Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 77

Frjáls verslun - 01.09.2004, Page 77
einnig í Danmörku, þar sem ég var að leita að íbúð til kaups í Kaupmannahölh. Ein íbúðin sem ég skoðaði, gömul íbúð mið- svæðis í borginni, var með nýju marmarabaðherbergi. Fasteigna- salinn sagði mér að eigendumir hefðu gert íbúðina upp fyrir lán, sem þau réðu síðan ekki við - þó íbúðin seldist á uppsettu verði skulduðu eigendumir samt 400 þúsund danskar. Sú upp- hæð dugði á þeim tíma nokkum veginn til að kaupa hálfa 150 fermetra íbúð í gömlu húsi miðsvæðis í borginni - reyndar án marmarabaðherbergis. Svo tók verðið við sér - 1991-2001 tæp- lega þrefaldaðist fasteignaverð í Kaupmannahöfn. í uppsveiflunni hér undanfárin ár hata margir íbúðareigendur teldð lán út á eigin fasteign til að kaupa aðra fasteign og leigja hana út Um 40 prósent tasteignasölu í London er fólk að kaupa tasteign sem það ætlar ekki að búa í, til dæmis fólk á miðjum aldri, sem á skuldlausa fasteign. Ungt fólk kaupir kannski niðumitt húsnæði, gerir upp, býr í því í einhvem tíma, leigir það úþ flytur í ræfils- legt húsnæði og byrjar upp á nýtt Þetta hefur verið hægt af því eförspum eftir leiguhúsnæði hefur verið mikil og leigan há, en í samdrætti gæti þessi staða breyst 100 fermetra íbúð á 130 milljónir Fasteignir á milljón pund, um 130 milljónir króna, hafa verið fastur liður á markaðnum hér í London undanfarin ár. Dýmstu hverfin em Kensington, Notting Hill, Chelsea og Westminster og svo Hampstead í Norður- London. Með íslenskum augurn er afar erfitt að skilja að 100 fermetra 2-3 herberga íbúð í Chelsea geti kostað 130 milljónir króna og það án gullkrana. Staðurinn sparkar verðinu yfir milljónpunda markið, en líka ef búið er að taka gömul hús í gegn, eða breyta iðnaðarhúsnæði, skólum og kirkjum í íbúðir og hanna með þægindum eins og plasmasjónvarpi, innbyggðu hljómflutnings- kerfi og hátækniþjófavömum. Ef um er að ræða tjölbýfishús - þó nafnið sé reyndar misvísandi í þessu tilfelli - með sundlaug, húsverði í einkennisbúningi og öðmm gæðum þá hefur það auðvitað líka áhrif á verðið. Sú þjónusta kostar kannski 5 þúsund pund á ári eða meira í húsgjald, um 6,5 milljónir króna. í heildardæminu hossa munaðarsölur þó ekki hátt Á fyrstu sex mánuðum ársins var flöldi seldra fasteigna yfir mifljónpundamarkinu aðeins 0,3 prósent af heildarsölum í London. „Hvað heldurðu að ég hafi séð?“ Ástand húsnæðis hér er iðu- lega harri íslenskum stöðlum. „Hvað heldurðu að ég hafi séð í eldhúsinu um daginn?“ spurði landi minn nýlega, með öndina í hálsinum. Ég svaraði hlæjandi að hann hefði séð mús. Hann leit á mig þrumulostinn - hvemig gat mér dottið það í hug. Jú, af því ég bý í London og hef lika lent í músagangi, sem raskaði sálarró minni rækilega. Hér búa átta milljónir manna og ömgg- lega margfalt. fleiri mýs. Einn nágranni minni sagði að það væri gott að hafa mýs því þá væm þó engar rottur - tegundunum lyndir ekki. Nýlega bönkuðu nágrannar mínir upp á hjá mér síðla kvölds. Vatn fossaði úr loftinu og þau vantaði fötur og bala. Við tókum með þeim töm þar til píparinn kom. Vatnstankurinn lak af því síðast þegar gert var við hann setti einhver vitmaður plasthné á málmrör með heitu vatni. Auðvitað bráðnaði plastið á endanum. Á svona stundum beinist reiðin að lafði Thatcher, sem afnam löggildingu iðngreina af því það vantaði iðnaðar- menn. Nú er nóg af þeim en vinna þeirra er oft hraksmánarleg, því þeir kunna ekki til verka. Píparinn tók svo 160 pund, nimar 20 þúsund kr., iyrir kvöldheimsóknina. Ástand fasteigna skiptir máli en staðsetningin er stærsti verð- þátturinn. Fasteignaverð í íinustu hverfunum er tæplega nema fyrir þá sem hafa erft auðæfi, komust út úr nettyrirtækjum með pening - eða vinna hjá týrirtækjum, sem sjá sér skylt að borga undir þá hús í efdrsóttum hverfum. Aðstreymi tyrirtækja til London er einmitt ein aðalskýringin á háu fasteignaverði hér. Blair keypti hús á 468 milljónir Þegar Tony Blair forsætis- ráðherra tilkynnti nýlega að hann ætlaði að sitja út næsta kjörtímabil, hugsanlega til 2009, fréttist að þau hjónin hefðu keypt háreist raðhús við fallegt, rólegt torg fyrir 3,6 milljónir punda - um 468 milljónir króna - skammt frá Marble Arch, sem hefur ekki haft á sér neitt sérstakt orð. Þegar Verka- mannaflokkurinn komst til valda 1997 seldu hjónin húsið sitt í Islington snarlega. Allir muna tjármálaráðherra nokkum, sem leigði út í gegnum leigumiðlun, gleðikona komst í húsið og tjölmiðlamir skemmtu sér og öðmm stórlega. Blairhjónin seldu húsið á 615 þúsund pund, en nú væri verðið líklega 1,7 milljónir. Nú er giskað á þau borgi milljón út og taki 2,6 milljóna lán til 20 ára, sem þýðir um 15 þúsund í afborgun á mánuði, um 2 milljónir króna. Það hentar þeim því vel að stjómin stefnir að því að fólk vinni til sjötugs, en svo lengi bíður Blair varla með að skrifa endurminningar sínar. Það er stórfellt vandamál iyrir ungt fólk í London, til dæmis kennara, hjúkmnarkonur, slökkviliðsmenn og lögregluþjóna að kaupa sína fyrstu fasteign. Margir launahópar fá sérstakt höfuðborgarálag, sem hrekkur þó skammt. Lánastofnanir veita yfirleitt lán sem samsvarar þrennum árslaunum, eða að hámarki 80-90 prósent fasteignaverðsins. Þessir hópar em með um 20-25 þúsund pund í árslaun á unga aldri, 3,24 milljónir króna, svo hjón með þessi laun geta fengið 120150 Dýrustu hverfin eru Kensington, Notting Hill, Chelsea og Westminster og svo Hampstead í Norður- London. 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.