útflutningsráð-
gjafa sem styrktur er af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Útflutningsráðgjafar
aðstoða fyrirtækin í áætlanagerð áður en til útflutnings kemur. Síðan erum
við með viðskiptafulltrúa sem starfa í sendiráðum íslands og eru starfs-
menn utanríkisþjónustunnar. Þeir vinna með fyrirtækjunum við leitun að
markaði, skoða samkeppnina, athuga hverjir eru dreifiaðilar í viðkomandi
atvinnugrein og fleira sem lýtur að undirbúningi og innkomu á markað.
Viðskiptafulltrúar búa yfir mikilli sérþekkingu á viðskiptaháttum og mark-
aðsmöguleikum á þeim svæðum þar sem þeir starfa.
Söluráðgjafar eru ráðgjafar sem eru sérfræðingar (sérstakri atvinnu-
grein og vinna með fyrirtækjum meðan þau eru að koma sér fyrir á
markaðnum. Þeir búa yfir meiri sérþekkingu á einni atvinnugrein heldur
en viðskiptafulltrúarnir, má nefna ráðgjafa í Bretlandi sem sinnir íslenskri
tónlist og annan í New York sem er sérfræðingur í sjávarlíftækni.
Umboðsmaðurinn er eitt stig ráðgjafaþjónustunnar. Sú þjónusta er
fyrir þá sem eru að leita sér að nýjum umboðsmanni. Við erum í sam-
starfi við ráðgjafa í Evrópu og Bandaríkjunum sem hafa sérhæft sig í að
finna umboðsmenn fyrir fyrirtæki, ráðgjafarnir fara með fulltrúa fyrirtækis-
ins á fund með umboðamanni og hjálpa til við að semja við hann. Við
hófum þessa þjónustu vegna fjölda fyrirspurna frá fyrirtækjum."
Almenn ánægja með ráðgjafaþjónustuna
Helga segir að almenn ánægja sé hjá íslenskum fyrirtækjum með
ráðgjafaþjónustuna og hið aukna samstarf við VUR og hina auknu
tengingu við sendiráðin. „Okkar viðskiptavinir eru fyrirtæki af öllum
62
KYNNING