Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 73

Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 73
Til dæmis, muldraði ég. Lifir maður á hönnun? Á hveiju á allt þetta fólk að lifa? Steig vankaður út úr leigubílnum Eg var nokkuð vankaður þegar ég steig út úr leigubílnum og svipaðist um efdr raunveruleikanum og ég komst að því að enginn sem ég þekki gerir neitt sem er raunverulegt. Enginn í húsinu mínu kemur nálægt raunveruleikanum, enginn í næsta húsi, enginn í hölskyldunni og ekki vinir mínir. Þetta eru tölvufræðingar, markaðsfræðingar, auglýsingamenn, mál- fræðingar, verðbréfamiðlarar, listamenn, námsmenn og ellilíf- eyrisþegar, blaðamenn, hagfræðingar, flugmenn, sáifræðingar, flugfreyjur, prestar, kennarar, bókarar, hjúkkur. Æskuvinur minn selur gosdrykki, annar fær fólk til að horfa meira á sjón- varp. Þeir eru ekki raunvemlegir. Verkfræðingur hjá Símanum. Er það raunvemleiki? Ungl- ingar senda sms skilaboð Jýrir 3 milljarða á ári. Raunvemleg þörf? Öll Jjölskyldan mín em læknar eða hjúkkur. Framtíðin er björt iyrir þessar stéttir. í Lifandi visindum var mögnuð grein um hina svokölluðu Barbie pillu. Það er tafla sem gerir mann grannan, færir manni brúnan húðlit og eykur kynhvötina. Hvað gæti verið betra? Grannur, brúnn og graður. Þar var texta- rammi sem sagði: „í framtíðinni verður það heilbrigða fólkið sem tekur lyfin.“ Afi minn fæddist í raunveruleikann Afi minn fæddist inn í hinn fullkomna raunvemleika. Fjölskylda hans hafði algera yfirsýn yfir líf sitt og hver einasta mínúta var í beinum tengslum við raunvemleikann. Þau veiddu fisk, tíndu dún, brenndu reka- við, mjólkuðu kýr, ráku kindur. Matur var líf og á Oddstöðum á Melrakkasléttu gátu búið 20-30 manns vegna þess að jörðin skilaði af sér mat til að framfleyta nákvæmlega þeim Jjölda. Allt lá ljóst Jýrir. Ein kind var rúmur mánuður af mannslífi næsta vetur. Bróðir hans tók við bænum. Hann keypti sér traktor og framleiddi tíu sinnum meiri mat en nokkm sinni hafði verið framleiddur á bænum. Vélamar slógu, heyjuðu og grófu skurði. Ha ha! hrópaði hann. Nógur matur fýrir alla! En það bergmálaði í húsinu. Allir vom famir. Raunvemleikanum hefur verið stolið. Vélamar stálu honum. Við getum reynt að snúa aftur til raunvemleikans en hann verður alltaf falskur. Við getum prófað að veiða okkur til matar en veiðileyfi em svo dýr að þá þyrfti maður að taka aukaverk- efni á auglýsingastofu. Við þurfum ekki að veiða, ekki að heyja, ekki að fóðra, mjólka, höggva í eldinn, sækja vatn, þvo þvotta eða vaska upp. Einu sinni sögðu allir að vélamar myndu skapa mikinn frítíma en í stað þess að tækniframfarir hafi það að markmiði að skapa atvinnuleysi, að gera manni kleift að liggja allan dag- inn uppi í sófa og slappa af á meðan vatnsveitan dælir og hitaveitan hitar og togarar moka aflanum á land þá er Á hverju eigum við eiginlega að lifa? Ekki getum við öll verið skáld? Nei, svaraði ég, kannski ekki. Ekki getum við öll farið í háskóla? Ekki getum við lifað á því að selja hvert öðru verðbréf? Ekki lifum við á því að klippa hvert annað! Við verðum að lifa á einhvcrju! Afi minn fæddist inn í hinn fullkomna raunveruleika. Fjölskylda hans hafði algera yfirsýn yfir líf sitt og hver einasta mínúta var í beinum tengslum við raunveruleikann. Þau veiddu fisk, tíndu dún, brenndu rekavið, mjólkuðu k\r, ráku kindur. atvinnuleysið ekki fyrr komið upp í 3% að allir æpa: KREPPA, KREPPA! Er það kreppa eins og þegar amma var send 6 ára frá Neskaupstað vegna þess að Jjölskyldan átti ekki fyrir mat eða er það kreppa eins og að þurfa að segja upp áskriftinni að Stöð 2? Það þarf ótrúlega djúpa Leppu áður en hún fer að hafa áhrif á það sem skiptir máli. í Jýrra borgaði ég 30.000 krónur fyrir rafmagn til heimilisins. Símreikningar voru upp á 200.000 og þá var ég ekki kominn með ADSL. Á hverju eigum við að lifa? Ef maður Jýlgist með sam- félagsumræðunni fær maður á tilfinninguna að við séum alltaf á hengifluginu. Bankamir gefa út spár sem virka eins og TERROR ALERT í Bandaríkjunum. Iðnaðarbankinn spáir uppsveiflu fram að helgi en þungu hausti. Landsbankinn spáir djúpri lægð en sólskini þegar líður á sumarið. Greiningardeild íslandsbanka biður menn að halda sig innandyra til hádegis vegna styrkingar krónunnar. Og maður horfir út um gluggann, sólin skín, bömin leika sér, en samt er maður alveg logandi hræddur. Hvenær hrynur þetta allt? Menn skima til hafs: Em þetta torfkofar við sjóndeildarhringinn? Menn skilja ekki sam- hengið sem við búum í og treysta ekki sköpunarkraftínum sem býr í fólkinu. Skynja samfélagið eins og spilaborg. Á hveiju eigum við að lifa? spjrr leigubílstjórinn eins og eitthvað sé til sem heitir raunvemleiki sem allir hinir reisa lif sitt á. Hús þarf að reisa á gmnni og samfélag skal reist á grunnatvinnuvegi. Fyrst kemur eitthvað sem er „raunvemlegt“, við höngum síðan á því eins og skraut á jólatré. BílsJjórinn hafnaði öllu sem ég sagði svo ég horfði í kringum mig og prófaði að tálga allan óþarfann af samfélaginu. Hönnun er óþarfi, kvikmyndaiðnaðurinn, tónlist og leikhús, tískuiðnað- urinn, intemetið og klámiðnaðurinn svo sannarlega. Ferðalög em ekki raunvemleiki. Benidomr, Disneyland og Las Vegas, allt afurðir óraunvemleikans. Kaffi er alger óþarfi, þó er það langstærsta viðskiptaafurð í veröldinni! Heilu heimsálfumar, heilu milljónimar lifa á löngun annarra til að drekka kaffi! Hvaða raunvemleiki er það? Áfengi er óþarfi. Tóbak er óþarfi, hvað þá eiturlyf og skáldskapur. Eftír að hafa tálgað allan óþarfa af sam- félaginu stóð þetta eftir: 20 feta gámur/tjald, vatn, 100 kg af loðnumjöli á ári, lOOkgafkomi, Tvær kindur, Svefnpoki, 66N Kuldagalli, Þögn! Þetta er raunvemleikinn, hann er ekki stærri en þetta.®] 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.