Frjáls verslun - 01.09.2004, Side 74
Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Eikar fasteignafélags.
Eik fasteignafélag hf.:
Seldu, leigðu
og auktu hagnað
Eik fasteignafélag hf. er ekki gamalt fyrirtæki, stofnað á haust-
mánuðum 2002. Það er þrátt fyrir ungan aldur eitt af sterkustu
fasteignafélögum landsins. Eignir þess í upphafi ársins 2003
námu 2.7 milljörðum króna og í dag nema eignir þess 7 milljörðum
króna hér á landi. Eik hefur farið í uíking og keypti helmingshlut
í fasteignafélaginu P/F Fastogn í Færeyjum, sem á miklar eignir.
Ekkert íslenskt fasteignafélag hefur ráðist áður í jafn viðamikla
fjárfestingu á erlendri grundu. Víðskiptauinir Eikar eru fyrirtæki,
stór og smá, sem telja þann kost bestan að losa um fé sem bundið
er í steypu. Framkuæmdastjóri fyrirtækisins er Garðar Hannes
Friðjónsson:
„Eik var upphaflega stofnað til að kaupa fasteignir Húsasmiðjunnar
og endurleigja þær. Pað verkefni tókst ákaflega vel fyrir báða aðila
og í kjölfarið var ákveðið að færa út í kvíarnar, kaupa fleiri eignir
og leigja út til fyrirtækja og rekstraraðila. Hefur vöxtur verið mikill
í félaginu og þrátt fyrir að fasteignum félagsins hafi fjölgað mikið
er allt meira og minna í útleigu. Við kaupum og leigjum eingöngu
atvinnuhúsnæði og okkur hefur reynst mjög auðvelt að sýna fram
á að það borgar sig að leigja. í flestum tilfellum eykur það hagn-
aðinn umtalsvert. Petta á sérstaklega við um fyrirtæki sem eru í
traustum rekstri og vilja losa um fjármagn sem bundið er í stein-
steypu og færa það inn í rekstur fyrirtækisins. Þetta er því umsvifa-
mesti hluti viðskipta okkar - við kaupum fasteignir af fyrirtækjum
og leigjum þeim þær aftur."
Hér er þó ekki öll sagan sögð þar sem Eik þjónar einnig fyrir-
tækjum sem ekki eiga fasteignir. Þegar málum er svo háttað getur
viðkomandi fyrirtæki bæði fengið leigða fasteign úr eignasafni Eikar,
sé eitthvað laust, eða fengið leigða fasteign sem Eik hefur keypt
eða látið byggja sérstaklega fyrir viðkomandi fyrirtæki. Ljóst er að
húsnæði sem hefur verið valið eða jafnvel byggt sérstaklega undir
ákveðinn rekstur getur haft umtalsverð jákvæð áhrif á rekstur fyrir-
tækisins. Garðar hvetur alla stjórnendur fyrirtækja til að kynna sér
hjá Eik fasteignafélagi leigumöguleikann og hvernig sá möguleiki
getur aukið hagnað.
Hagsmunir beggja aðila í fyrirrúmi
Lýsing hf., sem er í eigu KB-banka hf., stofnaði Eik fasteignafélag.
Er Eik því dótturfyrirtæki þessara traustu fyrirtækja. Meðal þess
sem viðskiptavinum Eikar stendur til boða er fjármögnun fasteigna
með erlendum gjaldmiðlum ásamt íslenskum krónum. Petta fyrir-
komulag hentar vel fyrirtækjum í útflutningi sem eru með hluta af
tekjum sínum í erlendri mynt.
„Fyrirtækin sem eiga viðskipti við okkur eru mörg og í ólíkum
rekstri. Sem dæmi um stærstu flokka fyrirtækja má nefna versl-
unar-, skrifstofu- og iðnaðarfyrirtæki og hótel. Það sem verður að
fara saman í þeim viðskiptum sem við stundum eru hagsmunir
leigutaka og okkar. Dkkur er mikið í mun að fasteignir sem við
leigjum út skili hámarksarði fyrir fyrirtækið sem er með húsnæðið
á leigu, enda tryggir það leigugreiðslur og áframhaldandi samstarf.
Með þetta í huga bjóðum við upp á ítarlega ráðgjöf í húsnæðis-
málum fyrirtækja. Ráðgjöfin er sniðin að þörfum hvers og eins og
getur tekið til þátta á borð við staðsetningu húsnæðis, stærðar,
kostnaðar og sérþarfa."
74
imm