Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 78

Frjáls verslun - 01.09.2004, Síða 78
þúsund pund í lán. Ungt fólk á takmarkað sparifé og lánið dugir tæplega fyrir húsnæði miðsvæðis. Það eru samt ekki bara auðmenn og fordekraðir forstjórar sem hafa efni á að kaupa fasteignir í London. Galdurinn er að finna hverfi sem eru enn ekki eftirsótt Hið erfiða í þvi dæmi er auðvitað að það fréttist sjaldnast um hverfi á uppleið - fyrr en þau eru komin upp. Fasteignakaup hér útheimta þekkingu og ótrúlega mikinn tíma. Vinafólk mitt, sem býr utan London en þekkja borgina vel, hugðist kaupa þar íbúð. Þau ætluðu sér viku til kaupanna, enda öllum hnútum kunnug um ensk fasteignakaup. Vikan dugði þeim til að átta sig á að þetta tæki miklu lengri tíma - því þau voru í vafa með hvar þau vildu búa. Vikan fór í að þeytast fram og aftur um borgina - og það tekur tímana tvo og þrjá. Fyrsta skrefið er því að átta sig á hvar í borginni maður ætlar að búa: Nálægt miðbænum til að komast á söfnin, tón- leika og leikhús eða útborgarlif í ró og grænku? Og ætlar maður að fara í vinnu með neðanjarðarlest, þar sem maður þarf sjaldnast að bíða lengur en 2-3 mínútur í miðkjamanum, 5-10 mínútur utar eða fara enn lengra út og nota lest sem gengur á 20-30 mín. fresti og tengist neðanjarðarlestametinu. Nýlega fór ég í heimsókn til kunningjafólks sem býr á næstsíðustu stöð á einni neðanjarðarlínunni. Þaðan gekk ég í tuttugu mínútur til þeirra - og hafði þá farið í gegnum skóga og akra: Mér varð svo mikið um að ég hringdi heim til að segja að ég væri að horfa á kýr á beit! Strætisvagnar em frábærir til skemmri ferða, en lengri ferðir taka eilífð. Samgöngur og staðsetning em þvi lykilatriði um hvar og hvemig maður vill búa. Ástand húsnæðis hér er iðulega ijarri íslenskum stöðlum. „Hvað heldurðu að ég hafi séð í eldhúsinu um daginn?" spurði landi minn nýlega, með öndina í hálsinum. enda hverfið í göngufæri við þinghúsið og nálægar stjómarbyggingar. Einn sunnu- dagsmorgun í kjörbúðinni fann ég ekki blaðið mitt, Independent on Sunday, svo ég spurði búðarmanninn um blaðið. Áður en hann náði að svara segir glaðleg rödd bak við mig hvar blaðið sé. Ég leit við, sá blaðið og þennan hjálpsama mann - sem var Jack Straw utanríkisráðherra með konu sinni og engum öryggisvörðum. Ég vissi að hann byggi hér þó ég viti reyndar ekki hvar. Mér fannst það sérlega elskulegt af honum að finna fyrir mig blaðið - sem er ofurgagmýnið á stjómina. Eitt er að finna sér hverfi og rétta húseign, annað að klófesta hana. Það er efni í langa raunarollu hvað fasteignakaupakerfið hér er gamaldags, frumstætt og getur verið hryllilega dýrt. Kunningjafólk mitt lenti í því að gera tilboð í þrjár íbúðir. Þau misstu af þeim öllum - aðrir buðu betur eða seljendur hættu við að selja - og gamanið kostaði bæði sálarstríð og 250.000 krónur. Til að gera tilboð þarf maður að vera búinn að tryggja sér lán, bankinn gerir þá úttekt á íbúðinni, sem kostar 600800 pund og fæst ekki endurgreidd þó maður missi af kaupunum. Fasteignasalamir reikna með að maður viti að ríkið tekur 2-5 prósent stimpilgjald af sölunni. Lögfræðikostnaðurinn getur lika verið asnalega hár. Ég fæ enn hjartslátt af tilhugsuninni um hvað þetta var skelfilegt ferli. Auðvitað ekki alltaf, en það er ekki sambærilegt hvað það er miklu einfaldara og „lige ud“ að kaupa fasteign í Danmörku en hér. Miðað við lifið hér er lífið í Danmörku reyndar almennt aldingarðurinn Eden, þó Danir hafi ekki tekið efdr því - en það er önnur saga. Og ef stórborgar- lífið laðar þá er Kaupmannahöfn auðvitað ekki svarið. ÉJ bjo fyrst í útjaöri Fulham Þegar ég sjálf flutti til London fyrir tjómm ámm lenti ég í útjaðri Fulham, þar sem ég fékk raðhús á leigu í gegnum danska vini. Húsin virtust hálfgerðir kumbaldar en endalaus röð lúxusbíla fyrir framan þau gaf verðið til kynna. Hverfið er smart, ungt og dýrt en ég var í ódýrari útjaðri þess og leiddist hverfið. Á daginn tók nfig 10 minútna gang á næstu neðanjarðarstöð, því þá gat ég stytt mér leið í gegnum kirkjugarðinn. Á kvöldin var þetta 20 mínútna ganga og svo aðrar 20 mínútur inn í miðbæ. Eins og víðar miðsvæðis er þama viðvarandi umferðarteppa og vonlaust að keyra. Þegar ég fór að leita að húsnæði til kaups keypti ég bók um fasteignir í London og skoðaði hvað kæmi til greina í hjóla- færi við miðbæinn. Niðurstaðan var Suðurbakkinn. London skiptist í austur-, vestur-, suður- og norðurbæ, en skörpu skiptin em sunnan og norðanmegin við ána. í grófum dráttum er Norður-London íin og dýr, Suður-London ófín og ódýr, þó með undantekningum. Suðurbakkinn hefur reyndar stokkið rækilega upp á við með tilkomu Tate nútímalistasafrisins - hver segir að list skipti engu máli! Bókin góða fræddi mig um Kensington á suðurbakkanum og það var ást við fyrstu sýn þegar ég hjólaði þangað í fyrsta skipti á sumardegi 2001. Eins og bókin góða segir þá er hverfið sambland af failegum gömlum götum og torgum - og verstu bæjablokkabyggingum 6. og 7. áratugarins. Blokkimar hafa lengi haft hagstæð áhrif á söluverðið, eins og stjómmálamenn og embættismenn haía löngu uppgötvað, „Elephant and Castle" London skiptist í þrettán borgarhluta eða „boroughs". Við vomm vart búin að festa íbúðina þegar við sáum fréttir um að glæpatíðni í London væri hvergi jafnhá og í Lambeth, sem Kensington tilheyrir. Samkvæmt tölfræðinni em hinir 260 þúsund íbúar Lambeth, sem tala 93 tungumál, liklegir til að vera skotnir á götum úti ef þeir væm þá ekki bara stungnir. Þá rann upp fyrir okkur að Brixton tílheyrir einnig Lambeth. Þangað er reyndar ekki nema tíu mínútna strætó- ferð, en sá borgarhluti hefur að hluta á sér illt orð, þó við hrif- umst reyndar af honum þvi hann er líflegur og skemmtilegur. Rétt hjá okkur er niðumídd og dapurleg verslanamiðstöð kennd við hverfið, „Elephant and Castle“. Við fyrstu kynni fékk ég létta aðkenningu þunglyndis þar. En svo fór ég að hrífast ögn af Jamaíkabúunum, konumar í litskrúðugum batíkkjólum og mennimir dilla sér við tónlistina. Merkjahlaðið hátískuútlit í anda Chelsea er dauðleiðinlegt tíl lengdar. En ég er spennt að sjá framvinduna þvi nú er búið að samþykkja tiu ára áætlun og tíu milljarða punda svo fæmstu arkitektar geti gert hverfið upp frá gmnni, já, miðstöðin verður rifin. Nýlega heyrði ég fasteignaspekúlant segja að „Elephant and Castle“ og næsta nágrenni væri pottþétt tjárfesting. Það besta er þó að hér og nú er frábært að búa í Kensington, það tekur mig ekki nema 15 mínútur að hjóla upp á Piccadiily Circus og hjólið hefur löngu borgað sig svo ferðin er ókeypis...[0 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.